AFKÖST

AFKÖST

Búðu þig undir gæsahúð.

UNDURSAMLEGAR EÐA HREINLEGA HRÍFANDI

F‑TYPE er knúinn flottustu bensínvélum Jaguar, sem allar eru búnar nýjustu og bestu tækni til að bæta eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings án þess að það komi niður á afköstunum.

LEGGÐU VIÐ HLUSTIR

Allar gerðir, frá 300 ha. 4 strokka vélinni yfir í 575 ha. V8-vélina, eru með sportútblásturskerfi. Veldu að hafa það stillanlegt til að geta látið spennandi vélarhljóðið heyrast á öllu snúningssviði vélarinnar.

i4 300ha

i4 300ha

Öflug afköst með fágun og skilvirkni. 2,0 lítra 300 ha. fjögurra strokka bensínvélin með hverfilforþjöppu skilar framúrskarandi afli og lipurri stýringu.
V8 450ha

V8 450ha

0-100km/klst. á 4,4 sekúndum og framúrskarandi frammistaða bíður þín. Veldu aftur- eða fjórhjóladrif fyrir fyrsta flokks afköst.
V8 575ha

V8 575ha

Býður upp á enn meiri kraft, án þess að skerða þægindi og lúxus sem einkenna Jaguar. Eingöngu fáanlegt með F-TYPE R-DYNAMIC.

KRÖFTUG UPPLIFUN

Stysta fjarlægð milli tveggja punkta er bein lína. En er það skemmtilegt? Undirvagn sem samsvarar sér fullkomlega, stíf fjöðrun og viðbragðsgóð stýring leggjast öll á eitt við að gera F‑TYPE ótrúlega lipran og halda traustri tengingu við veginn, sama hver hann er.

EÐLISLÆG AFKÖST

ALDRIF

ALDRIF

Aldrif F‑TYPE með IDD-kerfi býður upp á mikil afköst með fullkomnum stöðugleika og öryggi í stýri.
HEMLATOGSTÝRING

HEMLATOGSTÝRING

F‑TYPE notar aðskilið hemlakerfi á innri hjólunum til að hámarka akstursgetu, líka í þröngum beygjum. Með því að draga úr undirstýringu skilar það sportlegri lipurð og hámarkar sjálfsöryggi ökumannsins.
RAFRÆNT MISMUNADRIF

RAFRÆNT MISMUNADRIF

Skilar átaki í hvort afturhjól um sig til að nýta megi tiltækt afl betur. Þetta býður upp á að hægt sé að fara seinna inn í beygjur og gefa fyrr í. Vinnur með IDD-kerfinu.

KRAFTMIKILL AKSTUR

AKSTURSSTJÓRNSTILLING

AKSTURSSTJÓRNSTILLING

Sérsníddu aksturseiginleikana að þínu aksturslagi. Akstursstjórnstilling gerir þér kleift að stilla stýrisátak, gírskiptingu og viðbragð inngjafar.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-fjöðrun er fljót að greina aksturslag og aðstæður og skerpir með því viðbragð F‑TYPE til að skila fyrirtaks akstursupplifun öllum stundum.

FRAMÚRSKARANDI HEMLUNARAFL

355 MM AÐ FRAMAN. 325 MM AÐ AFTAN

355 MM AÐ FRAMAN. 325 MM AÐ AFTAN

Sameinar endingu og litla þyngd og skilar öruggum afköstum.
380 MM AÐ FRAMAN. 376 MM AÐ AFTAN

380 MM AÐ FRAMAN. 376 MM AÐ AFTAN

Einstaklega hröð, viðbragðsgóð og stigvaxandi hemlaafköst.
398 MM AÐ FRAMAN. 380 MM AÐ AFTAN

398 MM AÐ FRAMAN. 380 MM AÐ AFTAN

Hemlar úr keramiktrefjum. Öflugasta hemlakerfið okkar, sem skilar samfelldum afköstum.

VELDU F‑TYPE

Það er ekkert rangt svar þegar þú velur á milli tveggja dyra fólksbíls og blæjubíls.

*Aðeins í boði með 450 ha. vélum.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.