RAFKNÚINN JAGUAR I-PACE

RAFKNÚINN JAGUAR I-PACE

Margverðlaunaður alrafknúinn sportbíll. Rúmgóður með fallegum smáatriðum og samtvinnaðri tækni.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL SKOÐA MYNDASAFN
MARGVERÐLAUNAÐUR ALRAFKNÚINN SPORTBÍLL
Sigurvegari World Car of the Year, bílahönnunarverðlauna ársins og World Green Car*. Jaguar I-PACE er hannaður sem rafbíll sem býður hefðum rafbílanna birginn og er einn allra eftirsóknarverðasti bíllinn í akstri nú um stundir.
KANNAÐU RAFMAGNIÐ

HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Glæsilegur og straumlínulagaður. Einstök útkoma Jaguar-einkenna, kappaksturstækni FIA Formúlu E-keppninnar og nútímalegrar breskrar hönnunar.

SMELLTU TIL AÐ SJÁ

HÖNNUN INNANRÝMIS

I-PACE er ný útfærsla á hinum sígilda Jaguar þar sem andi sportbílsins og íburðarmikið handverk eru í fullkomnu jafnvægi og skapa rúmgott farþegarými með samtvinnaðri tækni.

Smelltu til að hreyfa

LÚXUSUPPLIFUN

Innanrýmið er ríkulega búið fallegum handunnum hlutum sem undirstrika íburðarmikið andrúmsloftið í farþegarýminu. Umlykjandi og gegnheil áferð umlykur þig og fíngerðir áherslusaumar auka við sérsniðna fágunina. Í myrkri undirstrikar tær hvít lýsing glæsilega hönnunina.

HLJÓÐLÁT FÁGUN

Farþegarýmið er athvarf frá ys og þys hversdagsins. Óviðjafnanleg fágun næst með sérstaklega einangruðum mótorum til að draga úr hljóði og hönnun ytra byrðis sem lágmarkar vindgnauð.

RÚMGOTT INNANRÝMI

Arkitektúr I-PACE sem er alfarið hugsaður fyrir rafbíl hefur gert hönnunarteymi Jaguar kleift að sameina lúxushandverk, gott rými og geymslupláss í innanrými bílsins.

SÆTALAUSNIR

Þægindi og hagnýt hönnun skipta jafnmiklu máli og gott pláss. I-PACE bíllinn þinn fæst annaðhvort með sport- eða körfusætum og er hægt að fá hvort tveggja í fjölbreyttu úrvali efna og lita.

ÆSANDI Í AKSTRI, ÞÆGILEGUR Í SAMBÚÐ

Þú verður vitni að mögnuðum afköstum Jaguar auk kostanna og þeirrar góðu tilfinningar að losa engan útblástur.

HAGNÝTUR OG<br> HAGKVÆMUR

HAGNÝTUR OG
HAGKVÆMUR

Sérhannaður utan um þig, ekki tæknina. Draumurinn að aka Jaguar blandast fullkomlega þeim þægindum og kostum að hlaða heima við.
ALLT AÐ 470 KM<sup>††</sup> DRÆGI EINGÖNGU Á RAFMAGNI

ALLT AÐ 470 KM†† DRÆGI EINGÖNGU Á RAFMAGNI

Jaguar I-PACE er með vottað 470 km††WLTP-drægi. Notaðu drægisreiknivélina okkar til að áætla drægi við raunverulegar aðstæður og kynntu þér hvernig þú getur hámarkað akstursvegalengd rafbílsins þíns.
ALLT AÐ 127 KM DRÆGI Á 15 MÍNÚTUM**

ALLT AÐ 127 KM DRÆGI Á 15 MÍNÚTUM**

Best er að ná fullri hleðslu heima yfir nótt. Á meðan þú hvílist er I-PACE einnig að hlaða batteríin til að vera tilbúinn í nýjan dag. Þegar þörf er á er svo einnig hægt að nota hraðhleðslu fjarri heimilinu.
LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR OG ÍVILNANIR

LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR OG ÍVILNANIR

Skattaafsláttur, styrkir, lítill eldsneytis- og viðhaldskostnaður og aðrar ívilnanir kunna að vera í boði. Upplýsingar sem eiga við um þínar aðstæður má nálgast á vefsvæðum sveitarfélagsins og yfirvalda á hverjum stað.
ÁBYRGÐ: 8 ÁR EÐA 160.000 KM

ÁBYRGÐ: 8 ÁR EÐA 160.000 KM

Rafhlaðan í I-PACE tryggir góða endingu og hámarksafl í langan tíma og er því með 8 ára ábyrgð enda er hún hönnuð til að endast lengur en bíllinn.

HELSTU ATRIÐI

RAFMÖGNUÐ AFKÖST

RAFMÖGNUÐ AFKÖST

I-PACE er sannkallaður ökumannsbíll. Rafmótorar hans og nánast fullkomin þyngdardreifingin skila 696 Nm tafarlausu togi og sportbílslipurð.
TÆKNI

TÆKNI

Nýja upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar, Pivi Pro1, skilar öllum lykilupplýsingum og afþreyingu í sviphendingu. Kerfið er innblásið af snjallsímanum þínum og einfalt í notkun eins og hann.
NOTAGILDI OG ÖRYGGI

NOTAGILDI OG ÖRYGGI

Hannaður fyrir hámarksöryggi. I-PACE er búinn úrvali akstursaðstoðarbúnaðar sem verndar þig og farþega þína.

VELDU ÞÉR GERÐ

Hægt er að velja úr gerðum eftir þörfum hvers og eins, þar á meðal I-PACE Black.

I-PACE S

I-PACE S

 • LED-aðalljós
 • 18" „Style 1022“ felgur
 • Sportsæti með Luxtec-áklæði
 • Leðurklætt stýri
 • Nettengingarpakki með gagnaáskrift2
I-PACE SE

I-PACE SE

 • LED-aðalljós með einkennandi dagljósum
 • 20" „Style 6007“ felgur
 • Sportsæti með DuoLeather-áklæði
 • Rafknúinn afturhleri
 • Rafknúnir, aðfellanlegir hliðarspeglar með minni, hita, aðkomuljósum og sjálfvirkri deyfingu ökumannsmegin
I-PACE HSE

I-PACE HSE

 • Margskipt LED-aðalljós með einkennandi dagljósum
 • Demantsslípaðar 20" 5068-felgur með gljáandi dökkgráum áherslulit
 • Sportsæti klædd Windsor-leðri
 • Rafdrifin framsæti með 16 stefnustillingum, hita, kælingu og minni
 • MeridianTM3D Surround-hljóðkerfi
I-PACE BLACK

I-PACE BLACK

 • Fastur þakgluggi
 • Skyggðar rúður
 • Svartur útlitspakki á ytra byrði
 • Gljásvartar 20" 5068-felgur
 • Tinnusvört sæti og þakklæðning í innanrými

SKOÐA NÁNAR

HELSTU ATRIÐI

HELSTU ATRIÐI

Alrafknúinn sportbíll.
SKOÐA HELSTU ATRIÐI
GERÐIR JAGUAR I-PACE

GERÐIR JAGUAR I-PACE

Skoðaðu alla línuna.
SKOÐA GERÐIR
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

Sérsníddu Jaguar I-PACE.
SKOÐA AUKABÚNAÐ OG AUKAHLUTI

††Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun.
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

Sigurvegari World Car of the Year, bílahönnunarverðlauna ársins og World Green Car 2019.
*Þegar notaður er 100 kW jafnstraumur með hraðhleðslutæki. Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og fyrirliggjandi hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.

1Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.
2Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.

Ábyrgð á 90 kWh rafhlöðu I-PACE takmarkast við 8 ár eða 160.000 km (hvort sem fyrr verður). Hana má innleysa ef framleiðslugalli kemur í ljós eða ef mæling hjá vottuðum söluaðila Jaguar sýnir að hleðslugeta rafhlöðunnar er komin niður fyrir 70 prósent.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Hafðu í huga að staðalbúnaði kann að vera skipt út þegar aðrir útlitspakkar eru valdir. Staðalbúnaður kann einnig að fara eftir því landi sem bíllinn er keyptur í og vali á vél og gírkassa.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.