AFKÖST

Viðbragðsfljótar vélar með forþjöppu. Létt grind og yfirbygging úr áli. Háþróuð fjöðrun. F‑TYPE er ekkert nema afköstin.

Sterkbyggð en létt yfirbygging F‑TYPE úr áli er hinn fullkomni grunnur sportbílsins. Hún gerir fínstilltri tveggja spyrnu fjöðruninni kleift að skila nákvæmri stjórn og hentar fullkomlega með línu afkastamikilla véla í F‑TYPE. Saman bjóða þessi atriði upp á framúrskarandi hlutfall milli afls og þyngdar og togs og þyngdar - úti í raunveruleikanum eru sportbílar dæmdir út frá afköstum.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
PERFORMANCE
ALDRIF
Aldrifskerfi F‑TYPE-bíla býður upp á mikil afköst með fullkomnum stöðugleika sem skilar öruggari akstri á hvers kyns vegum. Kerfið er aukabúnaður í F‑TYPE and F‑TYPE R-Dynamic, en staðalbúnaður í F‑TYPE R og F‑TYPE SVR, og það gerir þennan Jaguar-bíl að öflugasta sportbílnum á markaðnum.
SKOÐA ALDRIF
yt:cF_LC6KY1Yk
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
AKSTURSEIGINLEIKAR
Einstök stjórnun, lipurð og viðbragðsfimi einkenna F‑TYPE. Afburða aksturseiginleikana má meðal annars þakka stífum undirvagni, steyptri tveggja spyrnu fjöðrun úr áli og sérlega háþróuðu rafdrifnu EPAS-aflstýri.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:7qQoDNdXu1s
VELDU HEMLAKERFIÐ SEM HENTAR
355 mm framhemlar og 325 mm afturhemlar
Sameinar endingu og litla þyngd og skilar öruggum afköstum.
380 mm framhemlar og 325 mm afturhemlar
Þetta kerfi skilar framúrskarandi hemlunarafli.
380 mm framhemlar og 376 mm afturhemlar
Einstaklega hröð, viðbragðsgóð og stigvaxandi hemlaafköst.
398 mm framhemlar og 380 mm afturhemlar úr keramiktrefjum
Öflugasta hemlakerfið okkar. Skilar samfelldum afköstum við erfiðustu aðstæður.
AKSTURSTÆKNI

Hreyfingar F‑TYPE eru áreynslulausar, þökk sé háþróaðri tækni. Til að minnka beygjuradíus og draga úr undirstýringu beitir togstýringartæknin aðskilinni hemlun á innanverð fram- og afturdekkin í beygjum. Rafræna mismunadrifið* gengur skrefinu lengra og vinnur með IDD-kerfinu til að stjórna nákvæmlega togi til sérhvers afturhjóls. Til að ná fram enn frekari þægindum og betri stjórnun greinir Adaptive Dynamics* veginn framundan sem og aksturslag þitt og breytir viðbragði F‑TYPE til samræmis við það.

*Framboð fer eftir gerð og vél. Skoðaðu hönnunarsvæðið eða tæknilýsingu og verðlista til að fá frekari upplýsingar.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:cF_LC6KY1Yk

Tæknilegir yfirburðir F‑TYPE eru hannaðir fyrir tæra akstursánægju og skila fjölbreyttum eiginleikum fyrir mismunandi ökumenn og ólíka vegi. Hvort sem F‑TYPE er tveggja dyra, með eða án blæju, afturhjóladrifinn eða með aldrifi, sjálfskiptur eða beinskiptur geta allir fundið útfærslu sem hentar þeirra aksturslagi. Hannaðu og settu saman þinn eigin F‑TYPE á hönnunarsvæðinu okkar eða skráðu niður það sem þú hefur áhuga á.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

*Feature availability is model and engine dependent. Please refer to the Configurator or Specification and Price Guide for details. Vehicles shown in films may not be exact representations of recent upgrades and enhancements. Please refer to your local Jaguar Retailer for the latest specifications.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
Url
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
Url
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
Url
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
Url