• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

TÆKNI BÍLSINS

Í XJ eru framúrskarandi aðstoðarkerfi fyrir ökumanninn sem tryggja öryggi, tengja þig og stytta þér stundir.
CO2 EMISSIONS g/km

As low as 99 on Manual
As low as 106 on Automatic

FUEL ECONOMY Combined mpg (l/100km)

From 75.0 (3.8) on Manual
From 68.9 (4.1) on Automatic

Fyrsta flokks Touch Pro upplýsinga- og afþreyingarkerfi er staðalbúnaður í XJ. Jaguar býður upp á viðbragðsfljótar, einfaldar og fullkomlega samþættar lausnir sem auðvelda þér aksturinn.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Play

BÍLL MEÐ TENGINGU

Allir XJ-bílar eru búnir Touch Pro, sem er upplýsinga- og afþreyingarkerfi frá Jaguar af allra bestu gerð. Kerfið býður upp á hnökralausa tengingu við snjallsíma með fjölbreyttri þjónustu sem gerir akstursupplifunina ríkari með stöðugri tengingu við akstur.

STJÓRNUN MEÐ SNERTISKJÁ

STJÓRNUN MEÐ SNERTISKJÁ

Snertiskjárinn er stjórnstöð XJ. Hægt er að sérstilla þetta einfalda snertiviðmót og því er stjórnað með algengum snertiskipunum úr snjallsímum og spjaldtölvum – ýta, klípa og strjúka skilar hraðri og nákvæmri virkni.

GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR

XJ er búinn gagnvirkum ökumannsskjá í mikilli upplausn sem býður upp á skýrar upplýsingar – 12,3” HD TFT-skjár kemur í stað hefðbundins mælaborðs. Þessi öflugi, marglaga sýndarskjár sameinar notandavænt myndrænt viðmót og ítarlega eiginleika sem gera aksturinn enn ánægjulegri. Hægt er að velja á milli fjögurra forstilltra skjáþema eða þrívíddarkorts á öllum skjánum.

AFÞREYING Í AFTURSÆTUM

AFÞREYING Í AFTURSÆTUM

Afþreyingarkerfi í aftursæti (aukabúnaður) er búið tveimur kristaltærum 10” HD-skjáum. Skjáhlutfallið er 16:9 sem hentar sérlega vel til að horfa á kvikmyndir á öllum skjánum. Auk þess er kerfið búið þráðlausum heyrnartólum og fjarstýringu og tryggir öllum farþegum í XJ tengingu í gegnum USB- og HDMI-tengi fyrir spjaldtölvur og snjallsíma.

MERIDIAN™ - HLJÓÐKERFI

Tvö bresk vörumerki sem eru þekkt fyrir hönnun, nýsköpun og kraft, Jaguar og Meridian, hafa sameinað krafta sína til að færa þér tónleikaupplifun beint í bílinn. Algóritmi Meridian færir þér og farþegum þínum framúrskarandi hljóm við allar aðstæður.

SKOÐA MERIDIAN
AUKIÐ ÖRYGGI

AUKIÐ ÖRYGGI

XJ er hannaður út frá hámarksöryggi, bæði í kyrrstöðu og á vegum úti. Í honum er viðvörunarkerfi og ræsivörn staðalbúnaður. Hægt er að nota lykil með fjarstýringu til að læsa og tvílæsa XJ-bílnum eða nota nettan hnapp á hurðarhúninum til að gera slíkt hið sama. Hægt er að stilla hurðirnar þannig að þær læsist á tilteknum hraða eftir að ekið er af stað.

XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Þegar InControl kemur á markað kunna tilteknir eiginleikar að vera valfrjálsir og mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Upplýsingar um framboð og skilmála í þínu landi er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila. Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem kemur fram á þessari vefsíðu og tengist InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.