fpace
F‑PACE

Í þessum hraðskreiða lúxusjeppa færðu snaggaralega aksturseiginleika og afgerandi útlit í bland við mikið notagildi og sparneytni.

360˚ SJÓNARHORN AÐ UTAN

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km
Allt niður í 145‡ með beinskiptingu
Allt niður í 152‡ með sjálfskiptingu

SPARNEYTNI í blönduðum akstri (l/100 km)
Frá 5.5‡ með beinskiptingu
Frá 5.8‡ með sjálfskiptingu

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

Jaguar F‑PACE er hraðskreiður jeppi og í honum færðu bæði framúrskarandi akstursupplifun og sparneytni. F‑PACE er hátæknibíll niður í smæstu smáatriði; hann tryggir öryggi þitt, tengir þig og býður upp á afþreyingu. Hann hentar á hvers kyns vegum og býður upp á rými fyrir daglegt líf. F‑PACE er Jaguar-bíll fyrir þig og fyrir alla fjölskylduna.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA YTRA BYRÐI
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/fp/fp_14.jpg
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/fp/fp_**.jpg
SMELLTU TIL AÐ SJÁ
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/fp/fp_07_m.jpg
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/ext_360/fp/fp_**_m.jpg
SMELLTU TIL AÐ SJÁ
SKOÐA F‑PACE INNANRÝMI
https://cdn-jaguarlandrover.com/system/int_360/fpace_my19
SMELLTU TIL AÐ SJÁ
SMELLTU TIL AÐ SJÁ
Endurstilla
Hætta
ALLT FYRIR AFKÖSTIN

SVO-sérsmíðadeildin hefur endurhannað ytra byrði F‑PACE með einstaka og spennandi afkastagetu í huga. F‑PACE SVR er háþróaðasta útfærsla hins verðlaunaða F‑PACE.

SKOÐA F‑PACE SVR
HELSTU EIGINLEIKAR
EINKENNI SPORTBÍLSINS
F‑PACE er hraðskreiður jeppi með einkenni sportbíls. Hækkun á vélarhlífinni og glæsilega mótaður afturhluti skapa afgerandi útlit þannig að eftir er tekið. Og nú er komið að þér að upplifa F‑PACE eins og SVO-sérsmíðadeildin sá hann fyrir sér. SVR-eiginleikar F‑PACE, t.d. nýr framstuðari og loftunarop á vélarhlíf, draga úr loftmótstöðu og undirstrika ótrúlegt afl bílsins.
SKOÐA YTRA BYRÐI
NOTAGILDI OG RÝMI
650 lítra farangursgeymsla F‑PACE er sú stærsta í flokki sambærilegra bíla og aftursætin er hægt að fella niður í skiptingunni 40:20:40.
SKOÐA INNANRÝMI
KRAFTUR OG SKILVIRKNI
Létt álbygging F‑PACE og vélaúrval, m.a. ný 550 ha. 5,0 lítra V8 bensínvél2 með forþjöppu, skila miklum afköstum og fáguðum, spennandi aksturseiginleikum.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.
SKOÐA AFKÖST
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:LLwA9uqoYnc
TÆKNI BÍLSINS
F‑PACE er búinn nýjustu tæknilausnunum, t.d. sjónlínuskjá og tómstundalykli (aukabúnaður), auk framúrskarandi akstursaðstoðar sem gerir hverja bílferð afslappaða og þægilega. Þar má nefna Touch Pro, háþróað InControl-margmiðlunarkerfi sem færir þér afþreyingu og tryggir að þú sért alltaf í tengingu við umheiminn.
SKOÐA TÆKNI BÍLSINS
FIMM STJÖRNUR Í ÁREKSTRARPRÓFUNUM EURO NCAP

F‑PACE náði fimm stjörnu einkunn í árekstrarprófunum Euro NCAP. Há einkunn í flokkum fyrir vernd fullorðinna í bílnum, vernd barna í bílnum og vernd gangandi vegfarenda staðfestir að F‑PACE er einn öruggasti bíllinn sem fyrirfinnst á markaðnum.

Samsetning akstursöryggis- og árekstraröryggisbúnaðar felur í sér staðalbúnað á borð við sjálfvirka neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda, auk þess sem hægt er að velja akstursaðstoðareiginleika á borð við akreinastýringu og ökumannsskynjara.

SKOÐA VEFSVÆÐI EURO NCAP
NÝ DÍSILVÉL, BENSÍNVÉL EÐA RAFMAGNSMÓTOR?

Bensín- og dísilvélarnar okkar eru þær hreinustu og sparneytnustu sem við höfum framleitt til þessa. Rafmagnsaflrásin okkar veitir auk þess innlit í framtíðarakstur. Hver þeirra hentar þér?

HVER ÞEIRRA HENTAR ÞÉR?
JAGUAR F‑PACE-LÍNAN

Kynntu þér F‑PACE-línuna til að finna hina fullkomnu samsetningu afkastagetu, útlits og notagildis.

VELDU GERÐ

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
1Fyrir neðan bögglagrind og þegar dekkjaviðgerðarsett er til staðar. 508 lítrar með litlu varadekki. 463 lítrar með varadekki í fullri stærð.
2Aðeins í boði í F‑PACE SVR.
3Framboð misjafnt eftir markaðssvæðum.
Skoða tölur úr WLTP-prófunum fyrir F‑PACE.

WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.

Allar tölur eru viðmið sem framleiðandi setur og eru háðar lokastaðfestingu áður en framleiðsla hefst. Athugið að tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og lægstu tölurnar eiga mögulega ekki við um staðlaðan hjólabúnað.