• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

TÆKNI BÍLSINS

Notendavæn tækni XF gerir ferð þína öruggari, tengdari og ánægjulegri.
LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 99 g/km með beinskiptingu
Allt niður í 106 g/km með sjálfskiptingu

SPARNEYTNI í blönduðum akstri (l/100 km)

Frá 3,8 l með beinskiptingu
Frá 4,1 l með sjálfskiptingu

NÝSKÖPUN JAGUAR

Sérhver XF er búinn fjölbreyttu úrvali hugvitssamlegrar og samþættrar InControl-tækni Jaguar, allt frá fullkominni margmiðlunartækni til frábærra hljóðkerfa og snjallra aðstoðarkerfa fyrir ökumann.

Settu saman þinn eigin bíl

Tagline

Lorem ipsum dolor si.

Skoða
Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

INCONTROL1

Njóttu þess nýjasta í upplýsinga- og afþreyingakerfum og vertu í sambandi við XF og heiminn í gegnum InControl, ítarlegan tæknipakka Jaguar. Snjallar lausnir InControl-kerfisins vinna hnökralaust með tækjunum þínum, gögnum og miðlunarefni til að auka ánægjuna af því að eiga og aka XF.

TOUCH PRO

TOUCH PRO

Framsækin Touch Pro-tækni er staðalbúnaður í XF, með 10” snertiskjá og hröðum viðbragðstíma. Touch Pro býður meðal annars upp á raddstjórnun, leiðsögukerfi, með tvívíddar- og þrívíddarkortum, og forvirka leiðsögn2.

SKIPTUR SKJÁR

Skiptur skjár er aukabúnaður sem gerir ökumanni og farþega kleift að skoða hvor sitt efni á sama 10" snertiskjánum. Til dæmis getur farþeginn horft á kvikmynd (og hlustað á hljóðið með þráðlausum surround-heyrnartólum) á meðan ökumaðurinn fylgist með leiðsögukerfinu.3

WI-FI Í BÍLNUM

WI-FI Í BÍLNUM

Connect Pro-pakkinn eru aukabúnaður sem býður upp á heitan Wi-Fi-reit í gegnum öflugt loftnet XF og gerir farþegum kleift að tengja allt að átta tæki við Wi-Fi-net1 XF.

SJÓNLÍNUSKJÁR ⁵

Sjónlínuskjár XF er aukabúnaður, byggður á leysigeislatækni, sem gerir þér kleift að einbeita þér að veginum framundan. Þessi hátæknibúnaður varpar ýmis konar upplýsingum á framrúðuna. Skjárinn helst skýr í dagsljósi og tær leysigeislamyndin getur birt ökuhraða, leiðsögn, tilkynningar frá hraðastilli og gögn umferðarskiltagreiningar, þar sem það er í boði.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR

Gagnvirkur 12,3” ökumannsskjár4 með mikilli upplausn býður upp á viðeigandi akstursupplýsingar, þar á meðal leiðsögn á öllum skjánum með þrívíðum kortum, á hárréttum stað. Mikil upplausn tryggir hámarksskýrleika um leið og nákvæm vinnsla skilar hnökralausri og tærri mynd.

HLJÓMTÆKI

HLJÓMTÆKI

Jaguar-hljóðkerfið (180 W) býður upp á frábær hljómgæði í átta hátölurum. Að auki er hægt að velja enn betri hljóm með Meridian™-hljóðkerfi (380 W) með 10 hátölurum og tveggja rása bassahátalara eða Meridian Surround-hljóðkerfi (825 W) með 16 hátölurum og tveggja rása bassahátalara. Allir njóta umlykjandi hljóðupplifunar, hvar sem setið er í XF.

Nútímaleg og verðlaunuð hönnun Jaguar, framúrskarandi aksturseiginleikar og fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfi í bílnum er það sem aðgreinir XF frá keppinautum sínum. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman þinn fullkomna XF.

Settu saman þinn eigin bíl

1 Internetvirkni og Wi-Fi-tenging krefjast micro SIM-korts með viðeigandi gagnaþjónustu. Connect Pro-pakkinn felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum - upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa nettengingu á öllum svæðum. Hlaða verður niður forritunum InControl og Remote frá Apple/Play Store. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum. 
2 Öryggisrakning er áskriftarþjónusta sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. 
3 Aðeins í boði með Navigation Pro, geislaspilara/DVD-spilara og Meridian™-hljóðkerfi/MeridianTM Surround-hljóðkerfi. 
4 Aðeins í boði með Navigation Pro. 
5 Aðeins í boði með framrúðu sem dökknar í sólarljósi. 

Upplýsingar og myndefni sem kemur fram á þessari vefsíðu og tengist InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Leitaðu nýjustu upplýsinga og upplýsinga sem tengjast þínu svæði sérstaklega hjá næsta söluaðila Jaguar. 
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.