NÁNAR UM RAFBÍLA

NÁNAR UM RAFBÍLA

Rafmögnuð frammistaða. Enginn útblástur.

Fágaði rafbíllinn JAGUAR I-PACE er spennandi blanda af nánast hljóðlausum sportbílaafköstum og engum útblæstri.

HVERNIG VIRKA RAFBÍLAR?

HVERNIG VIRKA RAFBÍLAR?

Afköst Jaguar-rafbíla koma frá tveimur rafmótorum með rafhlöðu. Hægt er að hlaða þá með ytri orkugjafa og endurheimt hemlaorku þannig að þeir þurfa hvorki bensín né dísilolíu og losa auk þess engan útblástur.
AF HVERJU ERU ÞEIR SVONA ÞÆGILEGIR?

AF HVERJU ERU ÞEIR SVONA ÞÆGILEGIR?

JAGUAR I-PACE er með 90 kWh rafhlöðu og nær allt að 470 km drægi*†† á einni hleðslu. Þægilegt er að hlaða hann yfir nótt með heimahleðslustöð eða heimilisinnstungu, auk þess sem almennum hleðslustöðvum fjölgar sífellt.
HVERNIG ER AÐ AKA ÞEIM?

HVERNIG ER AÐ AKA ÞEIM?

Aflrás sem er eingöngu rafknúin er ekki eingöngu mjög hljóðlát heldur getur hún veitt lipra og tafarlausa hröðun með hnökralausum gírskiptingum. Til að bjóða upp lipurð sem sæmir sportbíl staðsetjum við rafhlöðuna á milli öxlanna, sem skilar lágri þyngdarmiðju og nánast fullkominni þyngdardreifingu. JAGUAR I-PACE rafbíllinn kemur þér úr 0 upp í 100 km/klst. á 4,8 sekúndum.

HVERNIG HLEÐ ÉG RAFBÍL?

Rafbíla má hlaða með heimahleðslustöð, heimilisinnstungu og á mörgum almennum hleðslustöðum sem finna má til dæmis við líkamsræktarstöðvar, verslunarmiðstöðvar og bensínstöðvar.

HLEÐSLUHRAÐI HEIMA1

HLEÐSLUHRAÐI HEIMA1

• Hleðsla yfir nótt með 7 kW heimahleðslustöð með riðstraumi tekur um 13 klst. Einnig er hægt að ná allt að 35 km drægi eftir 60 mín. hleðslu
• Hleðsla með heimilisinnstungu tekur um 48 klst. Einnig er hægt að ná allt að 8 km drægi eftir 60 mín. hleðslu
HLEÐSLUHRAÐI UTAN HEIMILIS1

HLEÐSLUHRAÐI UTAN HEIMILIS1

• Hleðsla með 7 kW riðstraumshleðslustöð í 60 mín. skilar allt að 35 km drægi
• Hleðsla með 50 kW hraðhleðslustöð með jafnstraumi í 15 mín. skilar allt að 62 km drægi
• Hleðsla með 100 kW hraðhleðslustöð með jafnstraumi í 15 mín. skilar allt að 127 km drægi
HVAÐ HEFUR ÁHRIF Á VEGALENGDINA SEM ÉG GET KEYRT?

HVAÐ HEFUR ÁHRIF Á VEGALENGDINA SEM ÉG GET KEYRT?

Í rafbíl er rafhlaðan eini orkugjafi bílsins. Þar af leiðandi mun aksturslag þitt, búnaður sem þú notar í farþegarýminu og jafnvel akstursskilyrði hafa áhrif á heildardrægi.
MUN RAFBÍLL SPARA MÉR PENING?

MUN RAFBÍLL SPARA MÉR PENING?

Lægri rekstrarkostnaður, ódýrara rafmagnsverð samanborið við bensín og dísilolíu og töluverðar skattaívilnanir eru bara nokkur dæmi um atriði þar sem skipti yfir í rafbíl geta sparað þér pening á hverju ári.
HVERSU LENGI ER RAFHLAÐAN Í ÁBYRGÐ?

HVERSU LENGI ER RAFHLAÐAN Í ÁBYRGÐ?

Jaguar I-PACE fylgir allsherjarábyrgð á rafhlöðu í allt að 8 ár eða eftir 160.000 km – hvort sem kemur á undan.

JAGUAR I-PACE

JAGUAR I-PACE er fyrsti rafsportjeppinn okkar. Hann sameinar framúrskarandi hönnun og sportbílaafköst sem koma þér úr 0 upp í 100 km/klst. á 4,8 sekúndum. Þetta gerir hann nánast hljóðlaust og án útblásturs.
JAGUAR I-PACE

HALDA ÁFRAM AÐ SKOÐA RAFBÍLA

NÁNAR UM TENGILTVINNBÍLA

NÁNAR UM TENGILTVINNBÍLA

Njóttu sveigjanleikans sem fylgir því að hafa raforku fyrir daglegan akstur og bensínvél fyrir lengri ferðir.
NÁNAR UM HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI

NÁNAR UM HYBRID-BÍLA MEÐ SAMHLIÐA KERFI

Samhliða kerfi endurheimtir orku sem glatast annars þegar hægt er á bílnum og nýtir hana til að styðja við bensín- eða dísilvél.

Jaguar Land Rover Limited leggur áherslu á stöðugar endurbætur á tæknilýsingu, hönnun og framleiðslu bílanna sinna, varahluta og aukahluta, sem leiðir til þess að reglulegar breytingar eiga sér stað. Við áskiljum okkur rétt til að framkvæma slíkar breytingar án frekari fyrirvara.


*Opinber tölfræði um eldsneytisnotkun: Á ekki við. Niðurstöður I-PACE í kWh/100 km: Blandaður akstur: 22,0–25,2. Losun koltvísýrings:2 0 g/km. Drægi á rafmagni: Allt að 470 km. Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Orkunotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Niðurstöður um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.


Skoðaðu niðurstöður I-PACE úr WLTP-prófun


1Hleðslutími ræðst af fjölda þátta, þ.m.t. hleðslustöðu og -tíma rafhlöðunnar, hitastigi rafhlöðunnar og raunverulegri notkun.


Losun koltvísýrings,2 eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði og uppsettum aukahlutum.