MITCH EVANS
Mitch Evans þreytti frumraun sína í heimsmeistarakeppni Formúlu E með Jaguar árið 2016. Hann byrjaði að keppa í kappakstri 6 ára að aldri og vann New Zealand Grand Prix 16 ára, og var þar með yngsti ökumaðurinn til að vinna alþjóðlegan stórmeistaratitil. Evans tók GP3-titilinn árið 2012 og endaði í þriðja sæti í GP2 árið eftir. Á sínu besta tímabili fram til þessa, eftir að hafa sigrað fjórum sinnum og verið á verðlaunapalli sjö sinnum, missti Evans naumlega af heimsmeistaratitli ökumanna og lauk keppnistímabilinu með glæsibrag í öðru sæti.