Verklagsreglur vegna COVID-19

Verklagsreglur vegna COVID-19

Jaguar hefur tekið upp nýjar verklagsreglur í samræmi við almennar ráðleggingar Almannavarna, reglur sem snerta bæði starfsfólk á vinnustöðvum og viðskiptavini fyrirtækisins, sem heimsækja sýningarsali, koma til að reynsluaka nýjum eða notuðum bíl eða koma með bíl í þjónustuskoðun.

OPNUNARTÍMAR

ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI

Á þjónustuverkstæðum Jaguar Land Rover við Hestháls 6-8 hafa regluleg sótthreinsiþrif verið tekin upp á öllum helstu snertiflötum húsnæðis auk þess sem svæðaskiptingar og fjölda- og fjarlægðartakmarkanir Almannavarna eru virtar í hvívetna.

Á þjónustuverkstæðum eru allir bílar viðskiptavina nú sveipaðir plasthlíf á stýri, gírstöng, sætum og á gólfi meðan á þjónustunni stendur. Bifvélavirkjar nota einnota hanska við störf og eru allir helstu snertifletir á stjórnborði bílanna síðan sótthreinsaðir að þjónustu lokinni. Bíllyklar viðskiptavina eru sótthreinsaðir fyrir og eftir þjónustuskoðun og afhentir viðskiptavini á ný í lokuðum plastpoka.
SÝNINGARSALIR OG REYNSLUAKSTUR

SÝNINGARSALIR OG REYNSLUAKSTUR

Í sýningarsal Jaguar Land Rover við Hestháls 6-8 hafa regluleg sótthreinsiþrif verið tekin upp á öllum helstu snertiflötum húsnæðis og sýningarbíla auk þess sem fjölda- og fjarlægðartakmarkanir Almannavarna eru virtar í hvívetna.

Reynsluakstursbílar eru sótthreinsaðir á öllum helstu snertiflötum fyrir og eftir reynsluakstur. Bíllyklar reynsluakstursbíla eru sótthreinsaðir og afhentir viðskiptavinum í lokuðum plastpoka auk þess sem viðskiptavinum er boðið upp á einnota hanska.
Finndu draumabílinn

Finndu draumabílinn

Þú getur sett saman þinn Jaguar á heimsíðu okkar sem hentar þínum lífsstíl, aksturslagi og smekk,
APPROVED

APPROVED

Skoðaður, tryggður og tilbúinn til aksturs. Jaguar Approved Programme er hannað til að tryggja að þú fáir sömu gæði, þjónustu og ánægju og þegar þú kaupir nýjan bíl. Hugarró er staðalbúnaður þegar þú velur einn af notuðu Approved-bílunum okkar. Þú getur skoðað gagnagrunn okkar af fullu öryggi þar sem hver bíll hefur verið vandlega yfirfarinn af sérfræðingum og tæknimönnum okkar auk þess sem við bjóðum upp á yfirgripsmikla bílaábyrgð á öllum bílum.