• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

XF

Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 129‡ með beinskiptingu
Allt niður í 138‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Blandaður akstur l/100 km

Frá 4,9 ‡ með beinskiptingu
Frá 5,2 ‡ með sjálfskiptingu

XF byggir á arfleifð eins verðlaunaðasta Jaguar-bíls frá upphafi. Í þessum bíl koma saman stíll og afgerandi efnisnotkun sem skilar sér í aðlaðandi blöndu hönnunar, aksturseiginleika og fágunar í bíl sem er bæði spennandi og sparneytinn. Ofan á þetta bætist öll nýjasta tæknin sem tryggir öryggið, tengir þig og styttir þér stundir.

Finna söluaðila REYNSLUAKSTUR

XF 300 SPORT

Látlaus traust staða og einkennandi útlit sem fangar athyglina. Gulur áherslulitur á hemlaklöfum, dökksatíngrá loftunarop á hjólhlífum og glæsileg 300 Sport-merki. XF 300 SPORT er tilbúinn til að þjóta af stað.

SKOÐA XF 300 SPORT

LÉTTUR, LIPUR, VIÐBRAGÐSFLJÓTUR

Létt yfirbygging úr áli gerir XF léttari, lækkar rekstrarkostnað hans og minnkar losun niður í allt að 134 g/km1‡. Í akstri skila létt tveggja spyrnu fjöðrun að framan og óskipt fjölarma fjöðrun að aftan fyrsta flokks þægindum í akstri og stýri.

SKOÐA AKSTURSUPPLIFUN

FULLKOMIÐ HANDVERK

Þú velur XF ef þú vilt sérhannaðan munað, bíl þar sem fyrsta flokks efni eru fallega unnin í hönnun sem skilar ótakmörkuðum þægindum. Engu skiptir hvar þú situr í XF, alls staðar nær nútímaleg hönnun, björt náttúruleg lýsing og fyrsta flokks handverk að skapa andrúmsloft yfirvegunar og fágunar.

SKOÐA INNANRÝMI

HUGVIT FRÁ UPPHAFI TIL ENDA

XF státar af InControl-upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem tryggir þér tengingu og afþreyingu. Í öllum gerðum XF er framsækin Touch Pro-tækni staðalbúnaður. Jaguar-tækni, viðbragðsfljót, einföld og fullkomlega samþætt, býður upp á lausnir sem auðvelda þér aksturinn2.

SKOÐA MEIRI TÆKNI

FIMM STJÖRNUR Í ÁREKSTRARPRÓFUNUM EURO NCAP

Jaguar XF fékk fimm stjörnur í öryggis- og árekstrarprófunum Euro NCAP árið 2015.3

Bíllinn er búinn framúrskarandi árekstraröryggi sem skoraði hátt í öllum flokkum, þar á meðal fyrir farþega og gangandi vegfarendur, og er á meðal þeirra efstu í flokki sambærilegra bíla.

XF státar einnig af fjölbreyttum öryggiskerfum, þar á meðal neyðarhemlun, sem eykur enn við fyrsta flokks öryggi hans.

Frekari upplýsingar
XF FYRIR ATVINNUREKSTUR

XF FYRIR ATVINNUREKSTUR

Við hönnun XF horfðum við til allra þátta líftímakostnaðar. Niðurstaðan er allt að 34.000 km eða tvö ár á milli viðhaldstíma, losun koltvísýrings allt niður í 134 g/km1‡ og eldsneytisnotkun allt niður í 5,1 l/100 km4 - sem gerir XF leiðandi í flokki sambærilegra bíla.

VELDU ÚR FIMM GERÐUM

Finndu í XF það jafnvægi á milli sparneytni, afkasta og munaðar sem hentar þér.

VELDU ÞÉR GERÐ

XF PURE

Kjarninn í XF. Jaguar-afköst sniðin að þörfum ökumannsins í sparneytnum umbúðum.

XF PRESTIGE

Færðu munaðinn upp á næsta stig með nútímalegum efnum og fyrsta flokks handverki.

XF PORTFOLIO

Hátindur munaðar og handverks í XF.

XF R-SPORT

Djarfur og afgerandi. Augljóslega sportbíll að innan sem utan.

XF 300 SPORT

XF 300 Sport er birtingarmynd sportbílsins í sinni tærustu mynd.

XF S

Óheftur kraftur með óviðjafnanlegri 3,0 lítra V6-vél.

1Tölur um afköst vélar og eldsneytisnotkun eiga eingöngu við um XF Saloon.
2 Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum - upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa nettengingu á öllum svæðum.
3 Eingöngu XF Saloon.
4 Tölur um afköst vélar og eldsneytisnotkun eiga eingöngu við um XF Saloon.
NEDC-staðallinn er eldri prófunin sem notuð var til að mæla eldsneytisnotkun og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. WLTP (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi. Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum.