NÁNAR UM HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI

NÁNAR UM HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI

Afkastageta Jaguar með aukinni sparneytni.

Jaguar hybrid-bílar með samhliða kerfi eru búnir tækni til að endurheimta orku sem glatast annars þegar hægt er á bílnum og nýta hana til að styðja við bensín- eða dísilvél.

HVERNIG VIRKA HYBRID-BÍLAR MEÐ SAMHLIÐA KERFI?

HVERNIG VIRKA HYBRID-BÍLAR MEÐ SAMHLIÐA KERFI?

Hybrid-bílar með samhliða kerfi sameina sparneytnar Ingenium-bensínvélar eða dísilvélar Jaguar og öfluga rafhlöðu undir gólfi svo hægt sé að drepa á vélinni þegar bíllinn rennur, við hemlun eða þegar bíllinn er kyrrstæður. Orka sem venjulega myndi glatast þegar hægt er á bílnum er endurheimt og geymd.
HVERJIR ERU KOSTIR HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI?

HVERJIR ERU KOSTIR HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI?

Hybrid-bílar með samhliða kerfi eru með fágaða rafknúna aflrás sem hentar mjög vel fyrir mikla umferð þar sem sífellt er verið að stöðva og taka af stað, auk þess að skila lægri útblæstri koltvísýrings og skila aukinni sparneytni. Hvað varðar afkastagetu veitir aukið afl til vélarinnar tafarlausa og línulega hröðun þegar tekið er af stað.

JAGUAR HYBRID-BÍLAR MEÐ SAMHLIÐA KERFI

JAGUAR F-PACE

JAGUAR F-PACE

Þar sem samhliða hybrid-kerfi og lúxusakstur sameinast. Jaguar F-PACE er spennandi blanda af þægindum í daglegu amstri, kraftmiklum akstri og áberandi hönnun.
JAGUAR E-PACE

JAGUAR E-PACE

Afgerandi hönnun og sparneytið samhliða hybrid-kerfi gera fyrsta smájeppann okkar að fullkominni blöndu sportbíls og heimilisbíls.
JAGUAR XE

JAGUAR XE

Samhliða hybrid-kerfi gerir háþróaðasta fjölskyldusportbílinn okkar enn fágaðri og afkastameiri.
JAGUAR XF

JAGUAR XF

Lúxusfólksbíll fyrir athafnafólk sem skartar einstakri hönnun og liprum akstri. Nú er hann með samhliða hybrid-kerfi til að auka sparneytnina enn meira í hverri ferð.

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

NÁNAR UM RAFBÍLA

NÁNAR UM RAFBÍLA

Rafmagnstækni Jaguar býður upp á sportbílaafköst með engum útblæstri.
NÁNAR UM TENGILTVINNBÍLA

NÁNAR UM TENGILTVINNBÍLA

Njóttu sveigjanleikans sem fylgir því að hafa raforku fyrir daglegan akstur og bensínvél fyrir lengri ferðir.

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á stöðugar endurbætur á tæknilýsingu, hönnun og framleiðslu bílanna sinna, varahluta og aukahluta, sem leiðir til þess að reglulegar breytingar eiga sér stað. Við áskiljum okkur rétt til að framkvæma slíkar breytingar án frekari fyrirvara.


*Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun: Á ekki við. Niðurstöður I-PACE í kWh/100 km: Blandaður akstur: 22,0–25,2. Losun koltvísýrings:2 0 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 470 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.


Skoðaðu niðurstöður I-PACE úr WLTP-prófun


Losun koltvísýrings,2eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukahlutum.