RAFKNÚINN JAGUAR I-PACE

HELSTU ATRIÐI

RAFMÖGNUÐ AFKÖST

Spennandi afl og afköst. Enginn útblástur. Allt sem þú myndir búast við af afkastamiklum sportbíl frá Jaguar.

DRÆGI

DRÆGI

Þættir á borð við hitastig og aksturshraða geta haft áhrif á drægi í rafakstri. Notaðu drægisreiknivélina til að sjá hvað þú kemst langt á I-PACE.

DRÆGI

470 KM††Aktu allt að 470 km á fullri hleðslu*.
Tala úr WLTP-prófun. Raunveruleg notkun getur gefið aðrar tölur, allt eftir aksturslagi.

HLEÐSLUTÍMI

8,5 klst.*


Með 11 kW AC-hleðslubúnaði er hægt að ná fullri hleðslu á aðeins 8,5 klst.* Hentar fullkomlega fyrir næturhleðslu heima við. Tíminn miðast við notkun 11 kW riðstraumshleðslutækis fyrir heimili.

LOSUN

0 koltvísýringur


Enginn útblástur.

HRÖÐUN

4,8

sekúndur

Nær hröðun upp á 0–100 km/klst. á 4,8 sek.

TÆKNI

Óaðfinnanlega samþætt tækni einfaldar stjórnun búnaðar í I-PACE og tengdra tækja.

Pivi Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfinu okkar svipar til snjallsímans þíns. Lykilupplýsingar á borð við leiðsögn1, margmiðlun og tengiliði eru í einnar snertingar fjarlægð.
PIVI PRO
FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR
HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN
NETTENGINGARPAKKI OG WIFI MEÐ GAGNAÁSKRIFT
JAGUAR GO I-PACE FORRIT

JAGUAR GO I-PACE FORRIT

GO I-PACE forritið sýnir þér hvernig Jaguar I-PACE myndi passa inn í líf þitt. Þar færðu staðreyndir og tölulegar upplýsingar eins og ef þú værir í raun og veru að keyra bílinn, þar á meðal kort yfir ferðir, áætlað drægi og notkun rafhlöðu, hleðslustöðvar í boði á leiðinni og áætlaðan sparnað.
SÆKJA FYRIR IOS SÆKJA FYRIR ANDROID
JAGUAR REMOTE-FORRIT

JAGUAR REMOTE-FORRIT

Jaguar Remote4-forritið gerir þér kleift að eiga samskipti við I-PACE með snjallsímanum. Kannaðu hleðslustöðu bílsins, hleðsluhraða, áætlað drægi á rafakstri og aðrar upplýsingar. Hefðu og hættu hleðslu, hafðu umsjón með hleðslugjöldum og stilltu hámarkshleðslustöðu með fjarstýringu.
JAGUAR-AÐSTOÐAREIGINLEIKI OG NEYÐARSÍMTÖL

JAGUAR-AÐSTOÐAREIGINLEIKI OG NEYÐARSÍMTÖL

Með Jaguar-aðstoðareiginleikanum geturðu hringt beint í starfsfólk vegaaðstoðar Jaguar ef bíllinn bilar. Ef tilvikið er alvarlegra tengir neyðarsímtalseiginleikinn þig sjálfkrafa við starfsfólk neyðarsvörunar. Það lætur svo neyðarþjónustuna vita af staðsetningu þinni.

NOTAGILDI OG ÖRYGGI

Best er að hlaða þegar bílnum er lagt yfir nótt. Á meðan þú slakar á og hvílist hleðst I-PACE á öruggan hátt til að verða tilbúinn fyrir næsta dag.

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

Heimahleðsla er ekki aðeins þægileg heldur er rafmagnskostnaður einnig oft minni á kílómetra en kostnaður við bensín, dísilolíu eða hleðslu á ferðinni. Til að hlaða I-PACE bílinn þinn heima mælum við með að þú fáir þér hleðslubúnað fyrir heimili sem er settur upp af fagfólki – oftast kallaður heimahleðslustöð.
DRÁTTUR

DRÁTTUR

Jaguar I-PACE er með allt að 750 kg dráttargetu og ræður við allt að 45 kg þyngd á dráttarbeisli. Hægt er að kaupa laust dráttarbeisli hjá Jaguar-aukahlutum.
TÓMSTUNDALYKILL

TÓMSTUNDALYKILL

Önnur kynslóð tómstundalykilsins5 gerir þér kleift að læsa bílnum, taka hann úr lás og gangsetja hann. Þess vegna skiptir engu máli hvers konar útivist eða íþróttir þú hefur skipulagt með vinum þínum, það er engin þörf á hefðbundnum bíllyklum lengur.
ÖRYGGISBYGGING

ÖRYGGISBYGGING

Yfirbygging I-PACE er samsett úr áli og stáli til að tryggja stífa grind um rafhlöðuna og auka öryggi þeirra sem sitja í bílnum.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Hægt er að velja úr fjölbreyttum búnaði sem er hannaður til að gera þér bæði auðveldara og öruggara að aka og leggja. Allur búnaður er byggður á háþróuðum tæknilausnum og hannaður með það í huga að veita þér enn betri akstursupplifun og enn meira öryggi.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Gerðu I-PACE að þínum með því að velja gerð, vél og útfærslupakka.

SÉRSNÍDDU JAGUAR I-PACE

Veldu gerð, vél og útfærslupakka áður en þú sérsníður bílinn með vali á lakki, felgum og möguleikum fyrir innanrými.

SKOÐA NÁNAR

GERÐIR JAGUAR I-PACE

GERÐIR JAGUAR I-PACE

Skoðaðu alla línuna.
SKOÐA GERÐIR
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Skoðaðu staðreyndir og tölur.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

Sérsníddu Jaguar I-PACE.
SKOÐA AUKABÚNAÐ OG AUKAHLUTI
JAGUAR-RAFBÍLL

JAGUAR-RAFBÍLL

Kynntu þér rafakstur.

Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, svo sem aldri, ástandi, hitastigi og fyrirliggjandi hleðslu rafhlöðu, hvernig hleðsla er notuð og lengd hleðslunnar.
*Þegar notaður er 100 kW jafnstraumur með hraðhleðslutæki.​
††Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun.
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

1Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.

2Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.

3Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar. Frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika er að finna í skilmálum InControl Pivi Pro á jaguar.com/pivi-pro-terms. Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnis. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.

4Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Jaguar Remote-forritið þarf að sækja á Apple App Store/Google Play Store.

5Tómstundalykil er hægt að hlaða á um það bil einum klukkutíma, sem skilar allt að sjö daga rafhlöðuendingu.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Hafðu í huga að staðalbúnaði kann að vera skipt út þegar aðrir útlitspakkar eru valdir. Staðalbúnaður kann einnig að fara eftir því landi sem bíllinn er keyptur í og vali á vél og gírkassa.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.