AKSTURSUPPLIFUN

Kynntu þér fágun XJ með framúrskarandi vél, eldfljótri skiptingu og fjölbreyttu úrvali aksturstæknilausna.

Í XJ færðu þægindin og fágunina sem einkennir lúxusbíla og viðbragðið og beina stjórn
ökumannsins sem einkennir sportbíla.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
FEGURÐ. AFL. ÖRYGGI

Ályfirbygging XJ er sterk, ótrúlega stíf og afar létt. Sjálfberandi yfirbyggingin er að öllu leyti hnoðuð saman án nokkurrar suðu og er eingöngu úr áli sem gerir bílinn að þeim léttasta í flokki sambærilegra bíla.

Frábært hlutfall afls og þyngdar bætir alla þætti afkasta og sjálfberandi yfirbygging eykur stífni sem skilar sér í betri stjórn og meira öryggi.

AFL, VIÐBRAGÐ, HUGVIT

XJ er búinn V6-dísilvél með forþjöppu sem skilar óviðjafnanlegu afli, snúningsvægi og aksturseiginleikum. Allar gerðir eru með átta þrepa skiptingu sem skilar ofurmjúkum gírskiptingum, viðbragðsfljótum aksturseiginleikum og mikilli sparneytni.

VÉLAR
SKOÐA TÆKNILÝSINGU
SÉREINKENNI
ÞÆGINDI OG STJÓRN
Adaptive Dynamics-fjöðrunin les bílinn allt að 500 sinnum á sekúndu til að stilla fjöðrun í samræmi við aðstæður. Samfelld stillingin heldur XJ fullkomlega stöðugum og eykur stjórn án þess að þægindum í akstri sé fórnað.
ALGER STJÓRN
Átta þrepa sjálfskiptingu XJ er stjórnað með Jaguar-gírskiptirofa sem gengur upp um leið og ýtt er á gangsetningarhnappinn. JaguarDrive Control-rofinn býður upp á tvær akstursstillingar – kraftstillingu með hraðara viðbragði við inngjöf og vetrarstillingu sem býður upp á aukna stjórn í hálku.
BÆTT STÝRING OG AUKIÐ TOG
Rafrænt mismunadrif með hemlatogstýringu hjálpar til við akstur XJR575. Þessi tækni býður upp á nákvæma stjórnun á afli til að hámarka grip og minnka spól. Ásamt DSC-stöðugleikastýringu og ABS-kerfi gerir þessi tækni þér kleift að njóta kraftsins í XJR575 til fulls.
ALL WHEEL DRIVE
Hugvitssamlegt aldrifskerfið bregst tafarlaust við þegar afturdekkin byrja að spóla og flytur átak til að vinna á móti því. Hægt er að flytja meira en 90 prósent togs frá vél frá afturdekkjunum í framdekkin til að hámarka spyrnu.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
ASPC-GRIPKERFI
Einstakt ASPC-gripkerfi Jaguar er lághraðastilling sem vinnur á milli 3,6 og 30 km/klst. Kerfið gerir XJ kleift að ráða við aðstæður þar sem grip er takmarkað, hvernig sem veðrið er, til að ökumaðurinn geti einbeitt sér að því að stýra bílnum. Kerfið býr einnig yfir sérstökum eiginleika til að taka af stað á hálu yfirborði, auk brekkueiginleika sem stýrir ökuhraðanum í brattari brekkum.
NÝ DÍSILVÉL, BENSÍNVÉL EÐA RAFMAGNSMÓTOR?

Bensín- og dísilvélarnar okkar eru þær hreinustu og sparneytnustu sem við höfum framleitt til þessa. Rafmagnsaflrásin okkar veitir auk þess innlit í framtíðarakstur. Hver þeirra hentar þér?

HVER ÞEIRRA HENTAR ÞÉR?

XJ er hátindur fólksbílanna frá Jaguar. Hann er fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxuss. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman hinn fullkomna XJ fyrir þig.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

*Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og eldsneytisnotkun geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði.

Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun.
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.

Upplýsingar um vélar hafa ekki verið endurvottaðar árið 2018. Birtar upplýsingar eru samkvæmt vottunum árið 2017.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar