XJ býður upp á ósvikinn lúxus. Fjölbreytt úrval lita og felga eru í boði, þar á meðal sérstakar Style 5045-álfelgur með fimm skiptum örmum og gljásvartri demantsslípaðri áferð.
Hann er voldugur, fágaður og kraftmikill. Til að tryggja sem mesta straumlínulögun minna línurnar í XJ á tár, en með því er loftmótstaða lágmörkuð, hröðun og sparneytni bætt enn frekar og dregið úr losun koltvísýrings.
Það er sjón að sjá XJ á ferðinni. Jafnvel í kyrrstöðu fær XJ hjartað til að slá hraðar og kraftmikil útgeislun hans endurspeglast í lágri og breiðri stöðu og löngum og stríðum hliðarsvip. Slípaðar og kröftugar línur, fagurlega mótuð fágun - XJ stendur svo sannarlega við fyrirheit Jaguar um afgerandi, kröftuga og tæra hönnun.
Í XJ R-SPORT er að finna kröftug stíleinkenni, meðal annars gljásvart grill og svuntu að aftan, vindskeið að framan, sílsalista með R-merkingum og vindskeið að aftan.
XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.