HVERSU LANGT KEMST RAFBÍLL?

HVERSU LANGT KEMST RAFBÍLL?

Allt að 470 km.drægi JAGUAR I-PACE á rafmagni tryggir að ein hleðsla dugar fyrir vikulegan meðalakstur flestra ökumanna.*


Hér er allt sem þú þarft að vita til að hámarka akstursvegalengdina þína í rafbíl eða tengiltvinnbíl.

REIKNIVÉL FYRIR DRÆGI JAGUAR I-PACE

Rafhlaðan er eini orkugjafinn í rafbíl eða í rafmagnsstillingu (EV) í tengiltvinnbíl. Þar af leiðandi mun aksturslag þitt, búnaður sem þú notar í farþegarýminu og jafnvel akstursskilyrði hafa áhrif á heildardrægi. Breyttu stillingunum hér að neðan til að sjá hversu langt Jaguar I-PACE kæmist við raunverulegar aðstæður.
km
DRÆGI Á EINNI HLEÐSLU
BREYTTU STILLINGUNUM HÉR AÐ NEÐAN

AKSTURSSTILLING:

Innanbæjar: Megnið af akstrinum fer fram innanbæjar og þar í kring, á 27 km/klst. að meðaltali.

INNANRÝMI:

FELGUSTÆRÐ:

HITASTIG UTANDYRA: 0

Eldsneytisnotkun: Á ekki við. Losun koltvísýrings: 0 (g/km). Drægi á rafmagni: Allt að 470 km. Drægi á rafmagni byggist á framleiðsluökutæki á staðlaðri leið. Drægi er mismunandi og veltur á ástandi ökutækis og rafhlöðu, leiðinni sem ekin er, umhverfisaðstæðum og aksturslagi.

HVERT ER DRÆGI JAGUAR-TENGILTVINNBÍLS?

Rafhlaðan í Jaguar-tengiltvinnbíl getur skilað allt að 55 km (Jaguar E-PACE)1 og allt að 53 km (Jaguar F-PACE)1 drægi á einni hleðslu. Bíllinn er því kjörinn fyrir daglegan akstur og innanbæjarakstur og losar engan útblástur í rafmagnsstillingu (EV).
HVERT ER DRÆGI JAGUAR-TENGILTVINNBÍLS?

HÁMÖRKUN Á DRÆGI RAFBÍLS OG TENGILTVINNBÍLS

Veldu flokk til að sjá hvernig hann hjálpar við að hámarka drægi rafbíls og tengiltvinnbíls.

ENDURNÝTING HEMLAAFLS

Um leið og fóturinn er tekinn af inngjöfinni verður endurheimtarkerfi hemlaorku virkt. Þetta hægir rólega á bílnum um leið og orkunni sem myndast er umbreytt til að hámarka endingu rafhlöðunnar. Notkun hemlafótstigs eykur magn orku sem er safnað.

RAFBÍLAR OG HYBRID-BÍLAR FRÁ JAGUAR

Kynntu þér rafmögnuð afköst Jaguar með úrvali okkar af rafbílum og hybrid-bílum.
RAFBÍLAR OG HYBRID-BÍLAR FRÁ JAGUAR

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

Þægilegasta leiðin til að hefja daginn með fulla hleðslu er að hlaða rafbílinn þinn eða tengiltvinnbílinn heima við.
HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM

HLEÐSLA Á HLEÐSLUSTÖÐVUM

Stöðug fjölgun hleðslustöðva gerir það auk þess að verkum að nú er orðið auðveldara en nokkru sinni fyrr að hlaða fjarri heimilinu.

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á stöðugar endurbætur á tæknilýsingu, hönnun og framleiðslu bílanna sinna, varahluta og aukahluta, sem leiðir til þess að reglulegar breytingar eiga sér stað. Við áskiljum okkur rétt til að framkvæma slíkar breytingar án frekari fyrirvara.


*Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun: Á ekki við. Niðurstöður I-PACE í kWh/100 km: Blandaður akstur: 22,0–25,2. Losun koltvísýrings:2 0 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 470 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.


Skoðaðu niðurstöður I-PACE úr WLTP-prófun


**Meðalakstur á viku: 264 km, byggt á meðaltali af árlegum akstri ökumanns fengið er frá eftirfarandi bresku og bandarísku heimildum: http://www.racfoundation.org/motoring-faqs/mobility#a26 og www.fhwa.dot.gov/ohim/onh00/bar8.htm. Reiknað með því að taka saman gögn um meðaltal aksturs á fimm daga tímabili og með meðaltali af breskum og bandarískum gagnasöfnum.


1 Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun F-PACE tengiltvinnbíls í l/100 km: Blandaður akstur: 2,2–2,5. Losun koltvísýrings2 : 49–57 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 53 km.

Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun E-PACE tengiltvinnbíls í l/100 km: Blandaður akstur: 2,0. Losun koltvísýrings:2 44 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 55 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Losun koltvísýrings,2 eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.


Skoðaðu niðurstöður F-PACE úr WLTP-prófun
Skoðaðu niðurstöður E-PACE úr WLTP-prófun