• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

AKSTURSUPPLIFUN

Kynntu þér fágun XJ með framúrskarandi vél, eldfljótri skiptingu og fjölbreyttu úrvali aksturstæknilausna.
CO2 EMISSIONS g/km

As low as 99 on Manual
As low as 106 on Automatic

FUEL ECONOMY Combined mpg (l/100km)

From 75.0 (3.8) on Manual
From 68.9 (4.1) on Automatic

Í XJ færðu þægindin og fágunina sem einkennir lúxusbíla og viðbragðið og beina stjórn
ökumannsins sem einkennir sportbíla.

Settu saman þinn eigin bíl

FEGURÐ. AFL. ÖRYGGI

Ályfirbygging XJ er sterk, ótrúlega stíf og afar létt. Sjálfberandi yfirbyggingin er að öllu leyti hnoðuð saman án nokkurrar suðu og er eingöngu úr áli sem gerir bílinn að þeim léttasta í flokki sambærilegra bíla.

Frábært hlutfall afls og þyngdar bætir alla þætti afkasta og sjálfberandi yfirbygging eykur stífni sem skilar sér í betri stjórn og meira öryggi.

image 1 image2

AFL, VIÐBRAGÐ, HUGVIT

XJ er búinn V6-dísilvél með forþjöppu sem skilar óviðjafnanlegu afli, snúningsvægi og aksturseiginleikum. Allar gerðir eru með átta þrepa skiptingu sem skilar ofurmjúkum gírskiptingum, viðbragðsfljótum aksturseiginleikum og mikilli sparneytni.

3,0 LÍTRA V6 300 MEÐ FORÞJÖPPU, DÍSIL

3,0 LÍTRA V6 300 MEÐ FORÞJÖPPU, DÍSIL

Þessi uppfærða 3,0 lítra, 300 hö. dísilvél frá Jaguar býður upp á aukin afköst og sparneytni og nær 0–100 km/klst. á 6,2 sekúndum.

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur): Frá 7 l/100 km*

Losun koltvísýrings: 185* g/km

Gírkassi: Átta þrepa sjálfskipting með Stop/Start-kerfi

3,0 LÍTRA V6 340 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN

3,0 LÍTRA V6 340 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN

Kynntu þér fágaða uppbyggingu V6-bensínvélar með forþjöppu frá Jaguar. Njóttu aukins afls og afkasta með endurbættum tæknilausnum fyrir eldsneytisnýtingu, eldsneyti og inntöku, þar á meðal beinni innspýtingu og tveimur kambásum með breytilegri tímastillingu. Með afli upp í 340 hö. og 450 Nm togi nær bíllinn 0–100 km/klst. á aðeins 5,9 sekúndum.

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur): 9,1 l/100 km

Losun koltvísýrings: 211 g/km

Gírkassi: Átta þrepa sjálfskipting með Stop/Start-kerfi

3,0 LÍTRA V6 340 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN, ALDRIF

3,0 LÍTRA V6 340 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN, ALDRIF

3,0 lítra 340 hö. V6-bensínvél með forþjöppu og aldrifi frá Jaguar veitir ökumanninum öryggi við allar aðstæður. Hún nær 0–100 km/klst. á 6,4 sekúndum.

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur): 9,8 l/100 km

Losun koltvísýrings: 234 g/km

Gírkassi: Átta þrepa sjálfskipting með Stop/Start-kerfi

5,0 LÍTRA V8 510 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN

5,0 LÍTRA V8 510 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN

Upplifðu afl sjöttu kynslóðar Eaton-forþjöppunnar í XJ Autobiography. Vélin nær 0–100 km/klst. á 4,9 sekúndum með 510 hö. og 625 Nm togi.

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur): 11,1 l/100 km

Losun koltvísýrings: 264 g/km

Gírkassi: Átta þrepa sjálfskipting með Stop/Start-kerfi

5,0 LÍTRA V8 575 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN

5,0 LÍTRA V8 575 MEÐ FORÞJÖPPU, BENSÍN

Ótrúlega öflug 5,0 lítra 575 hö. V8-vél með forþjöppu í XJR575 skilar óviðjafnanlegum afköstum – 0–100 km/klst. á 4,4 sekúndum og hámarkshraði er 300 km/klst.

Eldsneytisnotkun (blandaður akstur): 11,1 l/100 km

Losun koltvísýrings: 264 g/km

Gírkassi: Átta þrepa sjálfskipting með Stop/Start-kerfi

ÞÆGINDI OG STJÓRN

ÞÆGINDI OG STJÓRN

Adaptive Dynamics-fjöðrunin les bílinn allt að 500 sinnum á sekúndu til að stilla fjöðrun í samræmi við aðstæður. Samfelld stillingin heldur XJ fullkomlega stöðugum og eykur stjórn án þess að þægindum í akstri sé fórnað.

ALGER STJÓRN

ALGER STJÓRN

Átta þrepa sjálfskiptingu XJ er stjórnað með Jaguar-gírskiptirofa sem gengur upp um leið og ýtt er á gangsetningarhnappinn. JaguarDrive Control-rofinn býður upp á tvær akstursstillingar – kraftstillingu með hraðara viðbragði við inngjöf og vetrarstillingu sem býður upp á aukna stjórn í hálku.

BÆTT STÝRING OG AUKIÐ TOG

BÆTT STÝRING OG AUKIÐ TOG

Rafrænt mismunadrif með hemlatogstýringu hjálpar til við akstur XJR575. Þessi tækni býður upp á nákvæma stjórnun á afli til að hámarka grip og minnka spól. Ásamt DSC-stöðugleikastýringu og ABS-kerfi gerir þessi tækni þér kleift að njóta kraftsins í XJR575 til fulls.

ALL WHEEL DRIVE

Hugvitssamlegt aldrifskerfið bregst tafarlaust við þegar afturdekkin byrja að spóla og flytur átak til að vinna á móti því. Hægt er að flytja meira en 90 prósent togs frá vél frá afturdekkjunum í framdekkin til að hámarka spyrnu.

ASPC-GRIPKERFI

ASPC-GRIPKERFI

Einstakt ASPC-gripkerfi Jaguar er lághraðastilling sem vinnur á milli 3,6 og 30 km/klst. Kerfið gerir XJ kleift að ráða við aðstæður þar sem grip er takmarkað, hvernig sem veðrið er, til að ökumaðurinn geti einbeitt sér að því að stýra bílnum. Kerfið býr einnig yfir sérstökum eiginleika til að taka af stað á hálu yfirborði, auk brekkueiginleika sem stýrir ökuhraðanum í brattari brekkum.

XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL