• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

VÉLATÆKNI JAGUAR XE

Afl XE er fengið frá fjölbreyttu úrvali háþróaðra bensín- og dísilvéla.

AFKÖST OG SKILVIRKNI

Hvort sem þú velur nýjustu háþróuðu Ingenium-dísilvélina eða kýst frekar bensínvélar finnurðu vél sem býður upp á afköst, fágun og eldsneytisnýtingu sem henta þér.

Settu saman þinn eigin bíl

HUGVITSSAMLEGT AFL

XE-vélarnar eru búnar Stop/Start-tækni* og hugvitssamlegri endurnýtingarhleðslu þar sem hreyfiorka frá hemlun er notuð til að hlaða rafgeyminn til að hámarka sparneytni, sérstaklega við innanbæjarakstur.

*Framboð misjafnt eftir markaðssvæðum

Settu saman þinn eigin bíl
INGENIUM-LÍNAN

INGENIUM-LÍNAN

Ingenium-vélarnar frá Jaguar Land Rover eru ný tegund véla sem eru hannaðar fyrir hnökralaus afköst, fágun og skilvirkni. Framúrskarandi tækni og gegnheil álsmíði Ingenium skilar einstaklega lítilli eldsneytisnotkun og afgerandi minni losun koltvísýrings.

INGENIUM-BENSÍNVÉL

INGENIUM-BENSÍNVÉL

XE er í boði með úrvali bensínvéla, þ.m.t. þremur Ingenium-vélum. Þessar 2,0 lítra, fjögurra strokka Ingenium-bensínvélar með forþjöppu eru 200 ha., 250 ha. og 300 ha. og skila frábæru afli og togi. Létt hönnun og notkun viðnámslítilla keflalega skilar mýkt og miklum afköstum.

INGENIUM-DÍSILVÉL

INGENIUM-DÍSILVÉL

Ingenium-tæknin liggur til grundvallar í þremur dísilvélunum í XE-bílunum. Þessar viðnámslitlu álvélar eru með stífum strokkstykkjum og tvöföldum sveifludeyfum sem gera að verkum að titringur er í algjöru lágmarki. Allar vélarnar eru búnar Stop/Start-tækni* og hugvitssamlegri endurnýtingarhleðslu þar sem hreyfiorka frá hemlun er notuð til að hlaða rafgeyminn til að hámarka sparneytni, sérstaklega við innanbæjarakstur.
*Framboð misjafnt eftir markaðssvæðum

KRAFTMIKLAR VÉLAR

KRAFTMIKLAR VÉLAR

3,0 lítra 380 ha. V6-bensínvélin með forþjöppu hefur verið löguð sérstaklega að þörfum XE. Tvær vortex-forþjöppur af Roots-gerð liggja í V-inu á milli strokkaraðanna til að spara pláss. Þær skila aflinu línulega og hámarka viðbragð vélarinnar.

ENGINE RANGE

Kynntu þér tæmandi tæknilýsingu XE, þar á meðal upplýsingar um vél og skiptingu.

Settu saman þinn eigin bíl
SJÁLFSKIPTING

SJÁLFSKIPTING

Átta þrepa sjálfskipting XE er einstaklega viðbragðsfljót, mjúk og skilvirk skipting sem skilar hröðum gírskiptum til að tryggja hnökralausa hröðun. Gírskiptingin undir nútímalegum satínsvörtum skiptingarhnappinum býður upp á enn hraðari gírskiptingu og sportlegri niðurgírun í kraftstillingunni og hraðari uppgírun í sparneytnu stillingunni. Einnig er hægt að skipta handvirkt um gíra með rofum í stýrinu.

XE-línan sameinar afköst, háþróaða tækni og einkennandi hönnun, sem allt má þakka léttri yfirbyggingunni úr áli. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XE fyrir þig.

Settu saman þinn eigin bíl