ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM OG AUKAHLUTUM

ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM OG AUKAHLUTUM

TVEGGJA ÁRA ÁBYRGÐ Á VARAHLUTUM OG AUKAHLUTUM

Ef nauðsynlegt er að gera við eða skipta um íhlut eða aukahlut annast viðurkenndur þjónustuaðili Jaguar verkið án endurgjalds samkvæmt þessari tveggja ára ábyrgð. Þessi tveggja ára ábyrgð tekur til allra íhluta eða aukahluta sem keyptir eru hjá söluaðila Jaguar, viðurkenndum þjónustuaðila Jaguar eða viðurkenndum dreifingaraðila varahluta fyrir Jaguar.

ALMENNIR SKILMÁLAR

Varahlutir og aukahlutir okkar uppfylla öryggis- og áreiðanleikastaðla okkar þannig að við mælum eindregið með því að þú veljir aðeins ósvikna varahluti og aukahluti frá Jaguar fyrir bílinn þinn. Jaguar hefur ekki prófað og samþykkt aðra varahluti og aukahluti þannig að við getum ekki metið gæði þeirra. Ábyrgðin tekur ekki til skemmda vegna íhluta eða aukahluta sem ekki eru frá Jaguar.