• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

XF PURE

Kjarninn í XF. Jaguar-afköst sniðin að þörfum ökumannsins í sparneytnum umbúðum.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 129‡ með beinskiptingu
Allt niður í 138‡ með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN Blandaður akstur l/100km

Frá 4,9‡ með beinskiptingu
Frá 5,2 ‡ með sjálfskiptingu

Eftirtektarvert og straumlínulagað ytra byrðið kallast á við nútímalegt innanrýmið. XF Pure býður upp á þægindi og InControl-upplýsinga- og afþreyingarkerfi með 10" snertiskjá sem gerir aksturinn enn ánægjulegri. Auk þess tryggir fjölbreytt úrval véla og gírskiptinga að þú finnur það sem þig vantar, hvort sem þú sækist eftir afköstum eða sparneytni.

Settu saman þinn eigin bíl

PURE-FÁGUN

Í XF Pure finnirðu nýjustu tæknina og nútímalegt handbragð. Stílhrein þægindin koma fram í sætum með 8x8 stefnu stillingu og svartri klæðningu með fallegum frágangi. Háþróað upplýsinga- og afþreyingarkerfi og 125 W Jaguar-hljóðkerfi með átta hátölurum gera aksturinn enn ánægjulegri.

FJÖLBREYTT AFKASTAGETA

FJÖLBREYTT AFKASTAGETA

XF fæst afhentur með fjölbreyttu úrvali véla, allt frá 2,0 lítra, fjögurra strokka 163 ha. E-Performance-vél sem losar allt niður í 134 g/km af koltvísýringi upp í 2,0 lítra fjögurra strokka 300 ha. vél sem tekur 0-100 km/klst. á 5,9 sekúndum. Jaguar er með réttan XF fyrir þig, hvort sem þú kýst sparneytni eða kraft.

ÚRVAL GÍRKASSA

ÚRVAL GÍRKASSA

Hægt er að fá XF með annaðhvort sex gíra beinskiptingu1 eða átta þrepa sjálfskiptingu. Beinskiptingin skilar mjúkum og nákvæmum gírskiptingum með hámarksþægindum. Sjálfskiptingin er einnig mjúk og hún skilar hraðri skiptingu til að tryggja hnökralausa hröðun.

Myndin er af sjálfskiptingu

LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

LÍFTÍMAKOSTNAÐUR

XF var hannaður með því markmiði að halda líftímakostnaði lágum. Hann getur náð aðdáunarverðri sparneytni, allt niður í 5,1 l/100 km, og losun koltvísýrings allt niður í 134 g/km.

GERÐU XF AÐ ÞÍNUM

Með fjölbreyttu úrvali aukahluta fyrir innanrými og ytra byrði geturðu sniðið XF að þínum smekk og lífsstíl.

SKOÐA AUKAHLUTI OG AUKABÚNAÐ

1 Beinskipting er í boði með 2,0 lítra, fjögurra strokka 163 ha. (E-Performance) og 2,0 lítra, fjögurra strokka 180 ha. Ingenium-dísilvélum með forþjöppu.
2 Framboð á þessum búnaði, og það hvort hann telst staðalbúnaður eða aukabúnaður, er mismunandi eftir markaðssvæðum. Upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.
3 Aðeins í boði sem staðalbúnaður með sjálfskiptingu.
‡NEDC-staðallinn er eldri akstursprófun sem notuð var til að mæla eldsneytisnotkun og útblástur í farþegabifreiðum í Evrópu. WLTP (Worldwide harmonised Light vehicle Test Procedure) er nýja aðferðin sem hefur verið innleidd í áföngum frá 2017 og mælir eldsneytisnotkun, orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi. Tölur eru sýndar fyrir NEDC og fyrir nýju WLTP-akstursprófanirnar. Munurinn á tölum stafar af breytingum á því hvernig bílarnir eru prófaðir en ekki af minnkuðum afköstum.