ÖRYGGI

Fjölmargir háþróaðir aðstoðareiginleikar fyrir ökumann og öryggiskerfi eru hönnuð til að vernda þig í hverri bílferð.

XJ er búinn ótal aðstoðareiginleikum fyrir ökumann sem efla hver annan og gera aksturinn auðveldari og öruggari.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SÉREINKENNI
HANNAÐUR MEÐ SJÁLFSÖRYGGI Í HUGA
Þú getur verið fullviss um að XJ býður upp á fullkomna aðstoð og vernd, bæði fyrir þig og farþega þína, sama hvert verkefnið er og við öll skilyrði.
LÝSANDI SNILLD
Öflug og skilvirk LED-aðalljósin á XJ gefa frá sér sérlega mjúkan ljósgeisla og lýsingu sem er líkari náttúrulegri dagsbirtu – þannig ertu fljótari að koma auga á hluti og aðra bíla. Einnig er hægt að fá ljósin með sjálfvirkri stillingu framljósa1, sem vinnur eftir hreyfingum stýrisins til að auka lýsingu í beygjum, og sjálfvirkri háljósaaðstoð1 sem lækkar aðalljósin þegar bíll nálgast.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:r5uU9Ed_tvo
BARNABÍLSTÓLAR
Hægt er að fá margar gerðir barnabílstóla fyrir XJ til að tryggja öryggi barnanna. Festingar fyrir ungbarnastóla og barnastóla, sessur fyrir eldri börn - auðvelt er að koma öllum búnaði frá okkur fyrir í bílnum, taka hann úr og hreinsa hann.
AÐSTOÐAREIGINLEIKAR FYRIR ÖKUMANN
AKREINASKYNJARI
Akreinaskynjarinn2 skapar aukið öryggi á löngum ferðalögum. Hann skynjar þegar bíllinn reikar yfir á næstu akrein og varar þig við með sjónrænni viðvörun og léttum titringi í stýrinu.
AKREINASTÝRING
Akreinastýringin2 vinnur með akreinaskynjaranum2 til að greina þegar bíllinn reikar óvart yfir á næstu akrein og beinir honum mjúklega til baka.
SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN
Ef hætta er á árekstri gefur XJ frá sér hljóðviðvörun um yfirvofandi ákeyrslu. Á eftir henni koma sjónrænar viðvaranir. Ef þú bregst ekki við beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
BLINDSVÆÐISHJÁLP
Blindsvæðishjálp1 2 getur komið í veg fyrir árekstra. Ef bíllinn greinir annan bíl á blindsvæðinu þegar verið er að skipta um akrein kviknar lítið viðvörunarljós á viðeigandi hliðarspegli og smávægilegu stýrisátaki er beitt til að fá ökumann til að stýra frá aðvífandi bíl.
ÖKUMANNSSKYNJARI
Ökumannsskynjari2 greinir þegar þig fer að syfja og lætur þig vita þegar þú ættir að taka þér hlé frá akstri.
UMFERÐARSKILTAGREINING OG SJÁLFVIRK HRAÐATAKMÖRKUN
Umferðarskiltagreiningin tryggir að ökumaður hafi réttar upplýsingar og hugann við veginn með því að birta skilti fyrir hámarkshraða og framúrakstursbann á mælaborðinu. Þegar kveikt er á sjálfvirku hraðatakmörkuninni stillir kerfið hraða bílsins í samræmi við upplýsingar úr umferðarskiltagreiningu.
ÁVALLT VIÐ STJÓRNVÖLINN

Protect býður upp á neyðarsímtalseiginleika sem vísar viðbragðsaðilum á nákvæma staðsetningu þína í neyðartilvikum. Kerfið býður einnig upp á sérsniðna Jaguar-aðstoð með því að senda staðsetningu þína og greiningargögn úr bílnum til að lágmarka tafir. Með forritinu Remote Premium geturðu fylgst með XJ í gegnum snjallsímann, t.d. kannað eldsneytisstöðuna eða athugað hvort bíllinn er læstur.

AÐSTOÐAREIGINLEIKAR FYRIR ÖKUMANN
SJÁLFVIRKUR HRAÐASTILLIR MEÐ FJARLÆGÐARSTILLINGU
Sjálfvirkur hraðastillir og fjarlægðarstilling1 skynja hvenær ökutæki fyrir framan bílinn hægir á sér og hægja á bílnum til að viðhalda öruggri fjarlægð. Þegar bílinn fyrir framan eykur hraðann á ný fylgir XJ fast á eftir.
BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
Bílastæðaaðstoðin1 2 auðveldar ökumanni að leggja samsíða eða hornrétt í stæði eða aka út úr því með því að stýra bílnum í og úr stæðinu. Aðeins þarf að velja viðeigandi gír og stjórna hraða bílsins. Myndir og tilkynningar leiða þig í gegnum ferlið.
360° BÍLASTÆÐAKERFI
360° bílastæðakerfið1 er búið skynjurum á öllum hliðum bílsins sem sjálfkrafa kviknar á þegar bakkgírinn er valinn. Einnig er hægt að kveikja handvirkt á kerfinu. Á meðan bílnum er lagt segja upplýsingar á snertiskjánum og hljóðmerki til um hversu nærri hindranir eru.
360° MYNDAVÉL
360° myndavél1 býður upp á útsýni í kringum bílinn á snertiskjánum sem hjálpar til við ýmsar athafnir, svo sem að leggja við gangstéttarbrún eða aka inn og út úr þröngum stæðum.
BAKKSKYNJARI
Bakkskynjari1 varar ökumann við bílum, gangandi vegfarendum eða öðrum hættum báðum megin við bílinn. Kerfið notar bæði hljóðrænar og myndrænar viðvaranir til að gera ökumanni viðvart og veita honum upplýsingar, líka þegar eitthvað byrgir honum sýn.

XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Eiginleikar og framboð þeirra kann að vera mismunandi eftir útfærslum bíla og markaðssvæðum. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.
2Ekki í boði í útfærslum með aldrifi.

Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
Þegar InControl kemur á markað kunna tilteknir eiginleikar að vera valfrjálsir og mismunandi eftir markaðssvæðum eða aflrásum. Upplýsingar um framboð og skilmála í þínu landi er að finna á vefsvæði Jaguar fyrir þitt land eða hjá næsta söluaðila. Sumir eiginleikanna krefjast viðeigandi SIM-korts með viðeigandi gagnaáskrift sem þarfnast áframhaldandi áskriftar eftir upphafstímabil frá söluaðila. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa tengingu á öllum svæðum. Upplýsingar og myndefni sem kemur fram á þessari vefsíðu og tengist InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar