NOTAGILDI OG ÖRYGGI

XF býður upp á notadrjúgt rými, hagnýta eiginleika og fimm stjörnu öryggisbúnað samkvæmt Euro NCAP.

Myndin er af: XF S Sportbrake með aukabúnaði.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar
HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Notadrjúgt rýmið í XF auðveldar þér að nýta hann til fulls. Notagildið og framúrskarandi tæknilausnir fyrir ökumann gera sérhvert ferðalag þægilegt og afslappandi.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
ÖRYGGI OG AÐSTOÐAREIGINLEIKAR FYRIR ÖKUMANN

Til að gera sérhvert ferðalag enn öruggara er XF búinn ýmiss konar ökumannsaðstoð. Með nýjustu InControl-tækninni hjálpar búnaðurinn til við að koma í veg fyrir árekstur og stjórna ýmsum akstursaðstæðum.

360° MYNDAVÉL<sup>3</sup>
360° myndavélakerfið birtir þér útsýnið umhverfis bílinn á snertiskjánum sem auðveldar þér að leggja við gangstéttarbrún eða aka inn og út úr þröngum stæðum. Til að gera kerfið enn öflugra fylgir því einnig leiðsögn vegna bíla fyrir framan og skynjari fyrir umferð að framan. Leiðsögn vegna bíla fyrir framan er hluti af 360° myndavélakerfinu og sýnir ökumanninum myndrænt á skjá fjarlægð bíls og bílastæðis. Skynjari fyrir umferð að framan aðstoðar við að koma í veg fyrir mögulegan árekstur í aðstæðum þar sem útsýni við akstur fram á við er takmarkað. 3
MYNDAVÉL MEÐ HLJÓÐMERKI OG SJÁLFVIRK NEYÐARHEMLUN
XF er alltaf reiðubúinn fyrir neyðarhemlunartilfelli. XF notar framvísandi myndavél til að greina yfirvofandi ákeyrslu og gefur frá sér ákeyrsluviðvörun til að gefa þér góðan tíma til að bregðast við. Sjónrænar viðvaranir á sjónlínuskjánum og mælaborðinu fylgja. Ef ökumaðurinn bregst ekki við og allt stefnir í ákeyrslu beitir kerfið hemlunum til að draga úr höggi yfirvofandi áreksturs.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:1EDxvxwoHmI
HÁÞRÓUÐ BÍLASTÆÐAKERFI<sup>4</sup>
Þessi kerfi tryggja að nú hefur aldrei verið auðveldara að leggja í þröngt stæði. Skynjarar mæla plássið og, ef það á við, stýra XF sjálfkrafa bæði þegar lagt er við gangstéttarbrún og í hefðbundið bílastæði á meðan ökumaðurinn þarf eingöngu að stjórna hemlum og inngjöf. Að auki er hægt að nota eiginleika til að aka XF frá gangstéttarbrún. Bakkskynjarakerfið notar blindsvæðisskynjarana til að greina aðvífandi ökutæki sem ökumaðurinn kann að vera óafvitandi um og gefur frá sér hljóðmerki og tilkynningu á snertiskjánum.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:t0bJwhuBcew
UMFERÐARSKILTAGREINING MEÐ SJÁLFVIRKRI HRAÐATAKMÖRKUN<sup>5</sup>
Umferðarskiltagreining Jaguar notar nákvæma framvísandi myndavél til að greina skilti fyrir hraðatakmarkanir og bann við framúrakstri og birtir ökumanninum þau. Kerfið tekur með í reikninginn tímabundnar hraðatakmarkanir og ástand vegar. Sjálfvirk hraðatakmörkun, sé hún valin, notar skiltaupplýsingar umferðarskiltagreiningarinnar og kortagögn frá leiðsögukerfinu, sem er aukabúnaður, til að halda XF innan löglegs hraða.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:9oDfEgUTbCw
AKREINASKYNJARI, AKREINASTÝRING OG ÖKUMANNSSKYNJARI
Akreinaskynjari er staðalbúnaður í XF sem lætur ökumann vita ef bíllinn byrjar óvænt að stefna út úr akrein. Ofan á þetta kerfi er svo hægt að fá akreinastýringu og ökumannsskynjara. Akreinastýringin skynjar þegar XF stefnir óvænt út úr akrein og stýrir bílnum aftur inn á akreinina. Ökumannsskynjarinn tryggir einnig öryggi þitt með stöðugu eftirliti akstursaðgerða hjá ökumanni til að greina einbeitingarleysi vegna þreytu. Þegar kerfið greinir mögulega þreytu í þeim sem situr undir stýri birtist tilkynning á mælaborðinu þar sem stungið er upp á að viðkomandi taki sér pásu frá akstri.
Film features Lane Keep Assist only.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:6qIFIr8SWdM
BLINDSVÆÐISHJÁLP OG BAKKSKYNJARI
Blindsvæðisskynjarinn lætur þig vita ef bíll er á blindsvæði eða nálgast það hratt með litlu viðvörunarljósi í viðkomandi hliðarspegli. Auk þess beitir blindsvæðishjálpin stýrisátaki í átt frá bílnum á blindsvæðinu ef þú byrjar að skipta um akrein. Með sama radarkerfi varar bakkskynjarinn þig í gegnum snertiskjáinn við ökutækjum á hreyfingu þegar þú bakkar, t.d. út úr bílastæði.3
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:KBDoSu0jO0E

Nútímaleg og verðlaunuð hönnun Jaguar, framúrskarandi aksturseiginleikar og fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfi í bílnum er það sem aðgreinir XF frá keppinautum sínum. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman þinn fullkomna XF.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Eingöngu XF Saloon.
2Aukabúnaður (requires Keyless Entry).
3Aukabúnaður (requires Auto-dimming exterior mirrors)
4Aukabúnaður (requires 360° Parking Aid).
5Aðeins í boði með Navigation Pro.