• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

NOTAGILDI OG ÖRYGGI

XF býður upp á notadrjúgt rými, hagnýta eiginleika og fimm stjörnu öryggisbúnað samkvæmt Euro NCAP.
Myndin er af: XF S Sportbrake með aukabúnaði.

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Notadrjúgt rýmið í XF auðveldar þér að nýta hann til fulls. Notagildið og framúrskarandi tæknilausnir fyrir ökumann gera sérhvert ferðalag þægilegt og afslappandi.

Settu saman þinn eigin bíl

AFSLAPPANDI RÝMI

Í farþegarými XF finnurðu bæði munað og nóg af plássi. Höfuð- og fótarýmið í aftursætunum eykur enn á þægindi farþega. Lýsing í innanrými skapar þægilegt andrúmsloft í XF um leið og LED-lesljósin bjóða upp á kristaltæra lýsingu fyrir hvern og einn.

ÖRYGGI OG AÐSTOÐAREIGINLEIKAR FYRIR ÖKUMANN

Til að gera sérhvert ferðalag enn öruggara er XF búinn ýmiss konar ökumannsaðstoð. Með nýjustu InControl-tækninni hjálpar búnaðurinn til við að koma í veg fyrir árekstur og stjórna ýmsum akstursaðstæðum.

HÁÞRÓUÐ BÍLASTÆÐAKERFI

Þessi kerfi tryggja að nú hefur aldrei verið auðveldara að leggja í þröngt stæði. Skynjarar mæla plássið og, ef það á við, stýra XF sjálfkrafa bæði þegar lagt er við gangstéttarbrún og í hefðbundið bílastæði á meðan ökumaðurinn þarf eingöngu að stjórna hemlum og inngjöf. Að auki er hægt að nota eiginleika til að aka XF frá gangstéttarbrún. Bakkskynjarakerfið notar blindsvæðisskynjarana til að greina aðvífandi ökutæki sem ökumaðurinn kann að vera óafvitandi um og gefur frá sér hljóðmerki og tilkynningu á snertiskjánum. 3

spila

BLINDSVÆÐISHJÁLP OG BAKKSKYNJARI

Blindsvæðisskynjarinn lætur þig vita ef bíll er á blindsvæði eða nálgast það hratt með litlu viðvörunarljósi í viðkomandi hliðarspegli. Auk þess beitir blindsvæðishjálpin stýrisátaki í átt frá bílnum á blindsvæðinu ef þú byrjar að skipta um akrein. Með sama radarkerfi varar bakkskynjarinn þig í gegnum snertiskjáinn við ökutækjum á hreyfingu þegar þú bakkar, t.d. út úr bílastæði.

Meira

Nútímaleg og verðlaunuð hönnun Jaguar, framúrskarandi aksturseiginleikar og fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfi í bílnum er það sem aðgreinir XF frá keppinautum sínum. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman þinn fullkomna XF.

Settu saman þinn eigin bíl

1 Eingöngu XF Saloon.
2 Aukabúnaður (krefst lyklalauss aðgengis og bakkaðstoðar).
3 Aukabúnaður, framboð og uppsetning ræðst af markaðssvæði.
4 Aðeins í boði með Navigation Pro.