DIESEL EXHAUST FLUID (DEF)
EURO 6, DÍSILVÉLAR OG SCR-KERFI: ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA

Við útskýrum hvaða þýðingu útblásturslöggjöfin Euro 6 hefur fyrir bílana okkar, ökumenn og umhverfið.

HVAÐ ER DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVI?

Dísilútblástursvökvi (DEF), einnig þekktur sem AdBlue®, AUS 32 og ARLA 32, er litlaus, lyktarlaus og óeldfimur vökvi sem er ekki eitraður. Vökvinn er geymdur í sérstökum geymi í bílnum þaðan sem honum er sprautað inn í útblásturskerfið til að hreinsa útblástur. Vökvinn brýtur niður köfnunarefnisoxíð (NOx) í útblæstri og breytir því í skaðlausa vatnsgufu og köfnunarefnisgas.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:wJAJ_gSByQY
HVERNIG VEIT ÉG HVORT LÍTIÐ ER EFTIR AF DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVA?

Þegar lítið er eftir af dísilútblástursvökva birtast nokkur skilaboð í skilaboðamiðstöðinni.

1. Fyrstu skilaboðin upplýsa ökumanninn um að staðan í DEF-geyminum hafi lækkað og áfylling sé ráðleg.

2. Öðrum skilaboðunum fylgir GULT viðvörunartákn og fram kemur að fylla þurfi á DEF-geyminn.

3. Með þriðju skilaboðunum er byrjað að telja niður þá vegalengd sem eftir er þangað til DEF-geymirinn tæmist. Eftir það verður ekki hægt að gangsetja bílinn.

4. Síðustu skilaboðunum fylgir RAUTT viðvörunartákn og það birtist þegar framangreind vegalengd er komin niður í núll. Fram kemur að ekki verði hægt að gangsetja bílinn aftur fyrr en fyllt hefur verið á DEF-geyminn.

FINNA ÞJÓNUSTUUMBOÐ

ATHUGIÐ: Þegar lítið er eftir af AdBlue® birtist tilkynning í skilaboðamiðstöðinni. Fylltu á AdBlue®-geyminn eins fljótt og auðið er. Hafa má samband við söluaðila Jaguar/Land Rover eða viðurkennt verkstæði til að bóka AdBlue®-áfyllingu. Ef með þarf er hægt að fylla á AdBlue® með því að nota áfyllingarflöskur með lekavörn sem hægt er að kaupa hjá söluaðila Jaguar/Land Rover eða viðurkenndu verkstæði. Meðalnotkun AdBlue® er 800 km á lítrann. Notkunin getur hins vegar verið mjög breytileg eftir aksturslagi, veðri og ástandi vegar.

DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVA VIÐHALDIÐ

Mikilvægt er að viðhalda magni dísilútblástursvökva í Jaguar-bílnum þínum þar sem löggjöf ESB kveður á um að ekki sé hægt að gangsetja vélina án hans. Skilaboðamiðstöðin í bílnum lætur þig vita með góðum fyrirvara þegar farið er að lækka í DEF-geyminum og minnir þig á að panta áfyllingu í tíma. Söluaðili Jaguar eða viðurkennt verkstæði fyllir einnig á geyminn við reglubundið viðhald. Leitaðu nánari upplýsinga í eigandahandbókinni.

FINNA ÞJÓNUSTUUMBOÐ
Hvernig á að fylla á AdBlue<sup>TM</sup>
JAGUAR XE
HORFA Á MYNDBAND
yt:Co0KZ2-P-tY
JAGUAR XF
HORFA Á MYNDBAND
yt:Iw0LfNWqlWI
JAGUAR XJ
HORFA Á MYNDBAND
yt:kGF-tVOet6I
JAGUAR F‑PACE
HORFA Á MYNDBAND
yt:7TVPQ8jrXr0
ADBLUE®-ÁFYLLING

Ef fylla þarf á áður en komið er að næsta viðhaldstíma bjóðum við upp á AdBlue-áfyllingu upp að þeirri hæð sem framleiðandi mælir með, óháð því hve mikið þarf að fylla á.

FINNA ÞJÓNUSTUUMBOÐ
ALGENGAR SPURNINGAR
ALMENNT
HVERSU OFT ÞARF ÉG AÐ FYLLA Á DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVANN?

Notkun dísilútblástursvökva getur verið mjög breytileg. Meðalnotkunarhlutfall getur verið 800 km/lítra, en þetta notkunarhlutfall getur orðið meira en tvöfalt hærra, allt eftir aksturslagi, ástandi vega og veðurskilyrðum.

HVAÐ GERIST EF DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVINN KLÁRAST?

Ef dísilútblástursvökvinn klárast er ekki hægt að gangsetja Jaguar-bílinn aftur eftir að drepið hefur verið á vélinni. Þetta er samkvæmt kröfum EU6-útblásturslöggjafarinnar. Fylla verður á geyminn með minnst 3,6 lítrum af dísilútblástursvökva til þess að hægt sé að gangsetja bílinn.

HVERNIG Á ÉG AÐ GEYMA DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVANN?

Ávallt skal geyma dísilútblástursvökva í upprunalegu íláti og fylgja ráðleggingum framleiðanda um geymslu og meðhöndlun sem finna má á flöskunni. Aldrei skal geyma dísilútblástursvökva í bílnum.

VIÐHALD
HVERNIG ATHUGA ÉG STÖÐU DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVA?

Upplýsingar um vegalengdina fram að næstu áfyllingu DEF-geymisins er alltaf að finna í skilaboðamiðstöðinni á mælaborðinu*.

Fylgdu þessum einföldu skrefum:
1. Svissaðu á en ekki gangsetja vélina (Gættu þess að vera með gildan snjalllykil inni í bílnum og ekki stíga á hemlafótstigið. Haltu START/STOP-hnappi vélarinnar inni þangað til viðvörunarljósin í mælaborðinu kvikna)
2. Ýttu á OK-hnappinn á stýrinu til að opna aðalvalmyndina (Í sumum gerðum þarf að ýta oft á OK-hnappinn þar til „Driver Assistance“ (aðstoð við ökumann) birtist)
3. Notaðu niðurörvarhnappinn á stýrinu til að fletta niður og velja „Vehicle Info“ (upplýsingar um bílinn)
4. Ýttu á OK-hnappinn til að staðfesta valið
5. Flettu niður til að velja „Diesel Exhaust Fluid“ (dísilútblástursvökvi) (Í sumum gerðum stendur „Next Service“ (viðhald næst))
6. Ýttu á OK-hnappinn til að staðfesta valið. Staða dísilútblástursvökvans er birt.

* Sumir bílar geta ekki birt framangreindar upplýsingar. Nánari útskýringar má nálgast hjá söluaðila Jaguar / viðurkenndu verkstæði.

GET ÉG FYLLT Á DEF-GEYMINN?

Já, hægt er að kaupa 1,89 lítra flöskur af dísilútblástursvökva með lekavörn hjá söluaðila Jaguar eða viðurkenndu verkstæði til að fylla á geyminn. Þessar flöskur eru sérhannaðar til að vera þægilegar í notkun og koma í veg fyrir leka. Við mælum ekki með að fyllt sé á geyminn með ílátum af annarri gerð. Ekki hella neinum öðrum vökva í DEF-geyminn eða dísilútblástursvökva sem uppfyllir ekki staðalinn ISO 22241-1 eða DIN 70070 þar sem það getur komið í veg fyrir að bíllinn starfi rétt. Ef þú hellir óvart dísilútblástursvökva í eldsneytisgeyminn SKALTU EKKI gangsetja vélina heldur hringja tafarlaust í söluaðila Jaguar eða vegaaðstoð. Aldrei má nota dísilútblástursvökvadælur fyrir atvinnubifreiðar á bensínstöðvum þar sem rennslishraðinn er of mikill og veldur skemmdum á DEF-geymi bílsins.
Í eigandahandbókinni finnurðu leiðbeiningar um hvernig á að fylla á DEF-geyminn

ÖRYGGI
ER DÍSILÚTBLÁSTURSVÖKVINN HÆTTULEGUR?

Þótt dísilútblástursvökvi sé ekki hættulegur ætti að skoða leiðbeiningar á umbúðum og leita til læknis ef vökvinn kemst í snertingu við einhvern líkamshluta eða ef hann er innbyrtur fyrir slysni. Ef dísilútblástursvökvi kemst í snertingu við lakkið á Jaguar-bílnum skaltu einfaldlega þurrka hann af og skola svæðið með sápuvatni. Dísilútblástursvökvi getur aftur á móti skilið eftir bletti á klæðningum og fatnaði og ef hann hellist niður ætti að fjarlægja hann umsvifalaust með köldu vatni og rökum klút.

HVAÐ ER EURO 6?

Euro 6 er hluti af Evrópulöggjöf sem hefur það að markmiði að gera bíla umhverfisvænni með því að takmarka útblástursefni frá þeim. Löggjöfin takmarkar hversu mikið köfnunarefnisoxíð (NOx) og vetniskolefnagas ökutæki má losa á hvern kílómetra.

Mismunandi takmarkanir gilda um bensín- og dísilbíla samkvæmt nýju Euro 6-löggjöfinni. Í dísilbílum hefur leyft magn NOx-útblásturs verið minnkað niður í 80 mg/km (úr 180 mg/km) og leyft magn vetniskolefna í útblæstri hefur verið minnkað niður í 170 mg/km (úr 230 mg/km). Leyft magn NOx-útblásturs í bensínbílum er áfram 60 mg/km og leyft magn vetniskolefna í útblæstri er áfram 100 mg/km.

Jaguar ber, líkt og öðrum bílaframleiðendum, lagaleg skylda til að fylgja þessum reglugerðum frá og með eftirfarandi dagsetningum:

- Frá 1. janúar 2015 verða allir nýir bílar á markaði að uppfylla staðla Euro 6. Þetta tekur til allra nýrra gerða á markaðinum, til dæmis: Jaguar XE - Bílar sem þegar eru komnir í sölu verða að fylgja reglugerðunum frá og með 1. september 2015 en
bíla sem þegar eru komnir í sölu og voru smíðaðir hjá og afhentir frá framleiðanda fyrir 1. júní 2015 má halda áfram að selja til 1. september 2016. Framleiðandinn verður hins vegar að sækja um undanþágu í slíkum tilvikum.

HVAÐ ER SCR-KERFI?

SCR-tækni er notuð í öllum dísilbílum frá Jaguar af árgerð 2016. Hún gerir Jaguar kleift að uppfylla kröfur EU6-útblásturslöggjafarinnar með því að draga úr magni köfnunarefnisoxíðs (NOx) frá útblásturskerfinu um allt að 90%. Auk nýrrar kynslóðar hvarfakúts krefst SCR-tæknin notkunar dísilútblástursvökva.

FINNA ÞJÓNUSTUUMBOÐ

*AdBlue® usage is dependant on driving style and supplied figures are indicative only

The DEF quality and flow rate are similarly monitored. You will be notified if the system detects inferior DEF quality or a malfunction, starting with an alert that gives you 530 miles to correct the problem. Once more, the vehicle will not restart if you don’t take corrective action in this period.

PETROL AND DIESEL EMISSION STANDARDS IMPROVEMENT 2000 – 2014

Technical innovations have helped to lower vehicle emissions over the last 15 years. Since 2000, NOx limits for diesel engines have reduced by 84% and particulates by 90%.

The table below outlines the reductions:

For more information on DEF please contact your local Jaguar Retailer or refer to your Owner’s Handbook. AdBlue® is a registered trademark of the Verband der Automobilindustrie e. V. (VDA).

TERMS AND CONDITIONS

*Offer available at participating Jaguar Retailers / Authorised Repairers. Fee for DEF / AdBlue® check and top up to manufacturer fill level is £29.99 RRP per vehicle on a single visit. Eligible on Jaguar vehicles only. Please contact your retailer to book in advance to avoid disappointment.

Finnurðu ekki það sem þig vantar?
CONTACT US
FINNDU SÖLUAÐILA Í NÁGRENNINU
BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
AUKAHLUTIR
Við erum með allt sem þú þarft til að sérsníða bílinn þinn og að sjálfsögðu samþykkta varahluti frá Jaguar