VETRARAKSTUR Á JAGUAR
VETRARAKSTUR

Hver einasta bílferð í Jaguar-bílnum þínum ætti að vera jafnspennandi og sú fyrsta, óháð árstíma. Til að Jaguar-bíllinn haldi fullum afköstum allan veturinn mælum við með því að þú fylgir þessum tilmælum frá sérfræðingum okkar til að vernda bæði þig og bílinn.

JAGUAR-VOTTAÐIR VETRARHJÓLBARÐAR

Til að tryggja gott veggrip við ólík vegaskilyrði að vetrarlagi getur söluaðili Jaguar mælt með og útvegað vetrardekk* sem geta uppfyllt þær kröfur sem Jaguar gerir. Dekkin eru framleidd úr efnum sem henta til notkunar við lægra hitastig en 7 °C. Þetta dregur úr sliti og hámarkar veggrip, auk þess sem í dekkjunum eru 1500 vatnsraufar (grópir) sem ýta frá sér snjó, vatni, ís og krapa. Hægt er að draga úr stöðvunarvegalengdum um allt að 59% í samanburði við hefðbundna hjólbarða.

*Eiginleikar og þjónusta sem hér er lýst kann að vera valfrjáls og háð framboði á þínu markaðssvæði.

Finna söluaðila
HJÓLBARÐAGEYMSLA JAGUAR

Söluaðilar Jaguar geta séð um að geyma sumardekkin í hjólbarðageymslu á staðnum til að tryggja gott ástand þeirra yfir vetrarmánuðina, auk þess að setja vetrardekkin undir.

*Eiginleikar og þjónusta sem hér er lýst kunna að vera valfrjáls og háð framboði á þínu markaðssvæði.

FINNA SÖLUAÐILA
SPYRNUAÐSTOÐ FYRIR JAGUAR-HJÓLBARÐA

Til að tryggja öryggi þitt þegar vegaskilyrði eru sérlega slæm mælum við með því að þú kaupir annaðhvort sérstaka snjósokka úr taui* (settir á öll dekkin til að bæta veggrip) eða sérstakar snjókeðjur * , sem aðeins eru settar á afturdekkin.

* Eiginleikar og þjónusta sem hér er lýst kunna að vera valfrjáls og háð framboði á þínu markaðssvæði.

LEITA AÐ AUKAHLUTUM
VETRARÁSTANDSSKOÐUN JAGUAR

Öryggi, hugarró og framúrskarandi afkastageta bílsins - þetta er ávinningurinn af ástandsskoðun Jaguar. Hvert sem leið þín liggur í vetur skaltu fyrst koma við hjá þjónustudeildinni okkar. Komdu við hjá vottaðri Jaguar-þjónustumiðstöð og láttu fara yfir lykilatriðin, allt frá þurrkublöðum til hemla. Leitaðu upplýsinga hjá söluaðila.

FINNA SÖLUAÐILA
INCONTROL PROTECT

InControl Protect inniheldur m.a. hugvitssamlegt Remote-snjallsímaforrit, sérsniðinn Jaguar-aðstoðareiginleika og neyðarsímtalseiginleika. Með snjallsímaforriti geturðu séð eldsneytisstöðuna og fundið bílinn þinn á stóru og fjölsetnu bílastæði og meira að segja athugað hvort þú hafir skilið glugga eftir opinn. Ef til bilunar kemur sendir sérsniðinn Jaguar-aðstoðareiginleikinn staðsetningu og bilanagreiningargögn á fyrirtækið sem kemur til aðstoðar. Í alvarlegri tilvikum tilkynnir neyðarsímtalaeiginleikinn neyðarþjónustu hvar þú ert.

FREKARI UPPLÝSINGAR
VETRARAUKAHLUTIR

Njóttu vetrarins með sérstökum vetraraukahlutum, allt frá skíðagrindum og snjóbrettafestingum til hólka og gúmmímotta fyrir farangursgeymsluna. Veldu lífsstílspakka fyrir stíl, hreyfingu, ferðalög eða útivist og sérsníddu Jaguar að þínum þörfum. Aðeins sérþjálfaðir Jaguar-tæknimenn sjá um að koma aukahlutunum fyrir og þeim fylgir tveggja ára ábyrgð með ótakmörkuðum akstri.

LEITA AÐ AUKAHLUTUM
REYNDU FYRIR ÞÉR Í ÍSAKSTRI

Á árlegum ísakstursviðburði Jaguar geturðu þróað með þér aukna akstursfærni við vetrarskilyrði. Á hverju ári kemur hópur af Jaguar-áhugamönnum með okkur í sérstakan ísakstursviðburð. Ef þú ekur á F‑TYPE með aldrifi er frábært að njóta lipurðar og stýringar bílsins á ísilögðum fleti. F‑TYPE fer létt með spyrnuskiptingar og viðbragðið er fumlaust til að þú getir notið umhverfisins á sama tíma.

Kynntu þér nánar
BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
AUKAHLUTIR
Við erum með allt sem þú þarft til að sérsníða bílinn þinn og að sjálfsögðu samþykkta varahluti frá Jaguar