Kynntu þér fágun XJ með framúrskarandi vél, eldfljótri skiptingu og fjölbreyttu úrvali aksturstæknilausna.
Í XJ færðu þægindin og fágunina sem einkennir lúxusbíla og viðbragðið og beina stjórn
ökumannsins sem einkennir sportbíla.
Ályfirbygging XJ er sterk, ótrúlega stíf og afar létt. Sjálfberandi yfirbyggingin er að öllu leyti hnoðuð saman án nokkurrar suðu og er eingöngu úr áli sem gerir bílinn að þeim léttasta í flokki sambærilegra bíla.
Frábært hlutfall afls og þyngdar bætir alla þætti afkasta og sjálfberandi yfirbygging eykur stífni sem skilar sér í betri stjórn og meira öryggi.
XJ er búinn V6-dísilvél með forþjöppu sem skilar óviðjafnanlegu afli, snúningsvægi og aksturseiginleikum. Allar gerðir eru með átta þrepa skiptingu sem skilar ofurmjúkum gírskiptingum, viðbragðsfljótum aksturseiginleikum og mikilli sparneytni.
Bensín- og dísilvélarnar okkar eru þær hreinustu og sparneytnustu sem við höfum framleitt til þessa. Rafmagnsaflrásin okkar veitir auk þess innlit í framtíðarakstur. Hver þeirra hentar þér?
XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.
*Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og eldsneytisnotkun geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði.
Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun.
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.
†Upplýsingar um vélar hafa ekki verið endurvottaðar árið 2018. Birtar upplýsingar eru samkvæmt vottunum árið 2017.