• JAGUAR F‑PACE

  Hagnýtasti sportbíllinn frá Jaguar.

 • Jaguar E‑PACE

  Fyrsti millistærðar sportjeppinn frá Jaguar. Í honum sameinast flott útlit, lipurð og kraftmiklir aksturseiginleikar.

 • JAGUAR I‑PACE

  Við kynnum til sögunnar I‑PACE Concept, forútgáfu af fyrsta rafmagnsbíl Jaguar.

 • JAGUAR F‑TYPE

  Kraftmikill, snarpur og auðþekkjanlegur F‑TYPE er sannkallaður Jaguar-sportbíll.

 • JAGUAR XE

  Háþróaðasti, sparneytnasti og fágaðasti fjölskyldusportbíll Jaguar frá upphafi.

 • JAGUAR XF

  Jaguar út í eitt. Afgerandi hönnun XF sker sig úr.

 • JAGUAR XJ

  Premium-lúxusfólksbíll, rúmgóður og fallegur en jafnframt kraftmikill og lipur.

Um Jaguar

SJÁLFBÆRNI

Jaguar hefur frá upphafi framleitt fallega og hraðskreiða fjölskyldu- og sportbíla sem bjóða viðskiptavinum okkar upp á þægindi, fágun og frábæra akstursupplifun. Til að tryggja að svo megi áfram vera þurfum að tryggja sjálfbærni rekstursins til langs tíma.

Yfirlit yfir sjálfbærnimarkmið Jaguar

Fyrir tíu árum byrjuðum við að leggja markvissa áherslu á sparneytna hönnun með þróun léttrar álgrindar fyrir 2003 árgerðina af Jaguar XJ. Í nýjum XK sem settur var á markað 2006 var notkun áls tekin skrefinu lengra með þróaðri yfirbyggingu sem skilaði leiðandi styrk og stífni í flokki sambærilegra bíla með mun minni þyngd. Með 2010 árgerð XJ er enn bætt í með nýrri kynslóð yfirbygginga úr áli. Hér eru notuð háþróuð efni og tækni, mörg hver fengin úr geimferðaiðnaðinum, til að búa til sterka og létta grind sem er hnoðuð og fest saman án logsuðu, en það er alger nýjung hjá Jaguar.

Einnig hleyptum við af stokkunum átaksverkefnum í umhverfismálum til að auka sparneytni og draga úr losun koltvísýrings í vörunum okkar, þar með talið með framleiðslu mjög skilvirkra dísilvéla og frekari notkun léttra og endurvinnanlegra efna.

Nýjustu framþróunina á þessu sviði er að finna í öllum nýjum bensín- og dísilvélum sem fylgja 2010 árgerð XK, XF og XJ. Þessar vélar eru mun sparneytnari og losa minni koltvísýring um leið og þær skila mun meira afli og togi. Þannig fæst það besta úr báðum heimum.

Umhverfisorðspor varanna okkar er enn frekar staðfest með opinberri umhverfisvottun nýja XJ-bílsins. Vottunin er byggð á heildarlosun við framleiðslu, notkun efna og förgun.

Meginmarkmið okkar er að draga úr umhverfisáhrifum vegna starfsemi okkar með því að bæta verkferla og vörur, fullnýta aðföng, lágmarka útblástur og úrgang og gera orkunotkun skilvirkari.

Þetta gerum við með því að horfa heildrænt á efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega ábyrgð okkar. Við metum áhrif allra aðgerða, setjum okkur markmið um endurbætur þar sem þarf og skráum niður árangurinn sem næst. Grundvöllur rekstrarins er áhersla á samfellda endurskoðun og betrumbætur og eftirfylgni við eða umfram lagalegar kröfur.

Áætlun um kolefnisjöfnun

Í apríl 2009 hleypti Jaguar af stokkunum áætlun um kolefnisjöfnun vegna losunar koltvísýrings frá samsetningu allra bíla í tveimur verksmiðjum fyrirtækisins í Bretlandi. Í samvinnu við ClimateCare, sérfræðinga í kolefnisjöfnun, erum við að fjárfesta í verkefnum sem beinast að þremur þáttum; umskiptum úr jarðefnaeldsneyti í endurnýjanlega orkugjafa, framboði endurnýjanlegra orkugjafa og bættri nýtingu orku, bæði innan samfélaga og iðnaðarins sjálfs.

Samhliða þessu kynntum við til sögunnar áætlun sem þeir eigendur Jaguar geta gerst aðilar að sem vilja jafna út losun koltvísýrings frá bílnum sínum (bæði fyrir nýja og notaða bíla). Eigendur sem velja taka þátt fá sent vottorð frá ClimateCare og svæði á vefsvæði fyrirtækisins þar sem hver og einn getur séð hvaða verkefni framlag þeirra styður við. Hægt er að finna frekari upplýsingar um þessa áætlun eða sækja um kolefnisjöfnun fyrir Jaguar-bílinn á: http://www.climatecare.org/jaguar