• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

AKSTURSEIGINLEIKAR

XE tengir ökumanninn við bílinn og bílinn við veginn með því nýjasta í hugviti, tækni og hönnun frá Jaguar.

ÞÆGINDI OG KRAFTUR

XE Pure skilar einstakri svörun og kröftugum afköstum án þess að það komi niður á þægindum í akstri - einstakt jafnvægi að hætti Jaguar. Nú er hægt að fá XE með aldrifi og IDD-kerfi (e. Intelligent Driveline Dynamics) sem býður upp á enn betri akstursgetu við erfið akstursskilyrði.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
image 1 image2

LÉTT YFIRBYGGING ÚR ÁLI

Ótrúlega sterkbyggð yfirbygging XE sparar aukakílóin án þess að það komi niður á styrkleikanum og býður upp á nánast fullkomna 50:50 þyngdardreifingu. Létt yfirbygging dregur ekki bara úr eldsneytisnotkun og losun koltvísýrings heldur gerir hún XE kleift að bjóða upp á losun allt frá 106 g/km og hámarkshraða upp á 250 km/klst.

TOGSTÝRING

TOGSTÝRING

Hemlatogstýring XE býður upp á fullkomna stjórn, jafnvel í kröppustu beygjum. Kerfið beitir hemlum aðskilið á fram- og afturhjólin innra megin í beygjunni sem skilar lipurð sportbíls og öruggari akstri.

REYNSLUAKTU XE

* Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

ALDRIF OG IDD-KERFI

Aldrifskerfi Jaguar XE-bíla skilar mýkri og öruggari akstri á hvers kyns undirlagi. Kjarninn er skjótvirkur og fyrirferðarlítill millikassi með innbyggðum IDD-hugbúnaði. IDD-hugbúnaðurinn er hannaður hjá Jaguar og búinn hugvitssamlegum reikniritum til að laga sig að ástandi vegar. Kerfið nýtir bæði fyrirbyggjandi aðgerðir og bregst við aðstæðum til að koma í veg fyrir gripmissi í stað þess að reyna að ná gripinu aftur.

ADSR-GRIPKERFI

ADSR-GRIPKERFI

AdSR-gripkerfið (e. Adaptive Surface Response) greinir mismunandi yfirborð til að tryggja hámarksgrip við slæm veðurskilyrði og á torfæru undirlagi.*

*AdSR-gripkerfið er í boði sem aukabúnaður með aldrifsbílum með Adaptive Dynamics-fjöðrun og akstursstjórnstillingu.

ASPC-GRIPKERFI

ASPC-gripkerfið er einstakt kerfi í þessum flokki bíla og býður upp á öruggari akstur á hálu yfirborði. Hér er um að ræða lághraðastillingu sem gerir XE kleift að ráða við aðstæður þar sem spyrna er takmörkuð, hvernig sem veðrið er, til að þú getir einbeitt þér að stýrinu.

ASPC-gripkerfið er einstakt kerfi í þessum flokki bíla og býður upp á öruggari akstur á hálu yfirborði. Hér er um að ræða lághraðastillingu sem gerir XE kleift að ráða við aðstæður þar sem spyrna er takmörkuð, hvernig sem veðrið er, til að þú getir einbeitt þér að stýrinu.

INNBLÁSIN FJÖÐRUN

Afspyrnugóður fjöðrunarbúnaður XE að framan og aftan er punkturinn yfir i-ið á undirvagni sem er fullkomin blanda sportlegheita og fágunar. Framúrskarandi demparatækni - bæði hlutlaus og sjálfvirk - eykur gæði akstursins og býður upp á aukna akstursgetu í XE. Stjórnun fjöðrunarinnar, lipurð og svörun vekja sportbílinn í XE.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

Meira

* Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

FRAMÚRSKARANDI AKSTURSEIGINLEIKAR

Kraftstillingin kallar fram sportlegan karakter XE. Hún eykur viðbragð inngjafarinnar, þyngd stýrisins og hraða gírskiptingarinnar á miklum vélarhraða.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

JAGUARDRIVE CONTROL-ROFINN

JaguarDrive Control-rofinn gerir þér kleift að velja á milli hefðbundinnar stillingar, sparneytinnar stillingar (ECO), kraftstillingar og hálkustillingar (fyrir rigningu, ís og snjó) fyrir stýri og inngjöf. Sparneytna stillingin býður upp á minni eldsneytisnotkun á meðan kraftstillingin eykur viðbragð inngjafar og stýris. Þegar hálkustillingin er valin dregur kerfið sjálfkrafa úr viðbragði inngjafarinnar og beitir hægari spyrnu til að halda gripi á hálu yfirborði.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

Spila

RAFDRIFIÐ EPAS-AFLSTÝRI

Rafdrifið EPAS-aflstýrið í XE býður upp á framúrskarandi svörun og hjálparátak sem veitir þér afbragðsstjórn þegar ekið er greitt og léttir undir þegar stýrinu er snúið á hægum hraða. Auk þess er það eingöngu virkt þegar á þarf að halda sem sparar afl og eldsneyti. 

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

Spila

XE-línan sameinar afköst, háþróaða tækni og einkennandi hönnun, sem allt má þakka léttri yfirbyggingunni úr áli. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XE fyrir þig.

Settu saman þinn eigin bíl