TÆKNI BÍLSINS

TÆKNI BÍLSINS

Snurðulaust samband.
SKOÐA TÆKNI

HEILLANDI ÚTLIT OG TÆKNI

Með Touch Pro, upplýsinga- og afþreyingarkerfi F‑TYPE, verðurðu í snurðulausu sambandi við umheiminn. Á venjulega 10" snertiskjánum geturðu notað bendistjórnun eins og að klípa og strjúka til að fá áreynslulaust aðgang að sjónrænni og hljóðrænni upplifun.

SESTU UNDIR STÝRI

Einfaldur og snjall. Veldu að birta annaðhvort þrívítt kort eða upplýsingaglugga þar sem þú getur séð akstursupplýsingar, uppfærða leiðsögn og hvað er í spilun, allt á nýjum 12,3" gagnvirkum ökumannsskjá með mikilli upplausn.
GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR
NETTENGT EFNI
CONNECTED NAVIGATION PRO

VEL TENGDUR

SNJALLIR VALKOSTIR

SNJALLIR VALKOSTIR

Snjallari og öruggari leið til að nota snjallsímann meðan þú ert í bílnum. Flettu áreynslulaust í tónlistarsafninu þínu og spilaðu tónlist með Apple CarPlay®. Þú getur líka notað hnökralausa tengingu með Android AutoTM á sama hátt.
FJARAÐGANGUR

FJARAÐGANGUR

Stjórnaðu F‑TYPE hvar sem þú ert. Jaguar Remote-forritið gerir þér kleift að sjá eldsneytisstöðuna, staðsetja bílinn, læsa/opna hann og stilla hita- og loftstýringuna með fjarstýringu.
HUGARRÓ

HUGARRÓ

Við þjófnað sendir valfrjáls öryggisrakning upplýsingar um staðsetningu F‑TYPE og gerir yfirvöldum tafarlaust viðvart til að auðveldara verði að endurheimta bílinn.
ÞÍN VEGFERÐ. ÞÍN TÓNLIST.

ÞÍN VEGFERÐ. ÞÍN TÓNLIST.

Breska fyrirtækið MeridianTM, sem sérhæfir sig í hljómburði með mikilli upplausn, tryggir ótrúlega íburðarmikinn hljóminn í hljómtækjum F‑TYPE. Þessi nútímalegu hljóðkerfi eru hönnuð með nákvæmri stafrænni tækni og sérsniðin þannig að þau falli hnökralaust inn í glæsilegt innanrými bílsins.
SKOÐA MERIDIAN

VELDU F‑TYPE

Það er ekkert rangt svar þegar þú velur á milli tveggja dyra fólksbíls og blæjubíls.

Aukabúnaður og framboð á honum getur verið háð tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Remote-forritið þarf að sækja á Apple/Play Store. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt.

Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.