TÆKNI BÍLSINS

Háþróuð tækni vinnur með sportbílseiginleikum F‑TYPE til að tryggja öryggi þitt, tengingu og afþreyingu.

F‑TYPE er búinn Touch Pro upplýsinga- og afþreyingakerfi og vönduðu hljóðkerfi sem tengja þig, upplýsa þig og skemmta þér.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
EINFÖLD SJÓNRÆN STJÓRNTÆKI

Átta tommu litasnertiskjár F‑TYPE er aðgangsstaður þinn að InControl-upplýsinga- og afþreyingarkerfinu. Hér hefurðu fullkomna stjórn yfir leiðsögn, tónlist, síma, miðstöð og loftkælingu og mörgum öðrum stuðningskerfum fyrir ökumann, þar á meðal bílastæðaskynjara og akstursstjórnstillingu.

CONNECTIVITY
TOUCH PRO
Touch Pro-upplýsinga- og afþreyingarkerfið er nú staðalbúnaður i F‑TYPE. Touch Pro er einstaklega viðbragðfljótt með snjöllu viðmóti og skörpum myndum sem gera það að háþróaðasta upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem Jaguar hefur smíðað. Því er enn auðveldara og ánægjulegra að aka og eiga F‑TYPE.
SNJALLSÍMAPAKKI
Þú getur notað snjallsímann á öruggan máta á meðan þú ert í bílnum. Með Apple®- eða AndroidTM-snjallsímum gerir þessi pakki þér kleift að stjórna forritum sem eru sérsniðin fyrir bíla, svo sem Spotify® og Tile®, á snertiskjá F‑TYPE í gegnum USB-snúru.
CONNECT PRO
Tæknibúnaður og forrit Connect Pro gera þér kleift að njóta bestu mögulegu tengigetu og hámarksþæginda. Þau eru búin InControl Apps, InControl Remote-forritinu og Pro-þjónustu sem öll ganga á hraðvirku 4G-interneti.
FORRITIÐ INCONTROL REMOTE
Forritið InControl Remote gerir þér kleift að fylgjast með og stjórna F‑TYPE í snjallsíma. Þar finnurðu upplýsingar og tölfræði um bílinn, þar á meðal eldsneytisstöðu, fyrri ferðaupplýsingar og hvort gleymst hafi að loka eða læsa glugga eða dyrum. Einnig er hægt að nota forritið til að gangsetja vélina til að hita F‑TYPE upp*, læsa og opna hann, finna á korti eða með því að nota flautu og blikka ljósum.

*Aðeins í boði með sjálfskiptingu.
ÖRYGGISRAKNING
Öryggisrakning rekur ferðir F‑TYPE ef hann er tekinn ófrjálsri hendi og safnar upplýsingum um staðsetningu hans til að hægt sé að endurheimta bílinn eins fljótt og auðið er. Jafnvel þótt bílnum sé stolið með lyklunum í er hægt að virkja viðvörunina með því að hringja í rakningarþjónustuverið með forritinu InControl Remote.
INCONTROL APPS
InControl Apps er búið fjölbreyttum forritum viðurkenndum af Jaguar sem hægt er að tengja við F-TYPE úr farsímanum. Búnaðurinn tryggir örugga og þægilega notkun forrita sem eru sérsniðin til að gera upplifun þína af bílnum enn ríkari.
HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™

Tvö öflug kerfi voru hönnuð sérstaklega fyrir F‑TYPE í samstarfi við bresku hljóðsérfræðingana hjá Meridian. Annars vegar 380 W staðalkerfið með 10 hátölurum, þar af tveimur bassahátölurum. Hins vegar valfrjálst 770 W, 12 hátalara Meridian Sourround-hljóðkerfi sem skilar hljómgæðum sem jafnast á við tónleikasal, þökk sé Trifield™ -tækninni frá Meridian.

AÐSTOÐAREIGINLEIKAR FYRIR ÖKUMANN
AKREINASTÝRING
Akreinastýringin skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Kerfið greinir þegar bíllinn reikar óvart yfir á næstu akrein og beinir honum mjúklega til baka.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:Ml4TYkPhSJg
AKREINASKYNJARI
Akreinaskynjarinn skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Hann skynjar þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og varar þig við með sjónrænni viðvörun og léttum titringi í stýrinu.
Eingöngu til skýringar
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:QLBR1tDQdTI
BLINDSVÆÐISSKYNJARI OG BAKKSKYNJARI
Blindsvæðisskynjarinn lætur vita af bílum sem staðsettir eru á blindsvæðum eða nálgast þau hratt. Þegar vart verður við bíl á þessum svæðum kviknar á litlu viðvörunarljósi í viðkomandi hliðarspegli. Bakkskynjarinn varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Þetta er sérlega notadrjúgt þegar bakkað er út úr stæði.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:Oz8rX_cM9D8
SNERTISKYNJUN FYRIR GANGANDI VEGFARENDUR

Þetta kerfi verndar bæði þá sem standa utan við bílinn og þá sem eru inni í honum. Ef bíllinn snertir gangandi vegfaranda er snertiskynjunarkerfið hannað til að lyfta vélarhlífinni sjálfkrafa til að draga úr mögulegu höggi.

ÖRYGGI OG AÐSTOÐAREIGINLEIKAR FYRIR ÖKUMANN
BÍLASTÆÐASKYNJARI
Bílastæðaskynjarinn auðveldar ökumanni að leggja samsíða í stæði með því að stýra bílnum í hentugt stæði. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins. Bílastæðaskynjarinn hjálpar einnig þegar ekið er út úr stæðum. Myndskýringar og tilkynningar leiðbeina í gegnum báðar þessar aðgerðir.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:UzQHxy8bjxA
BÍLASTÆÐASKYNJARAR
Bílastæðaskynjarar að framan og aftan vara ökumann við mögulegum hindrunum með hljóðmerkjum. Örvar á snertiskjá miðstokksins veita frekari upplýsingar um staðsetningu þeirra út frá bílnum. Hægt er að auka enn á öryggið og þægindin með því að velja bakkmyndavél sem sendir mynd í snertiskjáinn.
BAKKMYNDAVÉL
Þessi aukabúnaður birtir upplýsingar frá myndavél að aftan á snertiskjánum. Hann býður upp á litaðar fjarlægðarlínur og leiðsagnarlínur sem færast til í samræmi við snúning stýris til að sýna hvert bíllinn stefnir.
ÖRYGGI Í SÆTUM
Alhliða loftpúðakerfi veitir aukið öryggi fyrir þig og farþega þína. Skynjarar greina hæð og þyngd þína og farþega þíns áður en loftpúðar að framan eru blásnir út. Forstrekkjarar öryggisbelta í F‑TYPE herða öryggisbeltin sjálfkrafa þegar bíllinn hægir snögglega á sér.
VELTIGRINDUR
Þessi mikilvægi öryggisbúnaður ver þá sem í bílnum sitja ef bíllinn veltur. Veltigrindurnar eru með satínkrómáferð í F‑TYPE, F‑TYPE R-Dynamic og F‑TYPE R og gljásvartri í F‑TYPE SVR.
NEYÐARHEMLUN
Þegar snöggt er stigið á hemlana eykur þetta kerfi hemlunarkraftinn til að stytta stöðvunarvegalengdina. Kerfið getur einnig hjálpað til við að tryggja betri stjórn við óvæntar aðstæður.

Tæknilegir yfirburðir F‑TYPE eru hannaðir fyrir tæra akstursánægju og skila fjölbreyttum eiginleikum fyrir mismunandi ökumenn og ólíka vegi. Hvort sem F‑TYPE er tveggja dyra, með eða án blæju, afturhjóladrifinn eða með aldrifi, sjálfskiptur eða beinskiptur geta allir fundið útfærslu sem hentar þeirra aksturslagi. Hannaðu og settu saman þinn eigin F‑TYPE á hönnunarsvæðinu okkar eða skráðu niður það sem þú hefur áhuga á.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Aukabúnaður
2Aðeins sjálfskipting.
Þegar InControl kemur á markað kunna tilteknir eiginleikar að vera aukabúnaður og framboð þeirra kann að vera mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Upplýsingar um framboð og skilmála í þínu landi er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
Url
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
Url
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
Url
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
Url