• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Spila

YTRA BYRÐI

XE ber það greinilega með sér að vera Jaguar.
LOSUN KOLTVÍSÝRINGS í g/km

Allt niður í 99 g/km með beinskiptingu
Allt niður í 106 g/km með sjálfskiptingu

ELDSNEYTISNOTKUN í blönduðum akstri í l/100 km

Frá 3,8 l með beinskiptingu
Frá 4,1 l með sjálfskiptingu

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

RENNILEG HÖNNUN

Mikil vinna hefur verið sett í lögun XE til að tryggja hárfína straumlínulögun og stöðugleika. Hann smýgur áreynslulaust í gegnum loftið og sparar með því eldsneyti og minnkar útblástur. Hver einasta eining byggist á hámarksstraumlínulögun ytra byrðisins án þess að fórna fullkomnum hlutföllum XE.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

FRAMÚRSKARANDI STRAUMLÍNULÖGUN

Straumlínulögunin er grundvallarþáttur í hönnun yfirbyggingar XE sem býður framúrskarandi loftviðnámsstuðul allt niður í 0,26. Meira að segja undirvagnsvörnin, sem hönnuð er í anda kappakstursbíla, og dreifarinn eru hönnuð til að gera XE eins sparneytinn, hagkvæman og fágaðan og hægt er.

FRAMHLUTI

Fagurlega mótuð vélarhlífin líður aftur frá afgerandi „J“-laga aðalljósunum* - leiðir loftstrauminn yfir og með hliðum yfirbyggingarinnar og lágmarkar loftmótstöðu. XE er í startholunum, tilbúinn að rjúka af stað. 
*Aukabúnaður (staðalbúnaður í Portfolio, Landmark Edition, 300 SPORT og S)

VELDU GERÐ

HLIÐ

Straumlínulögun XE leiðir loftið hnökralaust að afturhlutanum um leið og uppvísandi miðlínan geislar af hreyfanleika, líka í kyrrstöðu. Krómuð loftunarop á hliðum, með Jaguar-heitið ástimplað, eru meðvituð vísun í F-TYPE, líkt og Jaguar-lykkjan sem sveigir sig um hliðargluggana.

VELDU GERÐ

AFTURHLUTI

Þú þarft ekki að horfa lengi til að sjá að hér fer Jaguar. Afturhluti XE er vísvitandi hafður stuttur með lítilli skögun til að undirstrika afkastagetuna og auka loftstreymið.

VELDU GERÐ
BENDISTÝRÐUR AFTURHLERI

BENDISTÝRÐUR AFTURHLERI

Með afturhlera með bendistjórnun* getur ökumaður opnað og lokað afturhleranum handfrjálst utan við bílinn í stað þess að þurfa að snerta bílinn eða nota lykil með fjarstýringu. Það nægir að setja fótinn undir annað afturhorn bílsins til að opna eða loka skottlokinu.

*Krefst lyklalauss aðgengis og bakkaðstoðar

HÖNNUN JAGUAR XE

XE 300 SPORT

Ýmiss konar ný hönnun skreytir ytra byrðið, þar á meðal grill með 300 SPORT-merki og einstök dökksatíngrá loftop á hjólhlífum.

SKOÐA XE 300 SPORT
KRÓMUÐ LOFTUNAROP Á HLIÐUM

KRÓMUÐ LOFTUNAROP Á HLIÐUM

Loftunarop á hliðum með neti, krómumgjörð og Jaguar-þrykkingu kalla fram sportbílseiginleika XE.

KRÓMAÐUR HLIÐARBOGI

KRÓMAÐUR HLIÐARBOGI

Farþegarýmið er fallega rammað inn með gluggum undir samfelldum krómboga.

AFTURHLIÐAR

AFTURHLIÐAR

Sterklegar afturhliðar XE og fullkomið skögunarhlutfall eru óræk sönnun þess að hér fer Jaguar. Jaguar, sem hefur verið í fararbroddi í framleiðslu bíla úr áli í meira en áratug, hefur eitt fyrirtækja yfir að ráða tækni og sérfræðiþekkingu til að skapa þessi skörpu brot.

AUÐÞEKKJANLEG AFTURLJÓS

AUÐÞEKKJANLEG AFTURLJÓS

Hönnunareinkenni afturljósa XE eru sótt í smiðju F-TYPE með lítilli dýfu á beinni láréttri línu.

XE-línan sameinar afköst, háþróaða tækni og einkennandi hönnun, sem allt má þakka léttri yfirbyggingunni úr áli. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XE fyrir þig.

Settu saman þinn eigin bíl