Toppfólksbíll frá Jaguar; fullkomin blanda nýjustu tækni, aksturseiginleika sportbíls og íburðarmikils lúxus.
LOSUN KOLTVÍSÝRINGS g/km
Allt niður í 185*
SPARNEYTNI í blönduðum akstri (l/100 km)
Frá 7.0
XJ endurskilgreinir allt sem lúxusbíllinn stendur fyrir. Hann er einstök blanda fegurðar, lúxuss og afls. Hann er lipur og býður upp á endurnærandi akstursupplifun. Fyrir farþegann er farþegarýmið fullkominn staður til að teygja úr sér og slappa af. Fyrsta flokks Touch Pro-kerfin frá Jaguar eru staðalbúnaður, auk ýmiss konar sérbúnaðar að innan og utan. XJ er með LED-aðalljósum og LED-afturljósum. XJ er engum líkur, hvorki í útliti né áferð.
Hvort sem þú velur staðlað hjólhaf eða langt hjólhaf er XJ fullkominn staður jafnt til vinnu sem afþreyingar. Gerðir með langt hjólhaf bjóða einnig upp á meira en eins metra fótarými og einstaka eðalvagnsupplifun með endurhannaðri og einstaklega þægilegri loftfjöðrun.
XJ hlaut hæstu heildargæðaeinkunnina í flokki lúxusbíla í Total Quality Impact™-könnun Strategic Vision Inc. 2016. Þessi heildstæða rannsókn mælir heildarupplifun eigenda þar sem ökumenn eru beðnir um að gefa öllum þáttum kaupa, eignarhalds og akstursupplifunar einkunn. Hún nær yfir allt frá áreiðanleika yfir í akstursánægju og tryggð við bíla. Við erum stolt yfir því að XJ skuli hafa fengið einkunnina „framúrskarandi“ hjá bestu dómurum sérhvers bíls – eigendum hans.
Nútímahönnun, innblásin af fortíðinni. Hálfrar aldar Special Edition-afmælisútgáfan fagnar þeim 50 árum sem Jaguar XJ hefur prýtt göturnar með sérstakri hönnun og einstakri áherslu á smáatriðin.
Bensín- og dísilvélarnar okkar eru þær hreinustu og sparneytnustu sem við höfum framleitt til þessa. Rafmagnsaflrásin okkar veitir auk þess innlit í framtíðarakstur. Hver þeirra hentar þér?
Kynntu þér XJ-línuna til að finna hina fullkomnu samsetningu afkastagetu, stýringar og þæginda.
**Skoðaðu tölur úr WLTP-prófun.
WLTP er nýja opinbera ESB-prófunin sem notuð er til að reikna út staðlaðar tölur um eldsneytisnotkun og koltvísýring fyrir fólksbíla. Hún mælir eldsneytis- og orkunotkun, drægi og útblástur. Henni er ætlað að skila tölum sem eru nær raunverulegu aksturslagi. Hún prófar bíla með aukabúnaði og prófunum og akstursstillingum sem eru meira krefjandi.
Uppgefnar tölur eru fengnar úr opinberum prófunum hjá framleiðanda í samræmi við löggjöf Evrópusambandsins. Eingöngu til samanburðar. Raunveruleg notkun kann að sýna aðrar niðurstöður. Tölur um koltvísýring og eldsneytisnotkun geta verið breytilegar eftir hjólabúnaði og aukabúnaði.