JAGUAR XE

JAGUAR XE

Glænýr fjölskyldusportbíll. Jaguar XE býður upp á nýtt úrval dísilvéla sem eru efldar með samhliða hybrid-kerfi.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL SKOÐA 360° SJÓNARHORN

Ökutækin sem sjást eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Tilteknir eiginleikar kunna að vera mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

HÖNNUN

SMELLTU TIL AÐ SJÁ

SKOÐA INNANRÝMI

Ríkulegt innanrými fyrir þig og farþega þína. Njóttu íburðarmikilla sæta úr fínunnu leðri sem laga sig að þér, eða veldu glæsileika Windsor-leðursins. Jaguar SportShift-gírstöngin og JaguarDrive Control-rofinn undirstrika sportlegan anda XE.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL SKOÐA MYNDASAFN

VELDU XE

Í anda XE býr hver gerð yfir einstökum eiginleikum sem eru sérsniðnir að smekk þínum og persónuleika.

JAGUAR XE

JAGUAR XE

Breiður og lágur hliðarsvipur Jaguar XE, ásamt kröftugri stöðu sem ber öryggi hans á veginum vitni, undirstrikar stílhreint yfirbragðið.
SKOÐA MYNDASAFN
JAGUAR XE R-DYNAMIC

JAGUAR XE R-DYNAMIC

Ytra byrði R-Dynamic undirstrikar sportanda XE með sportlegum framstuðara, hliðarsvuntum og samlitri svuntu að aftan.
SKOÐA MYNDASAFN
JAGUAR XE R-DYNAMIC BLACK

JAGUAR XE R-DYNAMIC BLACK

Fyrirhafnarlaus fágun með Black. Fágun sem endurspeglast fagurlega í gljásvörtum skreytingum, allt frá sílsalistum til loftunaropa á hjólhlífum. Jaguar XE R‑Dynamic Black.
SKOÐA MYNDASAFN

ÁFRAM

<h4>AKSTURSEIGINLEIKAR </h4>

AKSTURSEIGINLEIKAR

XE er þekktur fyrir líflegan akstur sem er efldur enn frekar með háþróaðri aksturstækni og eiginleikum. Búðu þig undir hrífandi akstur.
ALDRIF

ALDRIF

Aldrif (AWD) Jaguar XE býður upp á enn betri afköst og stjórn á bílnum. Það er búið Intelligent Driveline Dynamics-kerfi (IDD) sem greinir akstursaðstæður og dreifir afli til hjólanna til að tryggja hámarksgrip og -stjórn á hvers kyns undirlagi.
VÉLAR

VÉLAR

Bensín- og dísilvélarnar okkar eru hannaðar til að sameina sparneytni og þægilegan akstur. Öflugri dísilvélarnar eru efldar með samhliða hybrid-kerfi, sem veitir enn hagkvæmari og umhverfisvænni akstur með snjöllu endurhleðslukerfi.
KRAFTAKSTURSPAKKI

KRAFTAKSTURSPAKKI

Þessi valpakki snýst bæði um fallegra útlit og enn betri akstursupplifun með akstursstjórnstillingu, Adaptive Dynamics-fjöðrun, rauðum hemlaklöfum, vindskeið á skottloki, 355 mm hemlum að framan og 325 mm hemlum að aftan.

TÆKNI BÍLSINS

EINFALDLEIKI ER STAÐALBÚNAÐUR

Meðal staðalbúnaðar í Pivi eru:

• 10" snertiskjár
• Stafrænt útvarp
• Ný viðmótshönnun
• Apple CarPlay® 1
• Android AutoTM 2
• Fjarstýring 3


Uppfærðu í Pivi Pro4 til að fá það nýjasta í bílagervigreind, t.d. eiginleika á borð við leiðsögukerfi sem bætir sjálfkrafa við þekkingu sína, og þá verður ferðin þín ávallt fulltengd.
EINFALDLEIKI ER STAÐALBÚNAÐUR
FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR
HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™
ALLTAF Í SAMBANDI

ALLTAF Í SAMBANDI

Nettengingarpakkinn6 veitir enn frekari netþjónustu með innbyggðu SIM-korti, sem gefur aðgang að:​

• Ótakmarkaðri straumspilun​
• Nettengdri raddgreiningu​​
• Veðurspám​
• Samstillingu við netdagatal​
AFÞREYING FYRIR ALLA​

AFÞREYING FYRIR ALLA​

Með því að taka þráðlaust net með gagnaáskrift7, sem er valbúnaður, geturðu notað:​

• Straumspilunarþjónustu að eigin vali
• Allt að 20 GB gagnamagn á mánuði 
​
• Sterkari loftnetstengingu
• Mörg nettengd tæki
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA

Með þráðlausri hleðslu fyrir tæki með símtengingarstyrkingu, sem er valbúnaður, geturðu hlaðið samhæfa snjallsíma án þess að nota snúrur eða hleðslukví. Þegar þú ert í bílnum notar síminn þinn loftnet bílsins til að bæta tenginguna og skila skýrari símtölum.
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI MEÐ PM2,5-SÍU

JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI MEÐ PM2,5-SÍU

NanoeTM jónun, sem er valbúnaður, eykur vellíðan ökumanns og farþega. Þegar þú kveikir á búnaðinum mun sérhönnuð sían draga til sín og fanga agnir úr andrúmsloftinu og ofnæmisvalda á borð við PM2,5, ryk og frjókorn.

NOTAGILDI OG ÖRYGGI

NOTADRJÚGT FARANGURSRÝMI

NOTADRJÚGT FARANGURSRÝMI

Sjálfstæð niðurfelling aftursætanna tryggir að þú kemur því sem þú þarft í farangursgeymsluna. Rafknúinn afturhleri með handfrjálsri opnun er aukabúnaður sem gerir þér kleift að opna og loka afturhleranum á einfaldan máta þegar þú ert með fangið fullt.
TÓMSTUNDALYKILL

TÓMSTUNDALYKILL

Hinn glænýi vatns- og höggþétti tómstundalykill8, sem er valbúnaður, gerir þér kleift að læsa bílnum, taka hann úr lás og gangsetja hann. Þess vegna skiptir engu máli hvers konar útivist eða íþróttir þú hefur skipulagt með vinum þínum, það er engin þörf á hefðbundnum bíllyklum lengur.
CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

Með fyrsta flokks tækni, sem er valbúnaður, færðu ótakmarkaða yfirsýn yfir það sem er fyrir aftan Jaguar XE9. Myndavél í loftnetinu sendir mynd í rauntíma í baksýnisspegilinn og tryggir þannig óheft útsýni aftur fyrir bílinn.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Jaguar XE er með akstursaðstoðarbúnað sem auðveldar þér að leggja í stæði og komast um innanbæjar, auk þess sem utanbæjaraksturinn verður ánægjulegri. Þessi tæknibúnaður léttir þér lífið með því að draga úr akstursálaginu.

SKOÐA NÁNAR

VELDU ÞINN JAGUAR XE

VELDU ÞINN JAGUAR XE

Hér er að finna alla vörulínu og ótal valkosti hvað varðar framúrskarandi hönnun, akstursaðstoð og tæknibúnað.
VELDU GERÐ
MYNDASAFN

MYNDASAFN

Áherslan á smáatriði bílanna okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Hver einstakur eiginleiki XE er hannaður til að undirstrika öruggt yfirbragðið.
SKOÐA MYNDASAFN
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Kynntu þér smáatriðin. Fáðu frekari upplýsingar um afkastagetu, mál og eldsneytisnotkun véla.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
HINN FULLKOMNI AKSTUR HEFST HÉR

HINN FULLKOMNI AKSTUR HEFST HÉR

Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi. Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar XE.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
JAGUAR <br> AUKAHLUTIR

JAGUAR
AUKAHLUTIR

Sérsníddu þinn XE enn frekar með fjölbreyttu úrvali aukabúnaðar og aukahluta, allt frá þráðlausri hleðslu fyrir tæki með símtengingarstyrkingu yfir í þverbita.
LEITA AÐ AUKAHLUTUM

†Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.


Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun.
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.


1 Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Apple CarPlay. Þjónustan sem Apple CarPlay veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.

2 Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónustan sem Android Auto veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.android.com/auto/.

3 Jaguar Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Sækja þarf Jaguar Remote-forritið á Apple App Store/Google Play Store.

4 Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Jaguar.

5 Krefst rúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum mörkuðum. Akstursleiðsögn á framrúðunni birtist einungis þegar Pivi Pro er uppsett í bílnum.

6 Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.

7 Fellur undir reglur um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar. Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á www.jaguar.com/pivi-pro-terms. Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnisins. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.

8 Tómstundalykil er hægt að hlaða á um það bil tveimur klukkutímum, sem veitir allt að tíu daga rafhlöðuendingu.

9 Fellur undir gildandi landslög. Ef notendur sem nota tvískipt eða margskipt gleraugu eiga í erfiðleikum með að stilla fókus á stafrænu ClearSight-baksýnismyndinni geta þeir notað baksýnisspegilinn þegar það hentar.


Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og verið misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.


Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.


Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt á milli markaðssvæða – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Ákveðnir eiginleikar eru með áskrift sem mun þurfa að framlengja eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.


Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.

Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. gætu átt við.

Android Auto er skráð vörumerki Google LLC.

Nanoe™ er skrásett vörumerki Panasonic Corporation.​