JAGUAR F-PACE

JAGUAR F-PACE

Lúxussportjeppinn okkar sameinar verðlaunaða hönnun, afkastagetu Jaguar og hugvitssamlegar tækninýjungar sem gera aksturinn óviðjafnanlegan. Fæst nú einnig sem tengiltvinnbíll.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL SKOÐA TENGILTVINNBÍL

HÖNNUN YTRA BYRÐIS

Straumlínulöguð vélarhlíf, djúpt grill, einkennandi aðalljós með tveimur J-ljósum og víðari loftunarop efla kraftmikla útgeislun Jaguar F-PACE.

Smelltu til að hreyfa

HÖNNUN INNANRÝMIS

Hverju einasta atriði innanrýmisins er ætlað að skapa friðsælan griðastað fyrir þig og farþega þína.

Smelltu til að hreyfa
SÆTI

SÆTI

Hægt er að fá Windsor-leðursæti í F‑PACE afhent götuð og með tíglalaga saumum og R-Dynamic körfusæti klædd Windsor-leðri með götuðum mynstrum. Enn fremur er hægt að búa sætin með nuddbúnaði.
LITAÞEMU

LITAÞEMU

Innanrýmið einkennist af því besta í bresku handverki með DuoLeather- eða leðurklæðningu í fjölbreyttum litbrigðum og úrvali glæsilegra lista.
INNANRÝMI

INNANRÝMI

Áhersla okkar á nútímalegan lúxus einkennir innanrýmið, allt niður í hitastýringarnar, sem eru með gljákrómaðri ígreyptri áletrun.

HELSTU ATRIÐI

AFKÖST

AFKÖST

Jaguar F-PACE skilar aukinni afkastagetu, sportlegum aksturseiginleikum og meiri sparneytni í anda einkennandi Jaguar-afkasta. Upplifðu hrífandi akstur með aflrás að þínu vali, þar á meðal Plug-in Hybrid-aflrás sem býður upp á meiri sparneytni og minni losun koltvísýrings.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
TÆKNI

TÆKNI

Pivi Pro1-upplýsinga- og afþreyingarkerfið er hjarta innanrýmisins. Það býður upp á skjóta tengingu við mest notuðu eiginleikana í gegnum upphafsskjáinn eða Amazon Alexa. 11,4" snertiskjárinn er búinn einföldu viðmóti, líkt og er í snjallsímum, með endurhönnuðu leiðsögukerfi og leit á netinu.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
NOTAGILDI OG ÖRYGGI

NOTAGILDI OG ÖRYGGI

Jaguar F-PACE ræður við ævintýri helgarinnar með 1842[2] lítra handhægu farangursrými. Við þetta bætist síðan fjölbreyttur öryggisbúnaður sem tryggir öryggi þitt og farþega þinna.

VELDU ÞÉR GERÐ

Finndu hina fullkomnu samsetningu afkastagetu, útlits og notagildis.

F-PACE

F-PACE

• 18" álfelgur
• LED-aðalljós og einkennandi dagljós
• Sæti klædd Luxtec-áklæði
• Pivi með 11,4" snertiskjá
F-PACE S

F-PACE S

• 19" álfelgur
• Rafknúnir, aðfellanlegir hliðarspeglar með hita, aðkomuljósum og sjálfvirkri deyfingu bílstjóramegin
• DuoLeather-sæti með tíglalaga götun og upphleypt Jaguar-merki
• Pivi Pro1 með 11,4"snertiskjá og nettengingarpakka3
F-PACE SE

F-PACE SE

• 20" álfelgur
• Stefnuljós með raðlýsingu og sjálfvirk háljósaaðstoð
• Fyrsta flokks lýsing í innanrými með 30 mismunandi litum
• MeridianTM-hljóðkerfi
F-PACE R-DYNAMIC S

F-PACE R-DYNAMIC S

• 19" álfelgur
• R-Dynamic yfirbyggingarsett sem samanstendur af hurðarklæðningu, grilli og listum og innfellingum á stuðara
• Götuð DuoLeather-körfusæti með upphleyptu Jaguar-merki
• Pivi Pro1 með 11,4" snertiskjá og nettengingarpakka3
F-PACE R-DYNAMIC SE

F-PACE R-DYNAMIC SE

• 20" álfelgur
• Stefnuljós með raðlýsingu og sjálfvirk háljósaaðstoð
• Fyrsta flokks lýsing í innanrými með 30 mismunandi litum
• MeridianTM-hljóðkerfi​
F-PACE R-DYNAMIC HSE

F-PACE R-DYNAMIC HSE

• 21" álfelgur
• Satínkolagrá askklæðning
• Rafdrifin framsæti með 16 stefnustillingum, hita og loftræstingu, nuddi, minni og tveimur handvirkum stefnustillingum fyrir höfuðpúða
F-PACE R-DYNAMIC BLACK

F-PACE R-DYNAMIC BLACK

• 20" álfelgur
• Svartur útlitspakki á ytra byrði, gljásvartir þakbogar og gljásvartar speglahlífar
• Fastur þakgluggi
• Satínkolagrá askklæðning
• Tinnusvört Morzine-þakklæðning
• Fyrsta flokks lýsing í innanrými með 30 mismunandi litum
F-PACE 300 OG 400 SPORT

F-PACE 300 OG 400 SPORT

• 21" álfelgur
• D300- eða P400 i6-vél 300 SPORT- eða 400 SPORT-merki
• Svartur útlitspakki á ytra byrði og gljásvartir þakbogar
• Körfusæti klædd Windsor-leðri með gataðri áletrun
• Þakklæðning klædd tinnusvörtu rúskinni
• Upplýstar sílsahlífar úr málmi með Jaguar-áletrun
• MeridianTM-hljóðkerfi
F-PACE SVR

F-PACE SVR

• 21" álfelgur með demantsslípaðri áferð
• P550 V8-vél
• SVR-yfirbyggingarsett með SVR-framstuðara, samlitum SVR-hurðaklæðningum með satíngráum listum og SVR-afturstuðara með satíngrárri áferð
• Körfusæti klædd rúskinni og Windsor-leðri með höfuðpúðum með upphleyptri SVR-áletrun

F-PACE PLUG-IN HYBRID

Viðbragðið sem eigendur Jaguar-bíla þekkja, að viðbættum allt að 53 km†† akstri án útblásturs. Rafmagnaður heimur Jaguar bíður þín.

F-PACE SVR

F-PACE SVR er kraftmikill og hagnýtur lúxusjeppi sem hannaður er með aukna afkastagetu í huga.

SKOÐA NÁNAR

GERÐIR JAGUAR F-PACE

GERÐIR JAGUAR F-PACE

Hægt er að skoða alla línuna hér.
SKOÐA GERÐIR
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Kynntu þér smáatriðin.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
MYNDASAFN

MYNDASAFN

Áhersla á smáatriði í bílunum okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Jaguar F-PACE. Njóttu hvers smáatriðis.
SKOÐA MYNDASAFN

Skoða tölur úr WLTP-prófunum
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

1Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.
2Blautvigt er staðlað gildi sem mælt er með því að fylla farangursrýmið af vökva. Rúmmálið er mælt upp að loftklæðningunni. Uppsetning farangursrýmis og heildarpláss er mismunandi eftir tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás), markaðssvæði og því hvort varadekk sé í fullri stærð eða ekki.
3Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.

Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og verið misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fulla stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt á milli markaðssvæða – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Sumir eiginleikar eru með áskrift sem þarf að framlengja eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess. Tiltekin virkni Alexa er háð snjalltækni. Notkun Amazon Alexa krefst Amazon-reiknings.

MeridianTM er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.
Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. kunna að gilda.
Android Auto er vörumerki Google LLC.