Jaguar Land Rover Limited (JLR) stígur skref fram á við til að hefja eðlilega starfsemi og endurræsingu á framleiðsluferlum sinna heimsþekktu ökutækja að nýju, með stýrðum aðgerðum.
Í dag hefur JLR upplýst starfsfólk, söluaðila og birgja um að ákveðnir ferlar framleiðslunnar hefjist á ný á næstu dögum.
Síðan fyrirtækið varð vart við netárásina hefur JLR, í samstarfi við sérfræðinga í netöryggismálum, unnið dag og nótt að því að koma alþjóðlegum kerfum aftur í gang á öruggan og stýrðan hátt.
JLR þakkar öllum fyrir þolinmæði, skilning og stuðning. Fyrirtækið mun áfram veita reglulegar uppfærslur um stöðu mála. Söluaðilar eru opnir og grunnvinna endurkomunar er þegar hafin.
Uppfært: 29. september 2025