NÝ SÝN Á KAPPAKSTUR

NÝ SÝN Á KAPPAKSTUR

Fylgstu með Jaguar TCS Racing á nýju rafmögnuðu keppnistímabili í heimsmeistarakeppni ABB FIA í Formúlu E.
„Árið 2024 verður ótrúlegt keppnistímabil í rafbílakappakstri. Jaguar I-TYPE 6 er fullkomnasti rafkappakstursbíllinn okkar og nýi ökumannahópurinn okkar er einn sá allra sterkasti í keppninni. Við vanmetum ekki keppinautana en erum til í slaginn.“
JAMES BARCLAY LIÐSSTJÓRI JAGUAR TCS RACING

HÆFILEIKAR, ÁSTRÍÐA OG SAMVINNA

MITCH EVANS

MITCH EVANS

Mitch Evans þreytti frumraun sína í heimsmeistarakeppni Formúlu E með Jaguar árið 2016. Hann byrjaði að keppa í kappakstri 6 ára að aldri og vann New Zealand Grand Prix 16 ára, og var þar með yngsti ökumaðurinn til að vinna alþjóðlegan stórmeistaratitil. Evans tók GP3-titilinn árið 2012 og endaði í þriðja sæti í GP2 árið eftir. Hann fékk flest stig sín hingað til á keppnistímabilinu 2023 í Formúlu E og lenti í þriðja sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna.
NICK CASSIDY

NICK CASSIDY

Nick Cassidy gekk til liðs við Jaguar fyrir keppnistímabilið 2024 eftir að hafa keppt í nokkur ár í Formúlu E. Cassidy vann sinn fyrsta titil í eins sætis kappakstursbíl 14 ára og vann einnig Toyota-kappaksturinn tvö ár í röð eftir það. Árið 2019 náði hann þrennu í japönskum akstursíþróttum: meistaratitli í japönsku Formúlu 3-keppninni, Super GT-keppninni og Super Formula-keppninni. Á keppnistímabilinu 2023 í Formúlu E náði hann sínum albesta árangri hingað til og varð í öðru sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna.
JAMES BARCLAY

JAMES BARCLAY

James var útnefndur liðstjóri Jaguar-liðsins fyrir heimsmeistarakeppni ABB FIA Formúlu E í nóvember 2015 og árið 2021 var James útnefndur framkvæmdastjóri Jaguar Land Rover Motorsport. Undanfarin sjö keppnistímabil hefur James haft umsjón með vexti liðsins bæði innan og utan brautar. Árið 2023 leiddi James Jaguar TCS Racing í annað sætið í heimsmeistarakeppni ABB FIA í Formúlu E með 292 stig – mesta stigafjölda sem liðið hefur nokkru sinni hlotið í Formúlu E.

HEIMSMEISTARAKEPPNI ABB FIA FORMÚLU E

HEIMSMEISTARAKEPPNI ABB FIA FORMÚLU E

FULLKOMIÐ JAFNVÆGI Á MILLI AFLS OG SPARNEYTNI

I-TYPE 6

TÆKNILÝSING

HRÖÐUN
0–60 míl./klst. á u.þ.b.

2.2sekúndum

0,6 sekúndum sneggri samanborið við I-TYPE 5

KAPPAKSTURSAFL

300kW

+100 kW samanborið við I-TYPE 5

FRAMMÚRAKSTURSSTILLING

350kW

+115 kW samanborið við I-TYPE 5

ÞYNGD

850kg

-50kg samanborið við I-TYPE 5
„ALLIR SAMSTARFSAÐILAR OKKAR ERU LEIÐANDI Í HEIMI TÆKNINÝJUNGA OG DEILA SKILNINGI Á ÞVÍ AÐ FRAMFARIR, HUGREKKI OG NÝSKÖPUN GERA OKKUR KLEIFT AÐ NÁ MARKMIÐUM OKKAR Á BRAUTINNI.“
JAMES BARCLAY LIÐSSTJÓRI JAGUAR TCS RACING

ARFLEIFÐ NÝSKÖPUNAR

TAKTU ÞÁTT

Rómuð afköst, tækni og hönnun Jaguar mótuðust á heimsins erfiðustu keppnisbrautunum í heimsins erfiðustu keppnunum.
FREKARI UPPLÝSINGAR
VARNINGUR

VARNINGUR

Skoðaðu netverslun okkar og finndu hina fullkomnu gjöf.
KEPPNI Í TÆKNINÝJUNGUM

KEPPNI Í TÆKNINÝJUNGUM

Glæsileg hönnun og hrífandi afköst. Skoðaðu hvernig reynsla okkar í heimsmeistarakeppni ABB FIA Formúlu E er yfirfærð á rafbíla okkar á vegum úti.
VARNINGUR

VARNINGUR

Skoðaðu netverslun okkar og finndu hina fullkomnu gjöf.
KEPPNI Í TÆKNINÝJUNGUM

KEPPNI Í TÆKNINÝJUNGUM

Glæsileg hönnun og hrífandi afköst. Skoðaðu hvernig reynsla okkar í heimsmeistarakeppni ABB FIA Formúlu E er yfirfærð á rafbíla okkar á vegum úti.