Hvort sem litið er til 10" snertiskjásins eða handunninnar klæðningarinnar býður XJ upp á framúrskarandi tækni, lúxus og þægindi†. Gæði handverksins í innanrýminu gera XJ einstakan í sinni röð.
†Ökutækin sem sjást í myndefni eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.
Innanrýmið í XJ er jafnháþróað og það er íburðarmikið. Auk þess sem gæði handverksins gera það algerlega einstakt. Í XJ er boðið upp á alla nýjustu tæknina í tengimöguleikum og þannig geturðu sótt þér bæði upplýsingar og afþreyingu. Fjölbreytt úrval lita, efna og áferða tryggir að lokum að innanrýmið endurspeglar tærleika og skýrar línur ytra byrðisins.
XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.
*Eiginleikar og framboð þeirra kann að vera mismunandi eftir útfærslum bíla og markaðssvæðum. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Jaguar.