RAFMAGN FYRIR BÍLAFLOTA OG FYRIRTÆKI

RAFMAGN FYRIR BÍLAFLOTA OG FYRIRTÆKI

Gefðu fyrirtækinu aukin kraft með töluverðum sparnaði og sjálfbærnivottun.

Með því að tengja bílaflotann við raforku Jaguar fær reksturinn aukinn drifkraft. Enginn útblástur, lægri rekstrarkostnaður og miklar fjárhagslegar ívilnanir eru bara nokkrar af ástæðunum fyrir því að þú ættir að taka fagnandi á móti rafmagnsbyltingunni.

LÆKKAÐIR SKATTAR Á FYRIRTÆKISBÍLA

Það er yfirleitt lægri skattur á rafbílum en bensín- eða dísilbílum. Fyrirtækið þitt gæti einnig nýtt sér afskriftarheimild sem dregur verðgildi bílsins frá árlegum tekjum.
LÆKKAÐIR SKATTAR Á FYRIRTÆKISBÍLA
ENGINN ÚTBLÁSTUR

ENGINN ÚTBLÁSTUR

Rafbílar og tengiltvinnbílar frá Jaguar geta náð hámarksafli án útblásturs þegar þeim er ekið í rafmagnsstillingu (EV). Þetta getur dregið úr heildaráhrifum fyrirtækisins á umhverfið og gefið ímynd sem endurspeglar vilja ykkar til að hafa starfsemina sjálfbæra.
LÆGRI BIFREIÐAGJÖLD OG SKRÁNINGARGJÖLD

LÆGRI BIFREIÐAGJÖLD OG SKRÁNINGARGJÖLD

Bifreiðagjöld eru almennt lægri fyrir rafbíla og jafnvel engin. Í löndum þar sem númeraplötur eru keyptar með bílnum, eða dregnar út í happdrætti, geta rafbílar notið ávinnings af lækkuðum kostnaði og jafnvel komist alveg hjá því að taka þátt í skráningarhappdrætti fyrir bíla.
LÆGRI VIÐHALDSKOSTNAÐUR

LÆGRI VIÐHALDSKOSTNAÐUR

Aflrásir sem eru eingöngu knúnar með rafmagni eru með færri íhluti en bensín- eða dísilvélar, og eiginleikar fyrir endurheimt hemlaorku fara betur með hemla og hjólbarða, sem þýðir að viðhaldskostnaður er lægri.
NIÐURGREIÐSLA Á HLEÐSLUBÚNAÐI

NIÐURGREIÐSLA Á HLEÐSLUBÚNAÐI

Í mörgum löndum bjóða stjórnvöld upp á hleðsluáætlanir sem draga úr kostnaði við kaup og uppsetningu hleðslustöðva á vinnustöðum og í almennum rýmum.
ÞÆGINDI OG AÐGENGI

ÞÆGINDI OG AÐGENGI

Á sumum þéttbýlissvæðum mega rafbílar nota forgangsakreinar án þess að vera með farþega, auk akreina fyrir strætisvagna. Þeir þurfa oft ekki að greiða álagstímagjald og eru undanskildir tilteknum reglum um bílastæði og svæði með útblásturstakmörkunum.
ELDSNEYTISSPARNAÐUR

ELDSNEYTISSPARNAÐUR

Raforkukostnaður á hvern kílómetra er yfirleitt lægri en bensín eða dísilolía þannig að daglegur rekstur rafbíla og tengiltvinnbíla er hagkvæmari. Ökumenn geta sparað enn meira með því að nota heimahleðslustöð og nota lægra raforkugjald utan álagstíma, yfir nóttina.

SKIPTU YFIR Í RAFBÍL

Talaðu við sérfræðingateymi okkar til að taka næstu skref í áttina að því að rafvæða reksturinn með Jaguar-rafbíl.

RAFBÍLAR OG HYBRID-BÍLAR FRÁ JAGUAR

Kynntu þér rafmögnuð afköst Jaguar með úrvali okkar af rafbílum og hybrid-bílum.
RAFBÍLAR OG HYBRID-BÍLAR FRÁ JAGUAR

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á stöðugar endurbætur á tæknilýsingu, hönnun og framleiðslu bílanna sinna, varahluta og aukahluta, sem leiðir til þess að reglulegar breytingar eiga sér stað. Við áskiljum okkur rétt til að framkvæma slíkar breytingar án frekari fyrirvara.