INNANRÝMI

Hvort sem litið er til 10" snertiskjásins eða handunninnar klæðningarinnar býður XJ upp á framúrskarandi tækni, lúxus og þægindi†. Gæði handverksins í innanrýminu gera XJ einstakan í sinni röð.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ

†Ökutækin sem sjást í myndefni eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar

Innanrýmið í XJ er jafnháþróað og það er íburðarmikið. Auk þess sem gæði handverksins gera það algerlega einstakt. Í XJ er boðið upp á alla nýjustu tæknina í tengimöguleikum og þannig geturðu sótt þér bæði upplýsingar og afþreyingu. Fjölbreytt úrval lita, efna og áferða tryggir að lokum að innanrýmið endurspeglar tærleika og skýrar línur ytra byrðisins.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
SÉREINKENNI
RÝMI TIL AÐ DRAGA ANDANN DJÚPT
Í innanrými XJ ýtir þakglugginn enn frekar undir rýmistilfinninguna og það gera líka handunnar klæðningarnar í farþegarýminu. Ýmsar sportlegar lausnir bæta enn við lúxustilfinninguna og fosfórblá lýsingin setur punktinn yfir i-ið. Þú ferðast því ekki í XJ, þú líður áfram.
INN Í NÝJA VÍDD
Í XJ-gerðum með lengra hjólhafi er veglegt rýmið fært inn í nýja vídd, án þess að dregið sé úr fallegu og glæsilegu ytra byrðinu. Í þessum gerðum er fótarými aftursætisfarþega meira en einn metri – sem skapar fullkomnar aðstæður til að vinna, njóta fjölbreytilegs afþreyingarefnis eða láta einfaldlega líða úr sér.
GÆÐAHANDVERK
Höfuðpúðarnir í XJ50 eru með upphleyptu Jaguar-merki. Listinn fyrir ofan mælaborðið og armpúðinn í miðjunni eru með XJ50-merkinu og gljáandi valhnotuklæðningin skapar íburðarmikla áherslulínu í farþegarýminu.
HUGAÐ AÐ HVERJU SMÁATRIÐI
Rúmgott aftara farþegarýmið er hannað til að hámarka þægindin. Hægt er að auka enn frekar við þægindin með 10,2" skörpum og útdraganlegum skjáum og armpúða í miðjunni sem geymir margmiðlunarstjórntæki og stýringar fyrir fram- og aftursæti, auk þess að nýtast sem geymslurými. Einnig er hægt að auka þægindi og næði með niðurfellanlegum vinnuborðum, LED-lesljósum, stillanlegum fóthvílum og rafknúnum gluggatjöldum í farþegarýminu.
EIGINLEIKAR Í INNANRÝMI
VEIGAMIKIL SMÁATRIÐI
Höfuðpúðarnir í XJ Premium Luxury, Portfolio, XJ50 og Autobiography eru með upphleyptu Jaguar-merki. Einkennandi 575-merkið er á fram- og aftursætunum í XJR575.
SÉREINKENNI
SÍLSAHLÍFAR
Einstakar upplýstar sílsahlífar með XJ50-áletrun opna þér dyr að farþegarými þar sem stílhrein fágun er í fyrirrúmi.
SKOÐA XJ50
TVÖFALDUR SAUMUR
Alls staðar í XJ er notaður tvöfaldur saumur, sem eykur endinguna og er til marks um óviðjafnanleg gæðin í Jaguar. Í völdum gerðum er hægt að velja um saum í öðrum lit í leðursætum og hólfum í hurðum til að gera bílinn enn meira að þínum.
TEXTI MEÐ DJÚPÞRYKKI
Til að setja punktinn yfir i-ið er hægt að velja eigin texta til að djúpþrykkja.
EXCEPTIONALLY LUXURIOUS
LEÐURSÆTI MEÐ TÍGULLAGA VATTERINGU
Í XJ Portfolio, Autobiography og XJ50 er leðuráklæðið með fágaðri tígullaga vatteringu.
TÆKNILEG UNDIRSTAÐA FYRIR ÞIG
Með fjölnota sætunum í XJ hefurðu fullkomna stjórn yfir eigin þægindum. Í bæði fram- og aftursætum eru rafknúnar stillingar og með þeim er hægt að finna hina fullkomnu sætisstillingu með einum hnappi. Jafnvel eftir margra klukkustunda bílferð stígurðu hress og vakandi út úr XJ-bílnum.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:ak9gglq5XL4
HEIMURINN Í GEGNUM GLERIÐ
Útsýnið innan úr XJ er stórkostlegt: Viðamikill þakglugginn kastar frá sér hita og nær alla leið að aftursætunum. Hann síar út UV-geisla og í gegnum hann flæðir náttúruleg lýsing inn í innanrýmið - útkoman er leikandi létt og rúmgott rými sem veitir samt næði vegna vandaðrar skyggingar á glugganum.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:1rf5SYm8ihs
SÉRSNIÐINN MUNAÐUR
Farþegarýmið í XJ er bæði nútímalegt og fullt af munaði; þetta er rými sem ætlað er að kitla skynfærin. Hægt er að sérsníða innanrýmið með fjölbreyttum valkostum í efnisnotkun og frágangi sem uppfylla allar þínar kröfur. Gríðarlegt úrval af lungamjúku leðri og fallegum klæðningum gerir andann innan XJ sérstæðan og íburðarmikinn.

XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

*Eiginleikar og framboð þeirra kann að vera mismunandi eftir útfærslum bíla og markaðssvæðum. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.