• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

TÆKNI Í JAGUAR XE

XE er hlaðinn nýjustu tækni til að tryggja þér öryggi, afþreyingu og tengingu.

NÝSKÖPUN JAGUAR

XE er búinn fjölbreyttu úrvali hugvitssamlegrar og fullsamþættrar tækni, allt frá fullkominni margmiðlunartækni til frábærra hljómtækja og snjallra aðstoðarkerfa fyrir ökumann.

Settu saman þinn eigin bíl
TOUCH PRO

TOUCH PRO

Touch Pro færir XE upp á hæsta tæknistig með mjög viðbragðsfljótum 10“ snertiskjá. Touch Pro býður upp á stillanlegan upphafsskjá og raddstjórnun.

SKIPTUR SKJÁR*

Skiptur skjár gerir ökumanni og farþega kleift að skoða hvor sitt efni á sama 10" snertiskjánum. Farþegi í framsæti getur t.d. horft á kvikmynd (og hlustað á hljóðið með þráðlausum heyrnartólum) á meðan ökumaðurinn fylgist með leiðsagnarforritinu.

GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR*

GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR*

Kristaltær 12,3" gagnvirkur ökumannsskjár XE býður upp á myndrænt viðmót með ítarlegum eiginleikum sem gera aksturinn enn ánægjulegri. Þú getur stillt hann eftir þínu höfði með fjórum mismunandi skjáþemum og kortastillingu

HEITUR WI-FI-REITUR

HEITUR WI-FI-REITUR

Boðið er upp á heitan Wi-Fi-reit fyrir ökumann og farþega með tengingu við 4G-símkerfi í gegnum öflugt utanáliggjandi loftnet XE. Hægt er að nota allt að átta tæki samtímis þannig að allir geta sinnt vinnu og félagslífi og notið afþreyingar meðan á akstri stendur.

SJÓNLÍNUSKJÁR

Sjónlínuskjárinn er aukabúnaður sem notar leysigeislatækni til að birta helstu upplýsingar um aksturinn á framrúðunni. Þar sem slíkt er í boði birtast tilkynningar um umferðarskiltagreiningu, ökuhraða, leiðsögn og hraðastilli með skýrum hætti, jafnvel þegar sólin skín beint á rúðuna. Sjónlínuskjárinn lágmarkar þann tíma sem ökumaðurinn þarf að líta niður á mælaborðið.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

HLJÓMTÆKI

HLJÓMTÆKI

Hægt er að fá XE með fjölbreyttu úrvali framúrskarandi hljóðkerfa, þar á meðal 125 W Jaguar-hljóðkerfi með sex hátölurum. Meridian AudioTM býður upp á framúrskarandi hljóðheim. Veldu á milli Meridian-hljóðkerfis og Meridian Surround-hljóðkerfis. Með 825 W Meridian Surround-hljóðkerfinu nýturðu íburðarmikils og umlykjandi hljóðheims, óháð því hvar þú situr, í gegnum 16 hátalara og bassahátalara.

AÐSTOÐ FYRIR BÍLASTÆÐI OG AKSTUR

Til að gera ferðalagið enn öruggara er XE búinn ýmiss konar ökumannsaðstoð. Með nýjustu tækni hjálpar búnaðurinn til við að koma í veg fyrir árekstur og grípa inn í ýmsar akstursaðstæður.

SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN**

Ef hætta er á árekstri gefur XE frá sér hljóðviðvörun um yfirvofandi ákeyrslu. Á eftir henni koma sjónrænar viðvaranir í mælaborðinu. Ef þú bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs. 

** Staðalbúnaður (ræðst af markaðssvæði).

Meira

XE-línan sameinar afköst, háþróaða tækni og einkennandi hönnun, sem allt má þakka léttri yfirbyggingunni úr áli. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XE fyrir þig.

Settu saman þinn eigin bíl