• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

XE

Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

LOSUN KOLTVÍSÝRINGS Í BLÖNDUÐUM AKSTRI í g/km

Allt niður í 126 g/km með beinskiptingu
Allt niður í 135 g/km með sjálfskiptingu

SPARNEYTNI í l/100 km

Frá 4,8 l með beinskiptingu
Frá 5,1 l með sjálfskiptingu

GLÆNÝR FJÖLSKYLDUSPORTBÍLL

XE ber öll einkenni Jaguar með afgerandi útliti og einstökum aksturseiginleikum. XE er Jaguar út í gegn hvort sem um ræðir upplifun eða aksturseiginleika.

Settu saman þinn eigin bíl

SKILVIRKNI OG AFKÖST

XE líður í gegnum andrúmsloftið með loftviðnámsstuðul niður í allt að 0,26. Þessari einstöku straumlínulögun fylgir aflmikil vél. 2,0 lítra fjögurra strokka 300 ha. Ingenium-bensínvél með hverfilforþjöppu skilar framúrskarandi afli og togi. Einstök hröðun og framúrakstur er áreynslulaus með hámarkstogi á bilinu 1500-4500 sn./mín.

SKOÐA VÉLARTÆKNI

HREINAR LÍNUR

XE kallar á athygli, enda sker hann sig úr með flottum hlutföllum og fallegum línum sem einkenna bíla Jaguar.

SKOÐA YTRA BYRÐI

INCONTROL-TÆKNILAUSNIR

InControl er safn framúrskarandi tæknilausna sem tengir bæði þig og XE við umheiminn. InControl er búið hugvitssamlegri og framsækinni tækni sem tryggir að allir njóti ferðarinnar til fulls. 10" Touch Pro-skjárinn í miðjum miðstokknum styður stroku- og klemmuskipanir og skilar afburða hljóm- og myndgæðum og leiðsögn.

SKOÐA TÆKNI BÍLSINS

XE: SNJALLT VAL

Hugvitssamlegar og snjallar tæknilausnir sem halda rekstrarkostnaði niðri, auk þess að skila betri kjörum á tryggingum, gera XE að snjöllu vali.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

LEIÐANDI Í FLOKKI SAMBÆRILEGRA BÍLA Í ÁREKSTRARPRÓFUNUM EURO NCAP

XE fékk ekki aðeins fimm stjörnu einkunn fyrir öryggi í prófununum heldur er hann einnig öruggasti fjölskyldubíllinn í flokki sambærilegra bíla eftir að hafa borið sigur úr býtum á verðlaunaafhendingu Euro NCAP fyrir árið 2015. 

Útnefning sem öruggasti bíllinn í flokki sambærilegra bíla og fimm stjörnu einkunn í árekstrarprófunum Euro NCAP byggjast á framúrskarandi árekstraröryggi með háum einkunnum í öllum flokkum, líka öryggisþáttum tengdum farþegum og gangandi vegfarendum. 

XE er búinn fjölbreyttum öryggiskerfum, þar á meðal neyðarhemlun sem gerir fyrsta flokks öryggi enn betra.

SKOÐA VEFSVÆÐI EURO NCAP
XE FYRIR ATVINNUREKSTUR

XE FYRIR ATVINNUREKSTUR

Allt sem viðkemur hönnun XE er miðað við rekstrarþarfir fyrirtækja. Líftímakostnaður bílsins er meira en samkeppnishæfur, losun koltvísýrings er frá 106 g/km og eldsneytisnotkun frá 4,1 l/100 km.

XE LANDMARK EDITION

Hannaður til að bera af með einstakri yfirbyggingu og fallegum 18" felgum.

SKOÐA XE LANDMARK EDITION

JAGUAR XE-LÍNAN

Finndu samsetningu sparneytni, afkasta og lúxus í XE sem hentar þér.

VELDU ÞINN XE
XE SV PROJECT 8

XE SV PROJECT 8

Aflmesti Jaguar-bíllinn til þessa.

XE PURE

Kjarni XE – afköst með áherslu á ökumanninn og rómaðri Jaguar-fágun.

XE PRESTIGE

Aukinn lúxus með innanrými úr vönduðustu efnum.

XE PORTFOLIO

Hátindur lúxussins í XE með áherslu á glæsileika og fágun.

XE R-SPORT

Eftirtektarverður stíll með sportlegu ytra byrði og sportsætum með átta stefnustillingum.

XE LANDMARK EDITION

Áður óþekkt blanda kraftmikils, sportlegs stíls og fágunar.

XE 300 SPORT

Stílhreinn og öruggur bíll með fallegri hönnun.

XE S

Óheftur kraftur með ótrúlegri 3,0 lítra 380 hestafla V6-vél með forþjöppu.

* Þegar InControl kemur á markað kunna tilteknir eiginleikar að vera valfrjálsir og mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Upplýsingar um framboð og skilmála í þínu landi er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila. Tiltekinn búnaður krefst viðeigandi SIM-korts með gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem kemur fram á þessari vefsíðu og tengist InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.