ipace
NÝR RAFMAGNS JAGUAR I‑PACE

Við kynnum fyrsta afkastamikla sportbílinn frá Jaguar sem gengur eingöngu fyrir rafmagni.

360˚ SJÓNARHORN AÐ UTAN

HRÖÐUN
0-100 km/klst. á 4,8 sekúndum

DRÆGI
470 km í WLTP-prófunum

*WLTP-prófunin (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
HELSTU EIGINLEIKAR
MAGNAÐUR AKSTUR
I‑PACE er Jaguar umfram allt annað - sannkallaður ökumannsbíll. Rafmótorar hans og nánast fullkomin þyngdardreifingin skila 696 Nm tafarlausu togi og sportbílslipurð.
SKOÐA AFKÖST
HRÍFANDI LÍNUR
Hönnun I‑PACE er fáguð og eintaklega straumlínulöguð, með lágum loftviðnámsstuðli, aðeins 0,29 d, enda er bíllinn skapaður fyrir skilvirkni með því að skera loftið á hárnákvæman hátt til að ná sem mestu drægi og stöðugleika. I‑PACE býður upp á spennu og fjör á alla kanta, með flæðandi miðlínu, afgerandi loftinntaki á vélarhlíf og einkennandi afturhluta.
SKOÐA YTRA BYRÐI
INNRI FRIÐUR
I‑PACE samhæfir fullkomlega tækni og veglegt rými. Hönnun innanrýmisins er snyrtileg og einföld, með þægilegri áferð og samfelldum línum. Rafknúin aflrásin býður upp á viðbótarrými og veitir aukið frelsi til að hámarka þægindin í innanrými I‑PACE.
SKOÐA INNANRÝMI
ÞÚ STJÓRNAR ÖLLU
Pivi Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfinu okkar svipar til snjallsímans þíns. Lykilupplýsingar á borð við leiðsögn, margmiðlun og tengiliði eru í einnar snertingar fjarlægð.
SKOÐA TÆKNI BÍLSINS
I-PACE EXTERIOR
POWERTRAINS
I-PACE INTERIOR
POWERTRAINS
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/ipace/power_01.jpg
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/ipace/power_**.jpg
Click to interact
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/ipace/power_m_01.jpg
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/ipace/power_m_**.jpg
Touch to interact
NÁNARI UPPLÝSINGAR
RAFVÆÐING
DRÆGI
Hann kemst 470 km á einni fullri hleðslu samkvæmt WLTP-prófuninnii*.
AFKÖST
Tafarlaust tog og aldrifsgrip gefur I‑PACE hröðun sportbílsins. Hann nær 100 km/klst. á 4,8 sekúndum.
RAFHLAÐA
90 kWh rafhlaða I‑PACE er samsett úr litíum-jóna-pokahólfum með miklum orkuþéttleika. Hönnun hennar og fyrsta flokks hitastjórnunarkerfi stuðla að góðri endingu og samfelldu hámarksafli í langan tíma.
AFL
I‑PACE er knúinn af tveimur rafmótorum með sísegli. Þessir mótorar byggja á svipaðri tækni og finna má í I‑TYPE Formúlu E-kappakstursbílnum og framleiða 400 hö. og 696 Nm af togi.
MÁL
I‑PACE er nettur að sjá að utan en býður upp á ríflegt pláss að innan. Hann er með fimm sæti í fullri stærð, hugvitsamlegt geymslupláss, verulegt farangursrými að aftan, rúmlega 1,453 lítra, og 27 lítra geymsluhólf að framan.
HLEÐSLA
Með 50 kW hraðhleðslutæki - sem er að finna á flestum almenningshleðslustöðvum - getur I‑PACE náð allt að 270 km drægi á klukkustund*.

*Raunverulegur hleðslutími getur verið mismunandi eftir umhverfisaðstæðum og tiltækum hleðslubúnaði.
DRÆGI OG HLEÐSLA
Hvort sem þetta er fyrsti rafbíllinn þinn eða ekki geturðu kynnt þér hvernig Jaguar I‑PACE fellur hnökralaust að lífsstíl þínum með því að nota drægisreiknivélina okkar og hleðsluspurningalistann.
SKOÐA DRÆGI OG HLEÐSLU
ÍVILNANIR
Eigendur I‑PACE njóta fjárhagslegs ávinnings af að eiga rafbíl. Ívilnanir sem gera daglegan akstur handhægari og hagkvæmari geta til dæmis verið opinberir styrkir, lægri kolefnisskattur, lægri vegtollar fyrir miðborgarakstur og gott aðgengi að forgangsakreinum.
SKOÐA ÍVILNANIR FYRIR RAFBÍLA
KEPPNI Í TÆKNINÝJUNGUM
Við hjá Jaguar höfum einsett okkur að framleiða rafbíla sem eru magnaðir í akstri og að yfirbragði. Jaguar hefur tekið þátt í Formúlu E-keppninni frá árinu 2016 og árið 2018 verður I‑PACE eTROPHY fyrsti framleiðslubíllinn sem gengur eingöngu fyrir rafmagni til að keppa í alþjóðlegri kappakstursmótaröð. Næsti kafli keppninnar í tækninýjungum er hafinn.
SKOÐA NÝTINGU RAFMAGNS
SKOÐA DRÆGI OG HLEÐSLA
VELDU ÞÉR I‑PACE

Finndu rafmagnaða samsetningu afkasta, tækni og útlits í Jaguar-bíl sem hentar þér.

VELDU GERÐ
AUKAHLUTIR OG JAGUAR GEAR

Með framúrskarandi úrvali aukahluta og Jaguar Gear geturðu búið til glæsilegasta I‑PACE í heiminum: Þinn eigin.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn I-PACE.
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

WLTP-prófunin (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.

*Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum. Raunverulegar tölur og heildargögn um EV-eiginleika geta verið mismunandi eftir akstri og umhverfisþáttum.

Opinberar tölur úr ESB-prófunum frá prófunum framleiðenda samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Aðeins ætlaðar til samanburðar. Raunverulegar tölur og heildargögn um EV-eiginleika geta verið mismunandi eftir akstri og umhverfisþáttum.

Tilteknir eiginleikar sem lýst er kunna að vera aukabúnaður eða framboð kann að vera misjafnt eftir markaðssvæðum. Öruggast er að leita upplýsinga hjá næsta söluaðila um hvað er í boði á þínu markaðssvæði (landi). Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem koma fram á þessari vefsíðu og tengjast tækni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim aukabúnaði sem er valinn. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á ökutækinu, öllum stundum.