HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

UPPFÆRÐU BÍLINN ÞINN – ÞRÁÐLAUST

Þú getur uppfært þinn Jaguar í gegnum upplýsinga- og afþreyingarkerfið. Með því að uppfæra bílinn færðu alla nýjustu eiginleikana og tryggir þínum Jaguar besta stöðugleika sem völ er á. Þráðlausar uppfærslur eru í boði fyrir alla nýjustu bílana okkar. Eldri Jaguar-bílar kunna

SVONA VIRKJARÐU ÞRÁÐLAUSAR HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR

SKREF 1 – TENGING

SKREF 1 – TENGING

Ýttu á táknið „Settings“ (stillingar) á snertiskjánum og sláðu inn „All Settings“ (allar stillingar). Haltu áfram á valmyndina „Connectivity“ (tengimöguleikar) og kveiktu á farsímagögnunum EÐA kveiktu á Wi-Fi-tengingunni í bílnum.
SKREF 2 – GANGSETNING

SKREF 2 – GANGSETNING

Farðu aftur í „All Settings“ (allar stillingar) og veldu „Software update“ (hugbúnaðaruppfærsla). Í þessari valmynd býðst þér að kveikja á hugbúnaðaruppfærslum. Ef slökkt er á þeim skaltu einfaldlega ýta á hnappinn til að kveikja á hugbúnaðaruppfærslum.
SKREF 3 – SAMÞYKKI

SKREF 3 – SAMÞYKKI

Skjáglugginn „Terms & Conditions“ (skilmálar) mun birtast. Ýttu á „Agree“ (samþykkja) til að kveikja á hugbúnaðaruppfærslum.

SVONA SETURÐU UPP ÞRÁÐLAUSU HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUNA

SKREF 1 – UPPFÆRSLA SETT Í GANG

SKREF 1 – UPPFÆRSLA SETT Í GANG

Þú getur athugað með hugbúnaðaruppfærslur á InControl Touch Pro með því að fara í „Settings > All Settings > Software update“ (Stillingar > Allar stillingar > Hugbúnaðaruppfærsla) og ýta á „Check for update“ (leita að uppfærslu í boði). Ef uppfærsla er í boði mun skjágluggi með þremur valkostum birtast á snertiskjánum: „Install now“, „Remind me later“ eða „Skip update“ (uppfæra núna, minna mig á síðar, sleppa uppfærslu).
SKREF 2 – UPPSETNING

SKREF 2 – UPPSETNING

Eftir að ýtt er á „Install now“ (uppfæra núna) og skilmálarnir hafa verið samþykktir mun uppfærslan hefjast. Þú getur notað bílinn eins og vanalega á meðan uppfærslan á InControl Touch Pro stendur yfir.
SKREF 3 – UPPSETNINGU LOKIÐ

SKREF 3 – UPPSETNINGU LOKIÐ

Þegar uppfærslunni er lokið birtist tilkynning þess efnis á snertiskjánum. Nú hefur bíllinn þinn verið uppfærður með nýjustu hugbúnaðarútgáfunni.

ÚTGÁFUUPPLÝSINGAR UM HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLU

Nánar upplýsingar um innihaldið í öllum hugbúnaðarútgáfum er að finna með eftirfarandi tenglum.

HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR – ALGENGAR SPURNINGAR

OPEN ALL
ALMENN SAMANTEKT
SVONA TENGIRÐU BÍLINN
SVONA VIRKJARÐU HUGBÚNAÐARUPPFÆRSLUR
LAUSN Á VANDAMÁLUM

EKKI GLEYMA AÐ UPPFÆRA

Með nýjustu uppfærslunni okkar geturðu uppfært hugbúnaðinn í Jaguar-bílnum hvar og hvenær sem er. Kannaðu strax hvort þinn bíll er gjaldgengur.
FREKARI UPPLÝSINGAR