NÝR JAGUAR F‑PACE

Lúxussportjeppinn okkar sameinar verðlaunaða hönnun, afkastagetu að hætti Jaguar og hugvitssamlegar tækninýjungar sem gera hverja ferð óviðjafnanlega. Fæst nú einnig sem tengiltvinnbíll.

SKOÐA 360° SJÓNARHORN
SKOÐA ÞESSA GERÐ

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS Í BLÖNDUÐUM AKSTRI g/km
Frá 54

ELDSNEYTISNOTKUN Í BLÖNDUÐUM AKSTRI l/100km
Frá 2,4

VELDU GERÐ
Berðu saman eiginleika og tæknilýsingar hlið við hlið.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar F-PACE.
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Jaguar-bæklingana.
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar.
hönnun
SKOÐA INNANRÝMI
SKOÐA INNANRÝMI

Við fórum í saumana á öllum smáatriðum innanrýmisins til að skapa friðsælan griðastað fyrir þig og farþega þína. Hágæðaefni, ný litaþemu og aukin þægindi í sætum eru meðal helstu einkenna hins glænýja innanrýmis Jaguar F‑PACE og Jaguar F‑PACE R‑Dynamic.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
HÖNNUNAREINKENNI
HÖNNUNAREINKENNI

Hið nýendurhannaða innanrými F-PACE einkennist af efni sem er þægilegt viðkomu, Luxtec- eða leðuráklæðum og úrvali glæsilegra lista. Hönnunin er byggð á því besta sem breskt gæðahandverk hefur upp á að bjóða og tryggir enn eftirminnilegri akstursupplifun.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
SKOÐA YTRA BYRÐI
SKOÐA YTRA BYRÐI

Straumlínulöguð vélarhlífin, dýpra grill, ný einkennisframljós með tvöföldum „J“-ljósröndum og víðari loftunarop leggja öll sitt af mörkum til að efla kröftuga útgeislun F-PACE. Hinir nýju, innbyggðu útblásturslistar falla fullkomlega að endurhönnuðum afturstuðaranum og gera bílinn enn svipmeiri.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SKOÐA MYNDASAFN
ÁFRAM
AKSTURSEIGINLEIKAR
<h4>AKSTURSEIGINLEIKAR<h4>

F-PACE tvinnar saman spennandi afköst og snjalla aksturstækni.

TENGILTVINNBÍLL
JAGUAR F-PACE TENGILTVINNJEPPI

Með nýjum F-PACE tengiltvinnbíl færðu meiri sparneytni og engan útblástur þegar þú ekur á rafmagni.

SKOÐA ÞESSA GERÐ
SVR
F‑PACE SVR

Með 5,0 lítra V8-vél með forþjöppu og hámarkshraða upp á 283 km/klst. er F-PACE SVR hraðskreiðasti jeppinn frá Jaguar.

SKOÐA ÞESSA GERÐ
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
TVINN-, BENSÍN- EÐA DÍSILVÉL
F-PACE keyrir á hinum nýju samhliða tvinnvélum fyrir bensín og dísil, auk þess sem nú er hægt að velja hina glænýju Jaguar-tengiltvinnvél, sem hentar þeim sem vilja minnka enn frekar eldsneytisnotkun og koltvísýringslosun. 8 gíra sjálfskipting er í öllum bílum.
BARA Í JAGUAR
Veldu milli þess að hámarka akstursafköstin eða sparneytnina. JaguarDrive Control skiptir hraðar milli gíra í kraftstillingu og skiptir fyrr upp um gír í Eco-stillingu. Hálkustillingin tryggir mýkri gírskiptingar við minna veggrip.
ÖRUGG STJÓRN
Aldrif Jaguar nýtir Intelligent Driveline Dynamics-kerfi til að spá fyrir um gripið. Hefðbundin kerfi bregðast ekki við fyrr en bíllinn missir gripið, en kerfið okkar er fyrra til og flytur togið yfir í framhjólin til að ná betri og öruggari stjórn áður en gripið tapast.
TÆKNI BÍLSINS
EINFALDLEIKI ER STAÐALBÚNAÐUR

Meðal staðalbúnaðar í Pivi eru:

• 11,4" snertiskjár
• Stafrænt útvarp
• Ný viðmótshönnun
• Apple CarPlay® 2
• Android Auto™ 3
• Fjarstýring 4

Uppfærðu í Pivi Pro5 til að fá það nýjasta í bílagervigreind, t.d. búnað á borð við leiðsögukerfi sem bætir sjálfkrafa við þekkingu sína, og njóttu þess að vera í netsambandi á ferðinni.

FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR

Hægt er að velja á milli margra mismunandi viðmótsútgáfa, þar á meðal þrívíddarleiðsagnar á öllum skjánum, akstursupplýsinga eða yfirlits yfir hvað þú ert að hlusta á, allt á nýjum 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá með mikilli upplausn, sem er valbúnaður.

Sjónlínuskjárinn er valbúnaður6 sem birtir helstu upplýsingar um aksturinn á framrúðunni. Sjáðu hraða bílsins, gír og leiðarlýsingu á einfaldan hátt á litaskjánum.

HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN™

Hið breska MeridianTM Audio leggur höfuðáherslu á ríkulegan hljóðheim. Þetta snýst ekki bara um að hækka í hljómtækjunum. Meira máli skiptir að hljómurinn verði dýpri, tærari og raunverulegri með því að tvinna saman háþróaða hljómburðartækni og hátalara sem eru nákvæmlega rétt staðsettir til að skapa hljómgrunn – sem við köllum „hljómsvið“ – sem er fullkominn fyrir innanrýmið í F-PACE. Veldu milli MeridianTM eða MeridianTM Surround-hljómtækja, sem eru valbúnaður.

FRIÐUR OG RÓ

F-PACE skilar þér og farþegum þínum enn betri og þægilegri akstri með virkri hljóðdeyfingu á veghljóði, sem fæst annars vegar með framsækinni tækni frá hljómsérfræðingunum hjá MeridianTM Audio7 og hins vegar með minni titringi.

ALLTAF Í SAMBANDI
Nettengingarpakkinn8 veitir enn frekari netþjónustu með innbyggðu SIM-korti, sem býður upp á aðgang að:

• Ótakmarkaðri straumspilun
• Nettengdri raddgreiningu
• Veðurspám
• Samstillingu við netdagatal
AFÞREYING FYRIR ALLA
Með því að taka þráðlaust net með gagnaáskrift9, sem er valbúnaður, geturðu notað:

• Straumspilunarþjónustu að eigin vali
• Allt að 20 GB gagnamagn á mánuði
• Sterkari loftnetstengingu
• Mörg nettengd tæki
ÞRÁÐLAUS HLEÐSLA
Með þráðlausum hleðslueiginleika með símtengingarstyrkingu, sem er valbúnaður, geturðu hlaðið samhæfa snjallsíma án þess að nota snúrur eða hleðslukví. Þegar þú ert í bílnum notar síminn þinn loftnet bílsins til að bæta tenginguna og skila skýrari símtölum.
JÓNAÐ LOFT Í FARÞEGARÝMI MEÐ PM2,5-SÍU
NanoeTM jónun, sem er valbúnaður, eykur vellíðan ökumanns og farþega. Þegar þú kveikir á búnaðinum mun sérhönnuð sían draga til sín og fanga agnir úr andrúmsloftinu og ofnæmisvalda á borð við PM2,5, ryk og frjókorn.
NOTAGILDI OG ÖRYGGI
NOTADRJÚGT FARANGURSRÝMI
F-PACE er með allt að 778 lítra1, 10 farangursrými, jafnvel þegar fjölskylda og vinir sitja í aftursætinu. Þegar þú þarft viðbótarpláss geturðu lagt niður aftursætin og þá verður nýtilegt pláss 1.82710 lítrar. Hvort sem það er á virkum dögum eða um helgar fullnægir F-PACE þörfum þínum.
TÓMSTUNDALYKILL
Hinn glænýi vatns- og höggþétti tómstundalykill11, sem er valbúnaður, gerir þér kleift að læsa bílnum, taka hann úr lás og gangsetja hann. Þess vegna skiptir engu máli hvers konar útivist eða íþróttir þú hefur skipulagt með vinum þínum, það er engin þörf á hefðbundnum bíllyklum lengur.
AÐALLJÓS MEÐ MARGSKIPTUM LED-PERUM OG EINKENNANDI DAGLJÓSUM
Pixel LED-ljósin eru valbúnaður og skarta stefnuljósum með raðlýsingu. Stillanlegur akstursgeisli eykur enn sýnileika í myrkri og skiptist sjálfkrafa til að trufla ekki ökumenn bíla sem þú mætir.
AKSTURSAÐSTOÐ
Jaguar F-PACE er með innbyggðan akstursaðstoðarbúnað sem auðveldar þér að leggja í stæði og komast um innanbæjar, auk þess sem utanbæjaraksturinn verður ánægjulegri. Þessi tæknibúnaður léttir þér lífið með því að draga úr akstursálaginu.
SKOÐA NÁNAR
VELDU ÞINN JAGUAR F-PACE
Hér er að finna alla vörulínu og ótal valkosti hvað varðar framúrskarandi hönnun, akstursaðstoð og tæknibúnað.
VELDU GERÐ
MYNDASAFN
Áherslan á smáatriði bílanna okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. Nýr Jaguar F-PACE. Njóttu hvers smáatriðis.
SKOÐA MYNDASAFN
TÆKNILÝSING
Kynntu þér smáatriðin. Fáðu frekari upplýsingar um afkastagetu, mál og eldsneytisnotkun véla.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
HINN FULLKOMNI AKSTUR HEFST HÉR

Hagkvæmur og skilvirkur lúxussportjeppi. Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar F-PACE.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
JAGUAR-AUKAHLUTIR
JAGUAR-AUKAHLUTIR

Úrval valkosta sem lúta að eiginleikum bílsins auk hagnýtra aukahluta frá Jaguar þýðir að þú setur saman bíl sem fellur fullkomlega að þínum lífsstíl.

LEITA AÐ AUKAHLUTUM
JAGUAR-LÍNAN
JAGUAR-LÍNAN

Einstakt úrval okkar af lúxusfatnaði, fylgihlutum og gjöfum er innblásið af bílunum okkar og útliti þeirra.

VELDU GERÐ
Berðu saman eiginleika og tæknilýsingar hlið við hlið.
SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
Notaðu hönnunarsvæðið til að hanna þinn Jaguar F-PACE.
SÆKJA BÆKLING
Skoðaðu og sæktu nýjustu Jaguar-bæklingana.
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

Tölurnar eru reiknaðar samkvæmt NEDC2 á grunni WLTP-prófana hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og sparneytni geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði. NEDC2-tölur eru reiknaðar samkvæmt forskrift opinberra aðila á grunni talna úr WLTP-prófunum sem eru jafngildi þess sem þær hefðu verið í eldri gerð NEDC-prófana. Að því loknu er hægt að leggja á viðeigandi skatta.

Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun

WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.

1 Háð aflrás.

2 Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Apple CarPlay. Þjónustan sem Apple CarPlay veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.

3 Bíllinn þinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónustan sem Android Auto veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.android.com/auto/.

4 Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Jaguar Remote-forritið þarf að sækja á Apple App Store/Google Play Store.

5 Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Jaguar.

6 Krefst rúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum mörkuðum. Akstursleiðsögn á framrúðu birtist einungis þegar Pivi Pro er uppsett í bílnum.

7 Aukabúnaður.

8 Reglur um sanngjörn afnot gætu átt við. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar

9 Myndin sýnir aukabúnaðinn Jaguar Click and Go, sem seldur er sérstaklega. Spjaldtölva fylgir ekki. Fellur undir reglur um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar. Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á www.jaguar.com/pivi-pro-terms. Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnis. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.

10 Vökvarúmmál er staðlað gildi sem mælt er með því að fylla farangursrýmið af vökva. Rúmmálið er mælt upp að loftklæðningunni. Stilling á farangursrými og heildarpláss er mismunandi eftir gerðum og því hvort varadekk sé í fullri stærð eða ekki.

11 Tómstundalykil er hægt að hlaða á um það bil tveimur klukkutímum, sem veitir allt að 10 daga rafhlöðuendingu.

Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt á milli markaðssvæða – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Ákveðnir eiginleikar eru með áskrift sem mun þurfa að framlengja eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.
Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. gætu átt við.
Android Auto er skráð vörumerki Google LLC.
NanoeTM er skrásett vörumerki Panasonic Corporation.