HLEÐSLA RAFBÍLA Á HLEÐSLUSTÖÐ

HLEÐSLA RAFBÍLA Á HLEÐSLUSTÖÐ

Leiðbeiningar um hleðslu utan heimilisins.

Einfaldasta leiðin til að fullhlaða rafbíl og tengiltvinnbíl dagsdaglega er að stinga bílnum í samband heima við. Hleðslustöðvum fyrir almenning fer aftur á móti sífellt fjölgandi og má finna víða, allt frá afskekktum bændamörkuðum til þjóðvegasjoppa. Það hefur því aldrei verið auðveldara að hlaða á ferðinni.

HLEÐSLA MEÐ RIÐ- OG JAFNSTRAUMI

Rafbílar og tengiltvinnbílar geta notað tvær tegundir af almennum hleðslustöðvum.
Riðstraumshleðslustengi má finna á tilteknum hleðslustöðvum eins og á bílastæðum verslana, við líkamsræktarstöðvar og í bílastæðahúsum.
Hraðtengi með jafnstraumsorku má finna við þjóðvegi og opinbera vegi.

RIÐSTRAUMSHLEÐSLUHRAÐI Á ÞÍNUM ÁFANGASTAÐ*

RIÐSTRAUMSHLEÐSLUHRAÐI Á ÞÍNUM ÁFANGASTAÐ*

  • Allt að 35 km drægi eftir 60 mínútna hleðslu fyrir rafknúinn Jaguar I-PACE
  • 0–80% hleðsla tekur um 1 klst. og 24 mín. fyrir Jaguar E-PACE tengiltvinnbíl
  • 0–80% hleðsla tekur um 1 klst. og 40 mín. fyrir Jaguar F-PACE tengiltvinnbíl
  • Í Jaguar-rafbílum og tengiltvinnbílum er riðstraumshleðslusnúra fyrir almenna hleðslustöð / heimahleðslustöð staðalbúnaður
JAFNSTRAUMSHLEÐSLUHRAÐI Á ÞJÓÐVEGUM OG OPINBERUM VEGUM*

JAFNSTRAUMSHLEÐSLUHRAÐI Á ÞJÓÐVEGUM OG OPINBERUM VEGUM*

  • Í rafknúnum Jaguar I-PACE getur 50 kW hraðhleðslutengi með jafnstraumi skilað allt að 62 km af drægi eftir um 15 mínútna hleðslu. 100 kW hraðhleðslutengi með jafnstraumi skilar allt að 127 km af drægi eftir um 15 mínútna hleðslu
  • Jaguar-tengiltvinnbílar geta náð 0–80% hleðslu á um 30 mínútum

INNSKRÁNING í ALMENN HLEÐSLUSTÖÐVANET

Þrátt fyrir að sumar hleðslustöðvar séu gjaldfrjálsar er aðgangur að flestum þeirra háður þægilegum greiðslumátum, þar á meðal farsímaforritum, aðildarreikningum eða snertilausum greiðslukortum. Kostnaður við hleðslu á almennri stöð samanstendur yfirleitt af upphafsgjaldi, hleðslutíma (kostnaði á klst.) og/eða orku sem notuð er (kostnaði á kWh).


Við mælum með því að þú kynnir þér fleiri en einn þjónustuaðila til að tryggja sem best aðgengi og greiðslumáta fyrir þær leiðir sem þú kýst að fara, sérstaklega þegar þú ferðast eða heimsækir annað land.

RAFBÍLAR OG HYBRID-BÍLAR FRÁ JAGUAR

Kynntu þér rafmögnuð afköst Jaguar með úrvali okkar af rafbílum og hybrid-bílum.

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

SVONA Á AÐ HLAÐA

SVONA Á AÐ HLAÐA

Kynntu þér einföldu skrefin til að hlaða rafbíla eða tengiltvinnbíla, hvort sem er heima við eða á ferðinni.
HLEÐSLA HEIMA VIÐ

HLEÐSLA HEIMA VIÐ

Þægilegasta leiðin til að hefja daginn með fulla hleðslu er að hlaða rafbílinn þinn eða tengiltvinnbílinn heima við.
LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

LÁGUR LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

Rafbíll getur sparað þér pening hvern einasta dag, hvort sem litið er til skatta- og kaupívilnana eða lægri rekstrarkostnaðar.

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á stöðugar endurbætur á tæknilýsingu, hönnun og framleiðslu bílanna sinna, varahluta og aukahluta, sem leiðir til þess að reglulegar breytingar eiga sér stað. Við áskiljum okkur rétt til að framkvæma slíkar breytingar án frekari fyrirvara.


*Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, þ.m.t. hleðslustöðu og -tíma rafhlöðunnar, hitastigi rafhlöðunnar og raunverulegri notkun.


1 Búnaður og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum.


Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.