• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

YTRA BYRÐI

Óviðjafnanleg gæði og handverk, auk breskrar nútímahönnunar, gera XF að einstaklega fallegum bíl, hlöðnum kraftmiklum munaði.
LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 99 g/km með beinskiptingu
Allt niður í 106 g/km með sjálfskiptingu

SPARNEYTNI í blönduðum akstri (l/100 km)

Frá 3,8 l með beinskiptingu
Frá 4,1 l með sjálfskiptingu

RENNILEG HÖNNUN

Virtu fyrir þér ytra byrði sem er spennuþrungið og kraftmikið. Fallega dregnar línurnar kalla fram traustan andann. Öflugt grillið og ákveðinn rísandi vélarhlífarinnar kallast á við hann.

Settu saman þinn eigin bíl

FALLEGAR LÍNUR

Fullkomið jafnvægi í hlutföllum XF Saloon er dregið saman með einum áferðarfallegum boga sem liggur eftir endilangri yfirbyggingunni og endar í óviðjafnanlegum LED-afturljósunum, með tveimur hálfhringjum svipað og í F-TYPE.

Meira
FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

Formfögur hönnun ytra byrðis XF-bílanna er straumlínulöguð í eðli sínu. Hún er háþróuð og skilar framúrskarandi aksturseiginleikum og fágun. Smáatriði á borð við aðalljósin og loftunarop á hliðum hafa farið í gegnum hönnunarprófanir með það að markmiði að draga úr viðnámi og auka niðurþrýsting.

XF 300 SPORT

Sanseraðar dökksatíngráar felgur, 19” og 20”, eru eingöngu í boði fyrir XF 300 SPORT. Dökksatíngrá hönnun í stíl á ytra byrði gerir útlínur ökutækisins sérlega fallegar.

SKOÐA 300 SPORT
J-LAGA LED-DAGLJÓS

J-LAGA LED-DAGLJÓS

Stillanleg LED-aðalljós* með J-laga dagljósum frá Jaguar láta XF geisla á veginum.

KRÓMUÐ LOFTUNAROP Á HLIÐUM

KRÓMUÐ LOFTUNAROP Á HLIÐUM

Loftunarop á hliðum með neti, krómumgjörð og upphleyptu Jaguar-merki undirstrika rennilega hönnun og undirliggjandi afl XF.

AFTURLJÓS EINS OG Á F-TYPE

AFTURLJÓS EINS OG Á F-TYPE

Afgerandi LED-afturljósin með sinni einstöku línu, sem sótt eru til F-TYPE, eru einn af mörgum punktum yfir „i“ XF Saloon.

Nútímaleg og verðlaunuð hönnun Jaguar, framúrskarandi aksturseiginleikar og fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfi í bílnum er það sem aðgreinir XF frá keppinautum sínum. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman þinn fullkomna XF.

Settu saman þinn eigin bíl

1 Aukabúnaður. 
2 Framboð á þessum búnaði, og það hvort hann telst staðalbúnaður eða aukabúnaður, er mismunandi eftir markaðssvæðum. Upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.