• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

XF S

Hér er XF í sinni æsilegustu og kraftmestu mynd. XF með afl V6.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 158‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Blandaður akstur l/100km

Frá 6,0 ‡ með sjálfskiptingu

XF S sameinar afl V6-vélarinnar og lúxussportbíl á hrífandi stílhreinan máta. Njóttu nákvæms aksturs, þökk sé sportfjöðrun, og framúrskarandi aksturseiginleika í boði Adaptive Dynamics-fjöðrunar og akstursstjórnstillingar. S-lögun yfirbyggingarinnar kallast á við afkastagetuna með rauðum hemlaklöfum, 19" álfelgum, tveimur púströrum, rennilegri vindskeið að aftan og einstökum stíl innanrýmisins.

Settu saman þinn eigin bíl

ÍBURÐUR SPORTBÍLSINS

XF S býður upp á íburðarmikinn munað í umbúðum sportbíls. Sportsæti klædd grófu leðri og rúskinnsáklæði, sílsalistar úr málmi og fjölnota stýrið bera öll hið einstaka S-merki.

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-fjöðrun tryggir hámarksþægindi og fullkomna stjórn með rafrænni stýringu dempara til að fínstilla fjöðrun XF. Kerfið greinir stýrið allt að 500 sinnum á sekúndu og hreyfingar yfirbyggingarinnar allt að 100 sinnum á sekúndu, auk fjölda aðgerða ökumanns, til að vakta og skila fullkominni stillingu fjöðrunar í samræmi við aðstæður og þarfir ökumanns.

SPORTSTÍLL

SPORTSTÍLL

XF S hefur afkastagetuna til að standa undir áræðnum stíl að innan sem utan. Yfirbyggingarstíll S gefur rennilegri lögun XF kraftalegra útlit með sportbílastuðara að framan, vindskeið og gljásvörtum sílsalistum. Að innan skapa sportsæti og dökk klæðningin innanrými sem ber afkastagetu bílsins með sér.

ALGERT AFL

ALGERT AFL

XF S er í boði með öflugri 380 hö. 3,0 lítra V6-bensínvélinni með forþjöppu sem einnig er að finna í F-TYPE. Þar fer vél sem sameinar áköf afköst, hámarkssparneytni og fágun. 450 Nm tog vélarinnar skilar hröðun frá 0-100 km/klst. niður í allt að 5,3 sekúndur og nær mest 250 km/klst.

GERÐU XF AÐ ÞÍNUM

Með fjölbreyttu úrvali aukahluta fyrir innanrými og ytra byrði geturðu sniðið XF að þínum smekk og lífsstíl.

SKOÐA AUKAHLUTI OG AUKABÚNAÐ

1 Framboð á þessum búnaði, og það hvort hann telst staðalbúnaður eða aukabúnaður, er mismunandi eftir markaðssvæðum. Upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar. 
2 Aðeins í boði sem staðalbúnaður með sjálfskiptingu. 
‡NEDC-staðallinn er eldri akstursprófun sem notuð var til að mæla eldsneytisnotkun og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. WLTP (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi. Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum.