• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

INNANRÝMI

Innanrými XF býður upp á fyrsta flokks munað og nægt rými.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

NÚTÍMALEGT HANDVERK

Í innanrými XF er að finna fagurt handverk úr nútímaefnum sem tryggir frábær þægindi og vellíðan.

Settu saman þinn eigin bíl

ÓLÍKUR ÖLLUM ÖÐRUM

Sérhvert atriði í ökumannsrými XF 300 SPORT hefur verið nákvæmlega hannað og fullkomlega útfært, allt frá vélunnum gírskiptirofum úr áli til stýris með mjúku leðuráklæði.

SETIÐ UNDIR STÝRI

SETIÐ UNDIR STÝRI

Opnaðu dyrnar á XF. Ræsihnappurinn dregur þig til sín. Hann er tengingin á milli þín og bílsins. Hjarta sem slær. Sjötíu og tvö slög á mínútu nánar tiltekið: eins og hjartsláttur jagúarkattar í hvíld. Ýttu á ræsihnappinn og XF vaknar. Loftunaropin opnast í fullkominni samstillingu, satínsvartur skiptingarhnappurinn1 gengur mjúklega upp, vélin urrar - allt eiginleikar sem veita þér innblástur fyrir aksturinn framundan.

BESTU EFNIN

Leður og klæðningar eru vandlega valin til að tryggja að innanrými XF bjóði upp á ógleymanlega snertingu. Hvort sem þú kýst klæðningu úr koltrefjum eða viði með fallegu leðrinu er XF alltaf í útliti og áferð nákvæmlega eins og hann á að vera.

XF 300 SPORTSÆTI

Sportsætin eru með 14 stefnu stillingar, á þeim er gulur áherslusaumur og textinn „300 SPORT“ er upphleyptur á höfuðpúða.

FREKARI UPPLÝSINGAR
HÖNNUN

HÖNNUN

Í XF sameinast nákvæmt handbragð og nútímaefni í fjölbreyttu úrvali fyrir innanrýmið. Hægt er að velja lungamjúkt leður með tvöföldum saumi, þar á meðal Windsor-leður, með rennilegum klæðningum og ofnu gæðaáklæði í fjölbreyttum litum.

SÉRSNIÐ

Rennilegar klæðningar, hágæðaáklæði og leður og fjölbreytt úrval litasamsetninga gerir þér kleift að hanna XF eftir þínum smekk. Þú getur meira að segja fengið þín eigin orð þrykkt í upplýstar sílsahlífarnar.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
AFSLAPPANDI RÝMI

AFSLAPPANDI RÝMI

Í farþegarými XF finnurðu bæði munað og nóg af plássi. Höfuð- og fótarýmið í aftursætunum eykur enn á þægindi farþega. Lýsing í innanrými skapar þægilegt andrúmsloft í XF um leið og LED-lesljósin bjóða upp á kristaltæra lýsingu fyrir hvern og einn.

Nútímaleg og verðlaunuð hönnun Jaguar, framúrskarandi aksturseiginleikar og fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfi í bílnum er það sem aðgreinir XF frá keppinautum sínum. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman þinn fullkomna XF.

Settu saman þinn eigin bíl

1 Aðeins í boði með sjálfskiptingu.