EINSTÖK ALDRIFSTÆKNI JAGUAR
HÁÞRÓAÐ ALDRIFSKERFI JAGUAR

Þegar ákveðið var að bjóða upp á aldrif í Jaguar-bílum skoðuðu verkfræðingar fyrirtækisins hvert einasta kerfi á markaðnum. Ekkert þeirra gat skilað þeirri einstöku upplifun sem kaupendur búast við af Jaguar. Lausnin var sú að þróa sérstakt Jaguar-aldrif með IDD-kerfi.

KERFI SEM FYRIRBYGGIR Í STAÐ ÞESS AÐ BREGÐAST VIÐ

IDD-kerfið getur spáð fyrir um tapað grip í stað þess að bregðast við því, ólíkt öðrum aldrifskerfum. Um leið og það gerist færir kerfið tog með fyrirbyggjandi hætti út í hjólin til að bæta gripið og geta haldið akstrinum áfram. IDD-kerfið er eina aldrifskerfið sem er fært um slíkt og þetta eykur stöðugleika, sjálfsöryggi og veggrip við allar aðstæður.

HIÐ EINSTAKA IDD-KERFI

Einstaklega vandað og sjálfvirkt aldrifskerfi Jaguar er í boði í hinum glæsilega F‑TYPE, í verðlaunafólksbílunum XF og XE og í afkastamikla Jaguar-jeppanum F‑PACE. Kerfið var hannað sérstaklega til að auka enn frekar á upplifunina þegar afkastamiklum bíl er ekið í öllum veðrum og við hvers kyns vegaskilyrði. Það sem skilur aldrifið með IDD-kerfi frá öllum öðrum kerfum eru tveir megineiginleikar sem notaðir eru saman.

LEIÐANDI ALDRIF

Jaguar-aldrif með IDD-kerfi endurstillir sig stöðugt til að tryggja ökumanninum gott jafnvægi á milli veggrips og afkasta, enda er það hannað með það að leiðarljósi að vera besta aldrifskerfið fyrir afkastamikla bíla. Með léttum tæknilausnum sem krefjast lítils viðhalds færðu skilvirkni afturhjóladrifsins við venjulegar aðstæður og stöðugleika aldrifsins þegar þörf er á. Geta kerfisins til að spá fyrir um tapað veggrip og vinna gegn því setur fulla afkastagetu í forgang. Enda hafa Jaguar-bílar ávallt gert það.

TOG EFTIR ÞÖRFUM

Lykillinn að goðsagnakenndum aksturseiginleikum Jaguar er kröftugt og lifandi afturhjóladrifið. Jaguar-aldrif með IDD-kerfi nær að halda í þetta einkenni með auknu vægi afturhjóladrifsins. Við venjuleg akstursskilyrði eru 90% aflsins send til afturhjólanna og allt upp í 100% í fullri hröðun á þurru undirlagi. Þegar kerfið finnur að meira tog þurfi í framhjólin flytur það nákvæmlega það afl sem þarf til að halda spyrnu, þó með tilliti til þess sem þarf til að halda uppi afköstunum. Þegar skilyrði verða aftur venjuleg er togið fært aftur í afturhjólin.

ALLT Á AUGABRAGÐI

Jaguar-aldrif með IDD-kerfi er ávallt virkt og greinir sífellt hvers kyns krafta sem hafa áhrif á bílinn. Það fylgist stöðugt með hraða og spyrnu hvers hjóls, fjöðrun, stýringu, hemlum og snúningi bílsins og safnar saman gögnum 500 sinnum á sekúndu. Í IDD-kerfinu er að finna háþróuð reiknirit sem nota allar þessar upplýsingar til að reikna út hvort bíllinn er að fara að missa veggrip og hvaða hjól verða fyrir því, ef svo er. Áður en veggripið tapast er afl síðan flutt yfir í þau hjól þar sem veggripið er gott.

RAFKNÚIN OG VÖKVASTÝRÐ TÆKNI

Til að flytja átak frá einum öxli til annars notast kerfið við raf- og vökvastýrða fjöldiska blautkúplingu sem stjórnað er af raf- og vökvastýrðum snúningshreyfiliða. Í sameiningu ná þessar tæknilausnir að flytja nákvæmlega það magn af átaki sem þarf á aðeins 100 millisekúndum. Flutningur á afli úr 100% að aftan í 100% að framan tekur aðeins 165 millisekúndur og hann er fullkomlega hnökralaus. Það eina sem ökumaðurinn tekur eftir eru framúrskarandi aksturseiginleikar við aðstæður sem væru krefjandi fyrir alla aðra bíla. Að auki veldur vökvakerfið minna vélarsliti og krefst því minna viðhalds en önnur kerfi.

ADSR-GRIPKERFI

Jaguar hefur þróað viðbótartækni við IDD-kerfið. AdSR-gripkerfinu er ætlað að greina ólíkar yfirborðsaðstæður með takmarkaðri spyrnu, t.d. aur, ís, möl og snjó, og kerfið skilar hentugu togi fyrir hverjar aðstæður.

XF og XE, Jaguar-fólksbílarnir með aldrifi, skipta sjálfkrafa á milli tveggja kerfisstillinga fyrir mismunandi yfirborðsaðstæður, en F‑PACE, aldrifsjeppinn frá Jaguar, er búinn þriðju stillingunni sem eykur tog í djúpum snjó eða djúpri möl. AdSR-gripkerfið finnur fyrir þig bestu leiðina til að halda akstrinum áfram, hvernig sem undirlagið er.

VEL SAMÞÆTT KERFI

Jaguar-aldrif með IDD-kerfi starfar ekki eitt og sér. Það er samþætt að fullu við öll önnur kerfi fyrir stöðugleika og veggrip, t.d. ABS-kerfi, ESC-stöðugleikastýringu og togstýringu með hemlun. Kerfið sækir sér nauðsynlegan stuðning þegar þörf er á til að halda viðbragði bílsins í samræmi við ætlun ökumannsins.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
AUKAHLUTIR
Við erum með allt sem þú þarft til að sérsníða bílinn þinn og að sjálfsögðu samþykkta varahluti frá Jaguar