JAGUAR E-PACE

HELSTU ATRIÐI

SKOÐA MYNDASAFN

AFKÖST

Mikið úrval véla ásamt kraftmiklum og fáguðum aksturseiginleikum skapar fullkomið jafnvægi milli stíls og afkasta í E-PACE.

TENGILTVINNBÍLL

TENGILTVINNBÍLL

Í rafmagnsstillingu (EV) er Jaguar E-PACE tengiltvinnbíllinn (PHEV) með allt að 62 km akstursdrægi††, sem er fullkomið fyrir daglegan akstur innan borgarinnar. Bensínvél fyrir lengri ferðir gerir E-PACE tengiltvinnbílinn að afar hentugum smájeppa.

TÆKNILÝSING E-PACE TENGILTVINNBÍLA

HLEÐSLUTÍMI 0–80%

30

mínútur*

Það er þægilegt að hlaða E-PACE tengiltvinnbílinn og endurhlaða meðan á ferð stendur.

ELDSNEYTISNOTKUN

1,4–1,6

l/100 km††

Fáðu meira út úr ferðinni með hinum sparneytna E-PACE tengiltvinnbíl.

LOSUN

32–36

g/km††

Minnkaðu koltvísýringslosunina með E-PACE tengiltvinnbílnum.

DRÆGI Á RAFMAGNI

62–59

km ††

Skemmri ferðir henta fullkomlega fyrir rafmagnsakstur (EV).

E-PACE býður upp á fjölbreyttan akstursbúnað sem gerir allar ferðir betri, hvaða gerð sem þú velur.

ALDRIF

ALDRIF

Aldrifið stjórnar dreifingu togs á milli fram- og afturöxla á snjallan hátt sem eykur afköstin við mismunandi skilyrði. Með því að auka tog skilar aldrifið líflegri aksturseiginleikum og eykur stöðugleika við erfiðar aðstæður til að þú getir haldið áfram að njóta ferðarinnar.
AKSTURSEIGINLEIKAR

AKSTURSEIGINLEIKAR

Einstakt jafnvægi milli lipurðar og þæginda í akstri – upplifðu spennuna við að aka þessum Jaguar-bíl. Fjölbreytt úrval endurbættra véla, þar á meðal með nýrri hybrid-tækni, tryggir að þú finnur vél sem hentar þínum þörfum.
ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

ADAPTIVE DYNAMICS-FJÖÐRUN

Adaptive Dynamics-fjöðrun er aukabúnaður sem tryggir nákvæmar hreyfingar og mjúkan akstur með því að greina stöðu hjóla og hreyfingar yfirbyggingarinnar. Dempararnir stilla fjöðrunina til að viðhalda fullkomnu jafnvægi á milli þæginda, fágunar og lipurðar. ​
AKSTURSSTJÓRNSTILLING

AKSTURSSTJÓRNSTILLING

Til að auka annaðhvort fágun og þægindi eða afkastagetu bílsins er akstursstjórnstillingin kjörin til að gera ökumanni kleift að sérstilla inngjöf, gírskiptingar, stýri og fjöðrun E-PACE bílsins eftir því hvaða aksturseiginleikar eru nauðsynlegir hverju sinni.

TÆKNI

Hugvitssamleg tæknin í E-PACE – þar á meðal Pivi, upplýsinga- og afþreyingarkerfið okkar – er fljótvirk og hrein unun í notkun. Hún tryggir að bíllinn og ökumaðurinn verði eitt, og E-PACE er tilbúinn af stað um leið og þú.

EINFALDLEIKI ER STAÐALBÚNAÐUR

Meðal staðalbúnaðar í Pivi eru:
• 11,4" snertiskjár
• Stafrænt útvarp
• Ný viðmótshönnun
• Apple CarPlay®1
• Android AutoTM2
• Remote3

Uppfærðu í Pivi Pro4 til að fá það nýjasta í bílagervigreind, t.d. eiginleika á borð við leiðsögukerfi sem bætir sjálfkrafa við þekkingu sína, og njóttu þess að vera í netsambandi á ferðinni.
EINFALDLEIKI ER STAÐALBÚNAÐUR
FLJÓTLEGAR UPPLÝSINGAR
HLJÓÐ FRÁ MERIDIAN

NOTAGILDI OG ÖRYGGI

E-PACE býður upp á fjölbreyttan akstursbúnað sem gerir allar ferðir betri, hvaða gerð sem þú velur.

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

CLEARSIGHT-BAKSÝNISSPEGILL

ClearSight-baksýnisspegillinn veitir þér alveg óhindrað útsýni aftur fyrir bílinn. Þessi nýja tækni sendir vídeóstraum í beinni úr myndavél á þaki E-PACE, sem tryggir stöðugt útsýni óháð því hvað er á bak við þig.
GEYMSLUPLÁSS Í INNANRÝMI

GEYMSLUPLÁSS Í INNANRÝMI

E-PACE er sportbíll sem lumar á stóru farangursrými og mesta geymslurými sem völ er á í flokki sambærilegra bíla. Stórt hanskahólf og djúp hólf í framhurðum tryggja að þú getur geymt allt það nauðsynlegasta nálægt þér, auk þess sem stór farangursgeymslan tekur við öllu sem þú þarft á lengri ferðum.
LED-AÐALLJÓS

LED-AÐALLJÓS

LED-aðalljósin eru búin einkennandi dagljósum með „J“-laga hönnun sem tryggja að þú sjáist skýrt og greinilega, líka á björtustu dögum. Þau bæta líka dálitlum þrótti í aksturinn með stefnuljósum með raðlýsingu að framan og aftan, sem eru staðalbúnaður.
RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ HANDFRJÁLSRI OPNUN

RAFKNÚINN AFTURHLERI MEÐ HANDFRJÁLSRI OPNUN

Rafknúinn afturhleri með handfrjálsri opnun gerir þér kleift að opna og loka farangursrýminu án þess að þurfa að snerta lykilinn eða bílinn. Settu fótinn undir afturhorn bílsins til að opna eða loka afturhleranum.
AKSTURSAÐSTOÐ

AKSTURSAÐSTOÐ

Jaguar E-PACE er með innbyggðan akstursaðstoðarbúnað sem auðveldar þér að leggja í stæði og komast um innanbæjar, auk þess sem utanbæjaraksturinn verður ánægjulegri. Þessi tæknibúnaður léttir þér lífið með því að draga úr akstursálaginu.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

Gerðu E-PACE að þínum með því að velja gerð, vél og útfærslupakka.

SÉRSNÍDDU ÞINN JAGUAR E-PACE

Veldu gerð, vél og útfærslupakka áður en þú sérsníður bílinn með vali á lakki, felgum og möguleikum fyrir innanrými.

SKOÐA NÁNAR

GERÐIR JAGUAR E-PACE

GERÐIR JAGUAR E-PACE

Hér er að finna alla vörulínuna og ótal valkosti hvað varðar framúrskarandi hönnun, akstursaðstoð og tæknibúnað.
SKOÐA GERÐIR
TÆKNILÝSING

TÆKNILÝSING

Kynntu þér smáatriðin. Fáðu frekari upplýsingar um afkastagetu, mál og eldsneytisnotkun véla.
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

AUKABÚNAÐUR OG AUKAHLUTIR

Bættu við smáatriðum sem endurspegla þinn stíl eða útbúðu E-PACE með hentugum aukahlutum. Fjölbreytt úrval okkar þýðir að þú getur lagað bílinn þinn nákvæmlega að þínum þörfum.
SKOÐA AUKABÚNAÐ OG AUKAHLUTI
MYNDASAFN

MYNDASAFN

Áhersla á smáatriði í bílunum okkar hefur ávallt verið í fyrirrúmi. E-PACE er þekktur fyrir fágun, hagkvæmni og öruggan akstur.
SKOÐA MYNDASAFN


Skoða WLTP-tölur
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins með fullhlaðinni rafhlöðu. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Koltvísýringslosun, eldsneytis- og rafmagnsnotkun og drægi geta verið mismunandi eftir t.d. aksturslagi, umhverfisaðstæðum, farmi, hjólabúnaði, aukahlutum, leiðinni sem ekin er og ástandi rafhlöðu. Tölur um drægi byggjast á fjöldaframleiddum bíl á staðlaðri leið.

1Bíllinn býður upp á notkun Apple CarPlay. Þjónustan sem Apple CarPlay veitir veltur á því hvaða búnaður er í boði í þínu landi. Fáðu frekari upplýsingar á https://www.apple.com/uk/ios/feature-availability/#apple-carplay.

2Bíllinn er tilbúinn fyrir Android Auto. Þjónustan sem boðið er upp á í Android Auto ræðst af eiginleikum sem boðið er upp á í þínu landi. Frekari upplýsingar er að finna á https://www.android.com/auto/.

3Remote felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Jaguar Remote-forritið þarf að sækja á Apple App Store/Google Play Store.

4Tengdur Navigation krefst áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.

5Aðeins í boði með framrúðu sem dökknar í sólarljósi á sumum markaðssvæðum.

6Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að endurnýja eftir upphafstímabilið.

7Fellur undir stefnu um sanngjörn afnot. Þegar 20 GB gagnanotkun er náð innan eins mánaðar kann virkni og gagnahraði í bílnum að minnka það sem eftir er viðkomandi mánaðar. Til að fá frekari upplýsingar um reglur um sanngjörn afnot sem tengjast þessum eiginleika skaltu kynna þér skilmála InControl Pivi Pro á www.jaguar.com/pivi-pro-terms. Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnis. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun.

8Tími spilunar er háður viðkomandi streymisþjónustu og upplausn myndefnis. Háskerpumyndefni mun auka verulega gagnanotkun. Inniheldur 1 árs áskrift sem hægt er að endurnýja eftir upphafstímabilið.

Aukabúnaður, og framboð hans, getur verið háður tæknilýsingu bíls (gerð og aflrás) og misjafn eftir markaðssvæðum eða getur krafist uppsetningar á öðrum búnaði. Hafðu samband við söluaðila til að fá nánari upplýsingar eða útfærðu bílinn þinn á netinu.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

Eiginleikar og valkostir Pivi og InControl, þjónusta þriðju aðila og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum – upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Ekki er hægt að ábyrgjast tengingu við farsímakerfi á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir.

Apple CarPlay er vörumerki Apple Inc. Notendaskilmálar Apple Inc. kunna að gilda.

Android Auto er vörumerki Google LLC.

Meridian er skráð vörumerki Meridian Audio Ltd. Trifield og „three fields“-tækið er vörumerki Trifield Productions Ltd.

NanoeTM er vörumerki Panasonic Corporation