TÆKNI BÍLSINS

Notendavæn tækni XF gerir ferð þína öruggari, tengdari og ánægjulegri.

INCONTROL

Njóttu þess nýjasta í upplýsinga- og afþreyingakerfum og vertu í sambandi við XF og heiminn í gegnum InControl1, ítarlegan tæknipakka Jaguar. Snjallar lausnir InControl-kerfisins vinna hnökralaust með tækjunum þínum, gögnum og miðlunarefni til að auka ánægjuna af því að eiga og aka XF.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL
NÝSKÖPUN JAGUAR
Sérhver XF er búinn fjölbreyttu úrvali hugvitssamlegrar og samþættrar InControl-tækni Jaguar, allt frá fullkominni margmiðlunartækni til frábærra hljóðkerfa og snjallra aðstoðarkerfa fyrir ökumann.
TOUCH PRO
Framsækin Touch Pro-tækni er staðalbúnaður í XF, með 10” snertiskjá og hröðum viðbragðstíma. Touch Pro býður meðal annars upp á raddstjórnun, leiðsögukerfi, með tvívíddar- og þrívíddarkortum, og forvirka leiðsögn1.
SMARTPHONE PACK
Stay safely connected to your smartphone even while in the vehicle. Control vehicle-optimised apps through XF’s Touchscreen using a USB connection to your Apple® or AndroidTM smartphone.
SKIPTUR SKJÁR
Skiptur skjár2 er aukabúnaður sem gerir ökumanni og farþega kleift að skoða hvor sitt efni á sama 10" snertiskjánum. Til dæmis getur farþeginn horft á kvikmynd (og hlustað á hljóðið með þráðlausum surround-heyrnartólum) á meðan ökumaðurinn fylgist með leiðsögukerfinu.
CONNECTIVITY
CONNECT PRO-PAKKI
Connect Pro-pakkinn1 er aukabúnaður sem býður upp á tengingu allt að átta tækja við heitan Wi-Fi-reit í bílnum. Snjallsímaforritið í Connect Pro-pakkanum, Remote Premium, gerir þér kleift að kanna stöðu XF án þess að vera í bílnum og stjórna völdum eiginleikum bílsins, þar með talið hita- og loftstýringunni, í gegnum forritið InControl Remote. 2
PROTECT
Protect1 er staðalbúnaður í XF sem veitir þér aukið öryggi með neyðarsímtalseiginleika og Jaguar-aðstoðareiginleika. Snjallsímaforritið Remote Essentials opnar þér einnig aðgang að nauðsynlegum upplýsingum um XF, sama hvar þú ert. Þar geturðu séð eldsneytisstöðuna, skráð ferðirnar þínar og meira að segja athugað hvort þú hafir skilið glugga eftir opinn.
ÖRYGGISRAKNING
Öryggisrakning3, aukabúnaður í öllum XF-gerðum, greinir þjófnað á bílnum eða óheimila hreyfingu hans. Hún finnur staðsetningu XF og kemur á sambandi við eftirlitsmiðstöð InControl Secure Tracker til að gera rakningu mögulega. Jafnvel þótt bíllinn sé tekinn með lyklunum í er hægt að virkja viðvörunina með því að hringja í rakningarþjónustuverið með forritinu Remote3.
INFOTAINMENT
WI-FI Í BÍLNUM
Connect Pro-pakkinn4 eru aukabúnaður sem býður upp á heitan Wi-Fi-reit í gegnum öflugt loftnet XF og gerir farþegum kleift að tengja allt að átta tæki við Wi-Fi-net1 XF.
SJÓNLÍNUSKJÁR<sup>5</sup>
Sjónlínuskjár XF er aukabúnaður, byggður á leysigeislatækni, sem gerir þér kleift að einbeita þér að veginum framundan. Þessi hátæknibúnaður varpar ýmis konar upplýsingum á framrúðuna. Skjárinn helst skýr í dagsljósi og tær leysigeislamyndin getur birt ökuhraða, leiðsögn, tilkynningar frá hraðastilli og gögn umferðarskiltagreiningar, þar sem það er í boði.

Ökutækin sem sjást í uppteknu myndefni á þessu vefsvæði eru mögulega ekki nákvæmlega í samræmi við nýjustu uppfærslur og endurbætur. Söluaðilar Jaguar veita upplýsingar um nýjustu tæknilýsingar.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:aJ6UnI6iwx4
GAGNVIRKUR ÖKUMANNSSKJÁR
Gagnvirkur 12,3” ökumannsskjár4 með mikilli upplausn býður upp á viðeigandi akstursupplýsingar, þar á meðal leiðsögn á öllum skjánum með þrívíðum kortum, á hárréttum stað. Mikil upplausn tryggir hámarksskýrleika um leið og nákvæm vinnsla skilar hnökralausri og tærri mynd.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ
yt:ollAo344rMQ
HLJÓMTÆKI
Jaguar-hljóðkerfið (180 W) býður upp á frábær hljómgæði í átta hátölurum. Að auki er hægt að velja enn betri hljóm með Meridian™-hljóðkerfi (380 W) með 10 hátölurum og tveggja rása bassahátalara eða Meridian Surround-hljóðkerfi (825 W) með 16 hátölurum og tveggja rása bassahátalara. Allir njóta umlykjandi hljóðupplifunar, hvar sem setið er í XF.
SKOÐA MERIDIAN

Nútímaleg og verðlaunuð hönnun Jaguar, framúrskarandi aksturseiginleikar og fyrsta flokks upplýsinga- og afþreyingarkerfi í bílnum er það sem aðgreinir XF frá keppinautum sínum. Notaðu hönnunarsvæðið okkar til að setja saman þinn fullkomna XF.

SETTU SAMAN ÞINN EIGIN BÍL

1Internetvirkni og Wi-Fi-tenging krefjast micro SIM-korts með viðeigandi gagnaþjónustu. Connect Pro-pakkinn felur í sér áskriftarþjónustu sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar. Eiginleikar og valkostir InControl og framboð þeirra er misjafnt eftir markaðssvæðum - upplýsingar um framboð og skilmála fást hjá næsta söluaðila Jaguar. Upplýsingar og myndefni sem tengjast InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Ekki er hægt að tryggja þráðlausa nettengingu á öllum svæðum. Hlaða verður niður forritunum InControl og Remote frá Apple/Play Store. Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.
2Aðeins í boði með Navigation Pro, geislaspilara/DVD-spilara og Meridian™-hljóðkerfi/MeridianTM Surround-hljóðkerfi.
3Öryggisrakning er áskriftarþjónusta sem hægt er að framlengja eftir upphafstímabil sem tilgreint er af söluaðila Jaguar.
4Aðeins í boði með Navigation Pro.
5Aðeins í boði með framrúðu sem dökknar í sólarljósi.

Upplýsingar og myndefni sem kemur fram á þessari vefsíðu og tengist InControl-tækninni, þ.m.t. skjáir eða myndaraðir, eru háð hugbúnaðaruppfærslum, útgáfum og öðrum kerfisbreytingum eða breytingum á grafík og fara eftir þeim valkostum sem eru valdir. Leitaðu nýjustu upplýsinga og upplýsinga sem tengjast þínu svæði sérstaklega hjá næsta söluaðila Jaguar.
Ökumenn ættu einungis að nota búnað í innanrými bílsins þegar það er öruggt. Ökumenn þurfa að tryggja að þeir hafi fullkomna stjórn á bílnum öllum stundum.

BERÐU BÍLANA FRÁ OKKUR SAMAN
Bættu við allt að þremur gerðum til að bera saman
REYNSLUAKSTUR
Bókaðu reynsluakstur hjá næsta söluaðila
BÆKLINGAR OG VERÐLISTAR
Frekari upplýsingar um Jaguar-bíla
FINNA SÖLUAÐILA
Finndu næsta söluaðila Jaguar