ÖRYGGI OG ÞÆGINDI

ÖRYGGI OG ÞÆGINDI

Sannkallaður bíll ökumannsins.
SKOÐA ÖRYGGISATRIÐI

ÖRUGGUR STAÐUR

Veltigrindur eru mikilvægur öryggisbúnaður í blæjubílum, að ógleymdu því sem þær gera fyrir útlitið. Satínkrómuð eða gljásvört áferð.

PASSLEGT FYRIR TVO

ÖRYGGI

ÖRYGGI

F‑TYPE er búinn alhliða loftpúðakerfi fyrir þig og farþega þinn. Skynjarar greina hæð og þyngd þína áður en loftpúðar að framan eru blásnir út. Forstrekkjarar öryggisbelta í F‑TYPE strekkja öryggisbeltin sjálfkrafa þegar bíllinn hægir snögglega á sér.
HELSTU NAUÐSYNJAR

HELSTU NAUÐSYNJAR

Hellingur af plássi fyrir helgarferðina. F‑TYPE er með nægilegt rými í skottinu til að geyma handfarangur fyrir tvo. Í tveggja dyra bílnum opnast rafknúna skottlokið (aukabúnaður) og lyftist sjálfkrafa þegar ýtt er á þægilega staðsettan hnapp.

BURT MEÐ MYRKRIÐ

Með nýju aðalljósunum með margskiptum LED-perum, sem eru aukabúnaður í F‑TYPE, má nýta tæknieiginleika til að skipta háljósunum til að koma í veg fyrir að aðrir ökumenn blindist. Þau laga einnig breidd sína og dýpt að ökuhraðanum, og þegar þú beygir laga þau sig einnig að sveigju vegarins til að tryggja betra skyggni við allar aðstæður.

ÁTAKALAUST ALLA LEIÐ

F-TYPE er sannkallaður bíll ökumannsins. Ítarleg öryggiskerfi og akstursaðstoðarkerfi auðvelda þér að einbeita þér að því að hafa ánægju af akstrinum.

BLINDSVÆÐISHJÁLPARPAKKI

BLINDSVÆÐISHJÁLPARPAKKI

Ef annar bíll er á blindsvæðinu þegar þú byrjar að skipta um akrein greinir blindsvæðishjálp bílinn og snýr stýrinu í rétta átt til að beina þér frá aðvífandi bíl. Þegar þú bakkar notar umferðarskynjari að aftan sama kerfið til að vara þig við bílum á ferð á snertiskjánum.
AKREINASTÝRING

AKREINASTÝRING

Greinir þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og snýr stýrinu í rétta átt til að beina þér og bílnum mjúklega til baka.
BAKKMYNDAVÉL

BAKKMYNDAVÉL

Bakkmyndavélin veitir þér betri yfirsýn þegar þú bakkar. Leiðbeinandi línur fyrir væntanlega stefnu bílsins birtast á snertiskjánum til að auðvelda ökumanni að bakka í stæði.
HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMÖRKUN

HRAÐASTILLIR OG HRAÐATAKMÖRKUN

Hraðastillirinn gerir ökumanni kleift að halda stöðugum hraða án þess að nota inngjafarfótstigið. Með hraðatakmörkun geturðu forstillt hámarkshraða fyrir bílinn.
BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ

Bílastæðaaðstoðin auðveldar ökumanni að leggja upp við gangstétt eða aka út úr stæði með því að stýra bílnum í og úr stæðinu. Ökumaðurinn þarf aðeins að setja í fram- eða bakkgír og stjórna hraða bílsins. Myndir og tilkynningar leiða þig í gegnum ferlið.
UMFERÐARSKILTAGREINING OG SJÁLFVIRK HRAÐATAKMÖRKUN

UMFERÐARSKILTAGREINING OG SJÁLFVIRK HRAÐATAKMÖRKUN

Þetta kerfi vekur athygli á hámarkshraðaskiltum og skiltum sem banna framúrakstur með því að birta þau á mælaborðinu. Sjálfvirk hraðatakmörkun notar umferðarskiltagreiningu til að hjálpa þér að halda bílnum á löglegum hraða.
NEYÐARHEMLUN

NEYÐARHEMLUN

Með henni má koma í veg fyrir árekstur við aðra bíla og gangandi vegfarendur með innbyggðum myndavélum. Ef hætta er á ákeyrslu gefur kerfið frá sér hljóðmerki og sjónræna viðvörun. Ef þú bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
ÖKUMANNSSKYNJARI

ÖKUMANNSSKYNJARI

Ökumannsskynjarinn greinir hreyfingar stýris, hemla og inngjafarfótstigs til að ákvarða hvort þig er farið að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.
EFTIRLITSKERFI FYRIR ÞRÝSTING Í HJÓLBÖRÐUM

EFTIRLITSKERFI FYRIR ÞRÝSTING Í HJÓLBÖRÐUM

Kerfið aðstoðar þig við athugun á þrýstingi í hjólbörðum með því að vakta þrýstinginn í hverju dekki og vara þig við ef einn eða fleiri hjólbarðar eru umtalsvert loftlausir.

VELDU F‑TYPE

Það er ekkert rangt svar þegar þú velur á milli tveggja dyra fólksbíls og blæjubíls.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.