• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Play

INNANRÝMI

Samhæft, nákvæmt og fallega unnið. XE veitir ökumanni og farþegum fullkomið andrými.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

VIÐ STJÓRNVÖLINN

Þú verður eitt með XE um leið og þú rennir þér í lág og umlykjandi Jaguar-sætin. Við hlið þér gefur hástæður miðstokkurinn
 þér aukna tilfinningu fyrir stjórnrýminu og mælaborðið líður fallega niður til hliðanna. Öll stjórntæki eru innan seilingar.

Settu saman þinn eigin bíl

MUNURINN KRISTALLAST Í SMÁATRIÐUNUM

MUNURINN KRISTALLAST Í SMÁATRIÐUNUM

XE 300 SPORT fylgir ekki tískustraumum, hann er uppspretta þeirra. Tvöfaldur gulur áherslusaumur gefur innanrýminu afgerandi og sportlegt útlit.

LÚXUS-MÆLABORÐ

Einstakt stallað mælaborð XE líður áreynslulaust frá þér og skapar tilfinningu fyrir rými.

XE VAKINN

XE VAKINN

Ræsihnappurinn í XE er tengingin á milli þín og bílsins. Hjarta sem slær. Sjötíu og tvö slög á mínútu nánar tiltekið: eins og hjartsláttur jagúarkattar í hvíld. Ýttu á ræsihnappinn og fylgstu með XE vakna, horfðu á vísana tifa*, hlustaðu á vélina urra. Í bílum með sjálfskiptingu gengur JaguarDrive Control-rofinn upp.

*Tifandi vísar eru ekki í boði með gagnvirkum ökumannsskjá.

FÁGUÐ SMÁATRIÐI

Leðrið er keypt af virtustu framleiðendum Bretlands og Ítalíu til að tryggja náttúrulega og silkimjúka áferð. Tvöfaldir saumar auka endingu og hægt er að fá þá litaða til að undirstrika munaðinn í innanrými XE.

Settu saman þinn eigin bíl
SÉRSNIÐ

SÉRSNIÐ

Þú getur hannað áferð og útlit farþegarýmis XE eftir þínu höfði. Við bjóðum upp á fyrsta flokks gæði, nútímaefni og óviðjafnanlegt handverk, þú segir okkur bara hvernig innanrými þú vilt. Rennilegar nútímaklæðningar og gæðaáklæði og leður eru í boði með fjölbreyttum litaþemum.

300 SPORT-SÆTI

Sportsæti með góðum stuðningi, 300 SPORT-merki og gulum áherslusaum gefa innanrými XE 300 SPORT einstakt útlit og yfirbragð.

SKOÐA XE 300 SPORT
HÖNNUN

HÖNNUN

Náttúrulegar línur í innanrými XE kalla á notkun bestu fáanlegu efna og áferðar, bæði í nútímalegum og klassískum stíl. Loftunarop með satínkrómumgjörð marka enda mælaborðsins í XE þar sem þau liggja upp við dyrnar. Með þægilegri baklýsingu undirstrika þau bæði breidd farþegarýmisins og áherslu okkar á smáatriðin.

ÞÆGINDI Í AFTURSÆTI

ÞÆGINDI Í AFTURSÆTI

4672 mm á lengdina og 1850 mm á breiddina (fyrir utan hliðarspegla) tryggja að XE rúmar auðveldlega þrjá fullorðna einstaklinga í aftursæti. Og það er nóg pláss í viðbót fyrir farangurinn í 455 lítra farangursgeymslu.

STAÐALBÚNAÐUR

HIRSLUR Í INNANRÝMI

HIRSLUR Í INNANRÝMI

Haganleg uppsetning innanrýmisins í XE býður upp á margar þægilegar hirslur. Hægt er að geyma sólgleraugu í geymsluhólfi í lofti, bakka sem rúmar snjallsíma er að finna í miðstokknum, armpúðinn geymir rúmgott hólf og í hverri hurð er að finna geymsluhólf.

HÓLF Í HURÐUM

HÓLF Í HURÐUM

Stór hólf í fram- og afturhurðum bjóða upp á rúmgóða geymslu og auðvelda þér að halda XE snyrtilegum.

2x 12 V INNSTUNGUR

2x 12 V INNSTUNGUR

Tvær 12 volta innstungur eru staðalbúnaður í XE, fullkomið þegar hlaða þarf fleiri en eitt tæki í einu.

XE-línan sameinar afköst, háþróaða tækni og einkennandi hönnun, sem allt má þakka léttri yfirbyggingunni úr áli. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XE fyrir þig.

Settu saman þinn eigin bíl