NÝR JAGUAR F-PACE SVR

NÝR JAGUAR F-PACE SVR

Við kynnum hraðskreiðasta jeppann okkar, með V8-vél með forþjöppu og óviðjafnanlegri snerpu.
MYNDASAFN

AFKÖST

LIPURÐ OG SNERPA

LIPURÐ OG SNERPA

F-PACE SVR skilar meiri afköstum, snerpu og krafti en nokkru sinni fyrr og er hápunktur margverðlaunaðrar hönnunarlínu okkar.

TÆKNILÝSING F-PACE SVR

vél

5,0 lítra


Öflug 5,0 lítra V8-vélin með forþjöppu frá Jaguar er hjartað í F-PACE SVR.

HÁMARKSKRAFTUR

550 (405) HÖ. (kW)


550 HA. (405 kW) afl tryggir spennandi akstursupplifun í hvert sinn sem þú sest við stýrið.

HÁMARKSTOG

700 Nm


Með F-PACE SVR fæst aukin toggeta, eða allt að 700 Nm.

0–100 KM/KLST.

4,0 sekúndur


Með nýjustu tækni, þar á meðal Dynamic Launch-eiginleikanum, getur F-PACE SVR náð 100 km hraða á aðeins 4 sekúndum.

HÖNNUN

YTRA BYRÐI

YTRA BYRÐI

Hönnun F-PACE SVR felur í sér stærri loftinntök, loftunarop á vélarhlíf, hliðarloftunarop á aurbrettum og vindskeið að aftan, en allt miðar þetta að því að auka niðurþrýsting og draga úr viðnámi. Útkoman er meiri afköst og aukinn stöðugleiki.

SKOÐA MYNDASAFN
STÆRRI LOFTINNTÖK

STÆRRI LOFTINNTÖK

Nýi framstuðarinn undirstrikar sportlega stílinn og stærri loftinntök kæla V8-vélina með forþjöppu. Grillið er gljásvart með einstakri satíngrárri umgjörð og SVR-merki setur punktinn yfir i-ið.
KÖRFUSÆTI

KÖRFUSÆTI

Þú tengist F-PACE SVR allt frá því að þú sest í körfusætin, klædd mjúku Windsor-leðri og rúskinni eða hálf-anilínleðri. Upphituð fram- og aftursætin eru með SVR-merki og einstöku götuðu mynstri.
STÝRI

STÝRI

Leðurklætt SVR-stýri með þumalgripi eykur enn á sportlega upplifunina, sem og eldrauðir og ljóstunglgráir saumarnir ásamt SVR-merkinu. 12,3" gagnvirki ökumannsskjárinn frá Pivi Pro sýnir svo yfirlit yfir helstu upplýsingar.

SVARTUR SVR-PAKKI

FALLEGUR STÍLL

Undirstrikaðu kraftmikið útlit F-PACE SVR með svörtum SVR-pakka. Gljásvartir listar og skreytingar, allt frá gljásvartri umgjörð um grillið og loftunarop á vélarhlíf til Jaguar-merkis og F-PACE merkinga, skerpa á útliti bílsins.

SKOÐA NÁNAR

SVO-SÉRSMÍÐADEILD

SVO-SÉRSMÍÐADEILD

SVO-sérsmíðadeildin framleiðir allt það besta sem Jaguar býður upp á, fjölbreytt úrval SV-gerða, safneintök í takmörkuðu upplagi og einstakar sérsmíðar.
GERÐIR JAGUAR F-PACE

GERÐIR JAGUAR F-PACE

Hægt er að skoða alla línuna hér.
SKOÐA GERÐIR

Skoða tölur úr WLTP-prófunum
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

*Connected Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila Jaguar.

Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fulla stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Tilteknum búnaði fylgir áskrift sem krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.