HUGTAKALISTI

Kynntu þér nánar tækni og eiginleika í bílum frá Jaguar.

Háþróaðir aðstoðareiginleikar
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU

Sjálfvirkur hraðastillir notast við ratsjártækni til að stilla hraðann sjálfkrafa og halda þannig öruggri fjarlægð frá næsta bíl. Ef bíllinn fyrir framan hægir á sér dregur Jaguar úr hraðanum til að halda öruggri fjarlægð. Bíllinn heldur svo áfram á forstilltum hraða um leið og leiðin er greið. Ef bíllinn fyrir framan stöðvar skyndilega hægir fjarlægðarstillingin mjúklega á bílnum. Um leið og bíllinn á undan tekur af stað aftur er nóg að snerta inngjöfina til að fylgja honum eftir.

SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN

Bíllinn er ávallt reiðubúinn fyrir neyðarhemlunartilfelli. Ef yfirvofandi árekstur greinist birtir bíllinn ákeyrsluviðvörun sem gefur ökumanni tíma til að bregðast við. Ef árekstur er enn yfirvofandi og ökumaður hefur ekkert aðhafst beitir sjálfvirka neyðarhemlunin hemlunum til að draga úr högginu.

HÁLJÓSAAÐSTOÐ

Þetta kerfi skiptir sjálfkrafa á milli lágra ljósa og háljósa þegar við á og notar til þess skynjara framan á baksýnisspeglinum.

BLINDSVÆÐISSKYNJARI

Blindsvæðisskynjarinn lætur vita af bílum sem staðsettir eru á blindsvæðum eða nálgast þau hratt. Þegar vart verður við bíl á þessum svæðum kviknar á litlu viðvörunarljósi í viðkomandi hliðarspegli. Ef ökumaður gefur stefnuljós í átt að hindruninni blikkar viðvörunarljósið til að ítreka yfirvofandi hættu.

ÖKUMANNSSKYNJARI

Ökumannsskynjarinn greinir þegar ökumann fer að syfja og lætur vita tímanlega þegar viðkomandi ætti að taka sér hlé frá akstrinum.

BÍLASTÆÐAKERFI AÐ FRAMAN OG AFTAN

Bílastæðakerfin að framan og aftan auðvelda ökumanni að bakka í stæði og gera aðgerðina öruggari. Þegar sett er í bakkgír eða kveikt er handvirkt á kerfunum kviknar á skynjurum á fram- og afturstuðurum. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.

INTELLIGENT SPEED LIMITER

Þegar kveikt er á ISL-hraðatakmörkuninni stillir kerfið hraða bílsins í samræmi við upplýsingar úr umferðarskiltagreiningu.

AKREINASKYNJARI

Akreinaskynjarinn skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Hann skynjar þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og varar við því með sjónrænni viðvörun og léttum titringi í stýrinu.

AKREINASTÝRING

Akreinastýringin skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Kerfið greinir þegar bílinn reikar óvart yfir á næstu akrein og beinir honum mjúklega til baka.

BÍLASTÆÐASKYNJARI (LAGT SAMSÍÐA OG EKIÐ ÚT ÚR STÆÐI)

Bílastæðaskynjarinn auðveldar ökumanni að leggja samsíða í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins. Bílastæðaskynjarinn hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndskýringar og tilkynningar leiðbeina í gegnum báðar þessar aðgerðir.

BÍLASTÆÐASKYNJARI (LAGT SAMSÍÐA, LAGT HORNRÉTT OG EKIÐ ÚT ÚR STÆÐI)

Bílastæðaskynjarinn auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins. Bílastæðaskynjarinn hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndskýringar og tilkynningar leiðbeina í gegnum þessar aðgerðir.

UMFERÐARSKILTAGREINING

Umferðarskiltagreiningin tryggir að ökumaður hafir réttar upplýsingar og hugann við veginn með því að birta skilti fyrir hámarkshraða og framúrakstursbann á greinilegum stað á mælaborðinu.

BÍLASTÆÐAKERFI AÐ AFTAN

Bílastæðakerfi að aftan auðveldar ökumanni að bakka í stæði á öruggari máta. Þegar sett er í bakkgír kviknar sjálfkrafa á skynjurum á afturstuðaranum. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.

BAKKSKYNJARI

Bakkskynjarinn er sérlega notadrjúgur þegar bakkað er út úr stæði og kerfið varar ökumann við ökutækjum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum beggja megin bílsins. Kerfið notar bæði hljóðrænar og myndrænar viðvaranir til að gera ökumanni viðvart og veita honum upplýsingar um það sem er fyrir aftan bílinn, líka þegar eitthvað byrgir honum sýn.

360° BÍLASTÆÐAKERFI

Með 360° bílastæðakerfinu okkar er hægt að leggja í þröng stæði af fullkomnu öryggi. Þegar bakkgírinn er valinn kviknar sjálfkrafa á skynjurum á öllum hliðum bílsins (einnig er hægt að kveikja handvirkt á kerfinu) og snertiskjárinn birtir mynd af bílnum ofan frá. Á meðan bílnum er lagt eru birtar upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki segja til um hversu nærri hindranir eru.

Aksturseiginleikar
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-kerfið greinir hreyfingar bílsins 500 sinnum á sekúndu og nær því að bregðast bókstaflega samstundis við aðstæðum, færa þér enn meiri stjórn, lágmarka velting og gera bílferðina mjúka og yfirvegaða. Adaptive Dynamics-kerfið samanstendur af hugvitssamlegum skynjurum og sístilltum dempurum í fjöðrunarbúnaðinum. Með þessum búnaði fást framúrskarandi þægindi og stöðugleika í akstri.

ADSR-GRIPKERFI

AdSR-gripkerfið (Adaptive Surface Response) greinir mismunandi yfirborð til að tryggja hámarksgrip. AdSR-gripkerfið byggir á ómetanlegri sérfræðiþekkingu Land Rover á fjórhjóladrifskerfum og það greinir stöðugt umhverfisaðstæður bílsins og stillir vélina og hemlakerfið í samræmi við þær. Þegar AdSR-gripkerfið er valið virkar það á öllum hraða og veitir stuðning þegar veður eru válynd og yfirborðsaðstæður erfiðar.

TVEGGJA SPYRNU FRAMFJÖÐRUN ÚR ÁLI

Tveggja spyrnu framfjöðrun úr áli er almennt talin vera besta lausnin fyrir framfjöðrunarbúnað og með henni fást nákvæmir aksturseiginleikar og stýring með mikilli svörun.

ASPC-GRIPKERFI

ASPC-tæknin felst í lághraðastillingu sem gerir bílnum kleift að ráða við aðstæður þar sem grip er takmarkað. Þegar kveikt er á gripkerfinu eru hraðastillishnapparnir notaðir til að stilla markhraða á milli 3,6 km/klst. og 30 km/klst. Kerfið leitast síðan við að ná og halda þessum hraða en beita á sama tíma mikilli gripstýringu. Með ASPC-gripkerfinu öðlast ökumenn Jaguar aukið sjálfsöryggi á hálu, óþéttu eða ísilögðu yfirborði og þegar ekið er á öldóttum jarðvegi eða niður erfiða brekku.

ALDRIF

Aldrif Jaguar gerir aksturseiginleika bílsins enn betri og eykur grip við öll veðurskilyrði. Aldrifskerfið skilar miklum afköstum með fullkomnum stöðugleika sem skilar öruggari akstri og afgerandi snerpu og eykur enn við einkennandi afturdrifsstíl Jaguar.

AKSTURSSTJÓRNSTILLING

Akstursstjórnstillingin gerir ökumanni kleift að stilla inngjöf, gírskiptingar og stýri bílsins eftir því hvaða aksturseiginleikar eru nauðsynlegir hverju sinni.

DSC-STÖÐUGLEIKASTÝRING

DSC-stöðugleikastýringin nemur stöðugt upplýsingar frá hjólaskynjurum bílsins og aðstoðar ökumanninn við að ná aftur stjórn á bílnum ef takmarkað veggrip greinist eða bíllinn er óstöðugur. DSC-stöðugleikastýringin sendir hemlunarkraft til aðskilinna hjóla eða allra hjólanna í einu og fínstillir afköst vélarinnar til að auka öryggi og stjórn á bílnum.

RAFRÆNT MISMUNADRIF

Með því að fylgjast með einkennum bílsins og yfirborðsaðstæðum vinnur rafræna mismunadrifið með stöðugleika-, grip- og ABS-kerfum við að stýra átaki í afturdekkin. Ótakmörkuð rafræn stjórn á driflæsingu afturdekkjanna gerir kerfinu kleift að læsa átakinu nánast samstundis.

NEYÐARHEMLUN

Þegar snöggt er stigið á hemlana eykur þetta kerfi hemlunarkraftinn til að stytta stöðvunarvegalengdina. Einnig getur það hjálpað til við að tryggja betri stjórn við óvæntar aðstæður.

EDC-VÉLARHEMLUNARSTÝRING

EDC-vélarhemlunarstýringin dregur úr líkum á því að hjólin læsist þegar hemlað er snögglega á hálu yfirborði. Stýringin eykur tog til drifhjólanna í skamma stund eftir því sem við á.

RAFDRIFIÐ EPAS-AFLSTÝRI

Rafdrifna EPAS-aflstýrið skilar frábæru viðbragði og tafarlausu hjálparátaki. Kerfið er eingöngu virkt þegar á þarf að halda - sem sparar bæði afl og eldsneyti. EPAS-kerfið notar háþróaða tölvustýringu til að fínstilla hvers mikil stýrishjálpin er hverju sinni og skilar fínstilltri stýringu á meiri hraða og meiri stýrishjálp á minni hraða.

BREKKUAÐSTOÐ

Brekkuaðstoðin auðveldar ökumanni að taka af stað í brekku með því að halda hemlun nógu lengi til að ökumaðurinn hafi tíma til að færa fótinn frá hemlafótstiginu á inngjöfina. Þessi eiginleiki kemur í veg fyrir að bíllinn hreyfist og dregur úr álagi á ökumanninn. Brekkuaðstoðin er alltaf virk, ekki þarf að velja hana sérstaklega.

IDD-KERFI

IDD-hugbúnaðurinn er þróaður af Jaguar og búinn háþróuðum reikniritum til að laga sig að ástandi vegarins eftir þörf á veggripi hverju sinni. Þegar þörf er á gripi tryggir IDD-kerfið að nákvæmlega rétt tog er flutt í framhjólin, á um 165 millisekúndum. Kerfið skilar mýkri og öruggari akstri, auk þess að nota minna eldsneyti og losa minni útblástur en sítengt aldrif. Fáðu frekari upplýsingar um IDD-kerfið

INGENIUM-VÉLAR

Ingenium-vélarnar frá Jaguar Land Rover eru ný tegund véla sem eru hannaðar fyrir hnökralaus afköst, fágun og skilvirkni. Háþróuð tækni og gegnheil álsmíði Ingenium skilar framúrskarandi eldsneytisnýtingu og afgerandi minni losun koltvísýrings.

JAGUARDRIVE CONTROL-ROFINN

Rofinn virkar með DSC-stöðugleikastýringunni, vélinni og gírskiptingarkerfunum og með honum er hægt að breyta einkennum vélarinnar, gírkassans og hemlanna. Með rofanum bjóðast ólíkar stillingar sem ætlað er að fínstilla viðbragð bílsins í samræmi við mismunandi akstursskilyrði og akstursstíl.

ÓSKIPT FJÖLARMA AFTURFJÖÐRUN

Óskipt fjölarma fjöðruninni skilar Jaguar hinni fullkomnu blöndu af fáguðum og vönduðum akstri og skarpri og viðbragðsfljótri stýringu. Kerfið aðskilur og stjórnar sjálfstætt hliðarkrafti, láréttum krafti og lóðréttum krafti sem vinna á fjöðrunina til að skila aukinni stjórn og þægindum. Margir íhlutir eru þrykktir eða steyptir úr áli, en þetta eru bestu framleiðsluaðferðirnar fyrir sterka og létta fjöðrun.

TOGSTÝRING

Togstýringartæknin beitir aðskilinni hemlun á innanverð fram- og afturdekkin til að auka beygjukraftana sem vinna á bílinn. Niðurstaðan er minni undirstýring í krappari beygjum og aukið grip.

STÖÐUGLEIKASTÝRING EFTIRVAGNS

Stöðugleikastýring eftirvagns nýtir gögn frá stöðugleikaskynjurum bílsins til að greina ójafnvægi sem stafar af óstöðugum eftirvagni. Kerfið beitir hemlum sjálfstætt á dekk til að leiðrétta mögulegt hættuástand.

Tækni bílsins
SJÓNLÍNUSKJÁR

Þessi aukabúnaður varpar helstu upplýsingum um bílinn, t.d. ökuhraða, gírastöðu og akstursleiðsögn, á framrúðuna án þess að ökumaðurinn þurfi að líta af veginum. Þetta kerfi er fyrsta kerfið til að nýta heilmyndartækni sem skilar sér í frábærri litaupplausn, birtustigi og skerpu. Ökumaðurinn getur kveikt og slökkt á þessum eiginleika eftir hentugleika.

INCONTROL

InControl er þjónustu- og forritapakki sem myndar bæði tengingu við bílinn og hnökralausa og örugga tengingu við umheiminn. InControl fylgir þér hvert sem er, jafnvel þegar þú ert ekki í bílnum, og tryggir að upplifun þín af Jaguar hefur aldrei verið ánægjulegri.

INCONTROL APPS

InControl Apps gerir þér kleift að nota ýmis snjallsímaforrit sem sérstillt eru fyrir notkun í bíl á snertiskjánum með því að tengja tækið við USB-tengið. InControl Apps er búið sístækkandi þjónustusafni. Þar á meðal er hægt að skipuleggja ferðina, daginn eða næsta fund, bóka hótel og kynnast heiminum í kringum þig.

INCONTROL PROTECT

Convenience and Confidence. InControl Protect delivers a clever Remote Smartphone App, Optimised Jaguar Assistance and SOS Emergency call.

INCONTROL SECURE

InControl Secure notar rakningartækni til að láta vita þegar reynt er að stela bílnum og sendir upplýsingar um staðsetningu bílsins til viðeigandi yfirvalda til að hægt sé að endurheimta hann hratt og örugglega.

INCONTROL TOUCH

InControl Touch er nýtt margmiðlunarkerfi (staðalbúnaður) búið átta tommu snertiskjá með einföldum snerti- og strokuskipunum. Því fylgir fullkomið leiðsögukerfi með tvívíðum og þrívíðum kortum og raddskipunum, hnökralausri tengingu við síma og hita- og loftstýringu, afþreyingu og stjórnbúnað bílsins. InControl Touch er miðstöð fyrir margs konar akstursöryggisbúnað og ýmsan aukabúnað.

INCONTROL TOUCH PRO

InControl Touch Pro er framsæknasta margmiðlunarkerfi Jaguar hingað til. Viðbragðsfljótur fjölsnertiskjárinn styður stroku og klemmu og býður upp á tærustu upplifun sjón- og hljóðrænnar afþreyingar sem við höfum boðið upp á. Sérstillanlegur upphafsskjárinn eykur enn við upplifunina sem og raddstjórnun sem styður skipanir á borð við „more like this“ („meira þessu líkt“) fyrir lagaval. Efnisgeymslan er 10 GB SSD-drif sem býður einnig upp á birtingu Gracenote-plötuumslaga.

MERIDIAN-HLJÓÐKERFI

Þrjú hljóðkerfi sem hönnuð eru fyrir Jaguar í samstarfi við bresku hljóðsérfræðingana í Meridian bjóða upp á frábæran hljóm: stafrænt 380 W Meridian hljóðkerfi, stafrænt 825 W Meridian Surround-hljóðkerfi og stafrænt 1300 W Meridian Reference-hljóðkerfi. Öll eru þessi kerfi búin hugvitssamlegri tækni á borð við DSP-hugbúnað til að skila frábærum víðómi eða surround-hljóði um allt farþegarýmið og fullnýta alla getu kerfisins, sem og Meridian Cabin Correction-hljóðleiðréttingarbúnaði til að auka tærleika og náttúrulega eiginleika tónlistarinnar.

Eignarhald
ADBLUE®

Jaguar-dísilbílar eru búnir AdBlue® til að hreinsa útblástur. AdBlue® er skaðlaust, óeldfimt og lífbrjótanlegt íblöndunarefni sem hreinsar útblástur í útblásturskerfi bílsins til að fjarlægja skaðlegan köfnunarefnisýring.

DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI

Dísilútblástursvökvi (DEF), einnig þekktur sem AdBlue®, AUS 32 og ARLA 32, er litlaus, lyktarlaus og óeldfimur vökvi sem er ekki eitraður. Vökvinn er geymdur í sérstökum geymi í bílnum þaðan sem honum er sprautað inn í útblásturskerfið til að hreinsa útblástur.

Öryggi og notagildi
TÓMSTUNDALYKILL

Með tómstundalyklinum er einfaldara að lifa lífinu. Armbandið er sterkbyggt og vatnshelt. Með armbandinu geturðu notið lífsins á margvíslegan hátt - t.d. farið í fallhlífarstökk eða í sund - án þess að skilja lykilinn að bílnum við þig. Hefðbundni lykillinn með fjarstýringu er geymdur í bílnum og gerður óvirkur af öryggisástæðum.

BENDISTJÓRNUN AFTURHLERA

Nóg er að setja fótinn undir aðra afturhlið bílsins til að opna eða loka afturhleranum.

BÍLAR Á LAGER
Hér getur þú skoðað úrval nýrra Jaguar bíla sem eru til á lager og því tilbúnir til afhendingar strax.
BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar